Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar 16. október 2025 17:01 Í litlum samfélögum ríkir oft samheldni sem er bæði dýrmæt og nauðsynleg. Við þekkjumst, hjálpumst að og viljum helst forðast átök. En þegar við hættum að segja hug okkar til að forðast árekstra eða missa vinsældir, fórnum við heiðarleikanum fyrir þægindin og smám saman tekur meðvirknin völdin. Þegar fólk hættir að segja hug sinn af ótta við að styggja frændur, vini eða vinnufélaga, þá hættir samfélagið að vaxa. Það verður ákveðin stöðnun í umræðunni og þeir sem hugsa öðruvísi velja að þegja. Þannig verður meðvirkni ráðandi afl í stað virkrar þátttöku. Hræðslan við að vera „á móti“ Í litlum samfélögum er pólitík gjarnan mjög persónuleg. Nándin er meiri, ákvarðanir snerta vini, ættingja og nágranna og oft er erfitt að aðgreina málefni frá manneskjum. Þegar einhver mótmælir ákvörðun eða leggur fram gagnrýni, er það jafnvel túlkað sem árás á einstaklinginn frekar en sem heibrigð þátttaka í lýðræðislegri umræðu. En lýðræði snýst ekki um að vera sammála. Lýðræði snýst um að skapa rými fyrir ólíkar skoðanir, ræða hugmyndir og leita sameiginlegra lausna. Þegar gagnrýni er túlkuð sem persónulega árás eða neikvæðni, þá lærum við smám saman að þegja. Við tjáum ekki lengur það sem við teljum rétt, heldur það sem við teljum öruggt. Og þegar allir þegja, þá hverfur gagnsæið, frumkvæðið og trúin á að rödd okkar sem einstaklingar skipti máli. „Já-fólk“ og samtrygging menningarinnar Meðvirknimenning elur af sér „já-fólk“, fólk sem segir já til að halda friðinn eða þóknast, en ekki endilega af sannfæringu eða trú á málefninu sjálfu. Í stjórnmálum eða nefndarstörfum getur það þýtt að ákvarðanir eru teknar án raunverulegrar umræðu og án þess að mismunandi sjónarmið fái að heyrast. Þegar meðvirknin svo festir sig í sessi verður samtryggingin málefnunum yfirsterkari. Þá verður hver setur fram hugmynd mikilvægara en hvað hugmyndin sjálf felur í sér. Slíkt skapar ósýnileg valdakerfi þar sem stöður, ákvarðanir og stuðningur byggjast meira á tengslum en á hugmyndum eða hæfni. Slík menning dregur úr trausti, dregur úr hvötum til nýsköpunar og framtaks og skerðir getu samfélagsins til að takast á við viðfangsefni sín. Að þora að vera ósammála Það er ekki merki um óvináttu að vera ósammála. Þvert á móti er það þroska- og virðingarmerki gagnvart samfélaginu að þora að tjá skoðun, jafnvel þótt hún sé óþægileg. Að segja „ég sé þetta öðruvísi“ á ekki að vera ógn við neinn, heldur einmitt leið til þess að opna á samtal. Við þurfum að skapa menningu þar sem fólk getur rætt málefni án þess að verða að persónulegu skotmarki, þar sem við getum gagnrýnt hugmyndir án þess að ráðast á manneskjuna sem setti þær fram og síðast en ekki síst að að skapa rými þar sem ólíkum skoðunum er tekið fagnandi, samfélaginu til heilla. Samtalið er hornsteinn lýðræðisins Ef við viljum styrkja lýðræðið, þurfum við að byrja á umræðumenningunni. Við þurfum að æfa okkur í að hlusta, spyrja og ræða saman án þess að taka hlutum persónulega. Við þurfum líka að styrkja sjálfsmynd okkar sem samfélags: að ósamstaða í einstökum málum þýðir ekki ósætti, heldur eðlilega fjölbreytni í samfélagi. Slíkt er styrkur, ekki veikleiki. Við höfum einstaka möguleika til að byggja upp lýðræðislegt og skapandi samfélag. En það gerist ekki með því að allir séu sammála. Það gerist þegar við lærum listina að vera ósammála, af virðingu, hugrekki og væntumþykju til samfélagsins. Höfundur er félagsfræðingur með sérhæfingu í samfélagsþróun og nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í litlum samfélögum ríkir oft samheldni sem er bæði dýrmæt og nauðsynleg. Við þekkjumst, hjálpumst að og viljum helst forðast átök. En þegar við hættum að segja hug okkar til að forðast árekstra eða missa vinsældir, fórnum við heiðarleikanum fyrir þægindin og smám saman tekur meðvirknin völdin. Þegar fólk hættir að segja hug sinn af ótta við að styggja frændur, vini eða vinnufélaga, þá hættir samfélagið að vaxa. Það verður ákveðin stöðnun í umræðunni og þeir sem hugsa öðruvísi velja að þegja. Þannig verður meðvirkni ráðandi afl í stað virkrar þátttöku. Hræðslan við að vera „á móti“ Í litlum samfélögum er pólitík gjarnan mjög persónuleg. Nándin er meiri, ákvarðanir snerta vini, ættingja og nágranna og oft er erfitt að aðgreina málefni frá manneskjum. Þegar einhver mótmælir ákvörðun eða leggur fram gagnrýni, er það jafnvel túlkað sem árás á einstaklinginn frekar en sem heibrigð þátttaka í lýðræðislegri umræðu. En lýðræði snýst ekki um að vera sammála. Lýðræði snýst um að skapa rými fyrir ólíkar skoðanir, ræða hugmyndir og leita sameiginlegra lausna. Þegar gagnrýni er túlkuð sem persónulega árás eða neikvæðni, þá lærum við smám saman að þegja. Við tjáum ekki lengur það sem við teljum rétt, heldur það sem við teljum öruggt. Og þegar allir þegja, þá hverfur gagnsæið, frumkvæðið og trúin á að rödd okkar sem einstaklingar skipti máli. „Já-fólk“ og samtrygging menningarinnar Meðvirknimenning elur af sér „já-fólk“, fólk sem segir já til að halda friðinn eða þóknast, en ekki endilega af sannfæringu eða trú á málefninu sjálfu. Í stjórnmálum eða nefndarstörfum getur það þýtt að ákvarðanir eru teknar án raunverulegrar umræðu og án þess að mismunandi sjónarmið fái að heyrast. Þegar meðvirknin svo festir sig í sessi verður samtryggingin málefnunum yfirsterkari. Þá verður hver setur fram hugmynd mikilvægara en hvað hugmyndin sjálf felur í sér. Slíkt skapar ósýnileg valdakerfi þar sem stöður, ákvarðanir og stuðningur byggjast meira á tengslum en á hugmyndum eða hæfni. Slík menning dregur úr trausti, dregur úr hvötum til nýsköpunar og framtaks og skerðir getu samfélagsins til að takast á við viðfangsefni sín. Að þora að vera ósammála Það er ekki merki um óvináttu að vera ósammála. Þvert á móti er það þroska- og virðingarmerki gagnvart samfélaginu að þora að tjá skoðun, jafnvel þótt hún sé óþægileg. Að segja „ég sé þetta öðruvísi“ á ekki að vera ógn við neinn, heldur einmitt leið til þess að opna á samtal. Við þurfum að skapa menningu þar sem fólk getur rætt málefni án þess að verða að persónulegu skotmarki, þar sem við getum gagnrýnt hugmyndir án þess að ráðast á manneskjuna sem setti þær fram og síðast en ekki síst að að skapa rými þar sem ólíkum skoðunum er tekið fagnandi, samfélaginu til heilla. Samtalið er hornsteinn lýðræðisins Ef við viljum styrkja lýðræðið, þurfum við að byrja á umræðumenningunni. Við þurfum að æfa okkur í að hlusta, spyrja og ræða saman án þess að taka hlutum persónulega. Við þurfum líka að styrkja sjálfsmynd okkar sem samfélags: að ósamstaða í einstökum málum þýðir ekki ósætti, heldur eðlilega fjölbreytni í samfélagi. Slíkt er styrkur, ekki veikleiki. Við höfum einstaka möguleika til að byggja upp lýðræðislegt og skapandi samfélag. En það gerist ekki með því að allir séu sammála. Það gerist þegar við lærum listina að vera ósammála, af virðingu, hugrekki og væntumþykju til samfélagsins. Höfundur er félagsfræðingur með sérhæfingu í samfélagsþróun og nýsköpun.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun