Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar 16. október 2025 18:15 Til að styðja við upplýsta, faglega og málefnalega umfjöllun um launamun kynjanna og virðismat starfa hefur Jafnlaunastofa boðið fjölmiðlafólki upp á samtal um launamun kynjanna og verðmætamat starfa. Þann 24. október eru liðin 50 ár frá Kvennafrídeginum þegar konur hér á landi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Staða kvenna á vinnumarkaði var langt frá því jöfn á við stöðu karla á þeim tíma. Störf þeirra voru vanmetin sem leiddi til þess að laun þeirra voru lægri. Vanmatið var réttlætt með því að þær væru ekki fyrirvinnur heimila en á sama tíma þurftu þær gjarnan að sitja undir ásökunum um vanrækslu gagnvart börnunum sínum vegna þátttöku á vinnumarkaði. Þennan dag kröfðust íslenskar konur breytinga en talið er að 90% kvenna hafi lagt niður störf til þess að krefjast viðurkenningar á launuðu og ólaunuðu framlagi þeirra til samfélagsins. Nú, 50 árum síðar, setja aðstandendur kvennaárs, sem eru fjölmörg samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks, fram kröfur um leiðréttingu á kerfisbundnu vanmati á kvennastörfum. Hvað felst í þeirri kröfu? Krafan felur í sér þá afstöðu að þær aðferðir sem notaðar eru við launasetningu feli í sér kynjamismunun vegna þess að þær meta ekki til launa þá þætti sem einkenna hefðbundin kvennastörf. Það leiði til kynbundins launamunar sem gerð er krafa um að verði útrýmt. Kynskiptur vinnumarkaður Launamun kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar. Konur starfa í meiri mæli en karlar í t.d. félags-, heilbrigðis- og menntagreinum þar sem störf eru að jafnaði verr launuð en störf í t.d. bygginga-- og fjármálastarfsemi þar sem karlar starfa frekar. Einfalt dæmi um þetta eru að störf sem fela í sér ábyrgð á fólki séu verr launuð en þau störf sem fela í sér fjárhagslega ábyrgð. Annað er að við launasetningu sé umbunað fyrir líkamlegt álag í starfi en síður fyrir tilfinningalegt álag. Til þess að leiðrétta þessa skekkju þarf launasetning að byggja á faglegum viðmiðum sem endurspegla öll störf, bæði karllæg og kvenlæg í samræmi við jafnlaunaákvæði laga. Til þess þurfi að innleiða starfsmats- eða virðismatskerfi til að byggja launaákvarðanir á. Tölfræði og túlkanir Árið 2024 mældist óleiðréttur launamunur 10,4%. Launamunur er ólíkur eftir mörkuðum en það ár var óleiðréttur launamunur kynjanna 15,2% á almennum vinnumarkaði og 7,7% hjá starfsfólki ríkisins en talsvert lægri eða 4% meðal starfsfólks sveitarfélaga. Hér má benda á að grunnlaunasetning starfsfólks sveitarfélaga byggir á starfsmatskerfi. Þegar rýnt er í tölfræði um launamun kynjanna er mikilvægt að hafa í huga að tölur um óleiðréttan launamun segja ekki alla söguna. Ef atvinnutekjur karla og kvenna eru bornar saman kemur í ljós hversu miklu munar á launagreiðslum kynjanna. Þegar bætt er við breytunni vinnutími fæst hinn svokallaði óleiðrétti launamunur og ef bætt er við enn fleiri breytum á borð við menntunarstig, starf, atvinnugrein og tegund fyrirtækis til að skýra launamuninn erum við komin með leiðréttan launamun. Þetta getur reynst ruglingslegt, sérstaklega í ljósi þess að miklu getur munað á þessum mælingum. Það endurspeglaðist t.d. í tölum um launamun árið 2023 þegar munur á atvinnutekjum mældist 21,9%, óleiðréttur launamunur 9,3% og leiðréttur launamunur 3,6%. Það er þess vegna mikilvæg að átta sig á því hvað er verið að mæla hverju sinni. Það er til dæmis einkar mikilvægt við túlkun upplýsinga úr launagreiningum að skýra ekki launamuninn burt með þeim breytum sem valda honum. Sem dæmi má nefna að með því að nota atvinnugrein sem skýribreytu er t.d. horft fram hjá kynskiptingu vinnumarkaðarins og skökku verðmætamati starfa þar sem hefðbundin kvennastörf eru lægra metin en hefðbundin karlastörf. Til að styðja við faglega og málefnalega umfjöllun um launamun kynjanna og verðmætamat starfa á kvennaári hefur Jafnlaunastofa boðið fjölmiðlafólki til klukkutíma samtals um þessi mál á morgun kl. 13. Nánari upplýsingar má finna á jafnlaunastofa.is. Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Til að styðja við upplýsta, faglega og málefnalega umfjöllun um launamun kynjanna og virðismat starfa hefur Jafnlaunastofa boðið fjölmiðlafólki upp á samtal um launamun kynjanna og verðmætamat starfa. Þann 24. október eru liðin 50 ár frá Kvennafrídeginum þegar konur hér á landi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Staða kvenna á vinnumarkaði var langt frá því jöfn á við stöðu karla á þeim tíma. Störf þeirra voru vanmetin sem leiddi til þess að laun þeirra voru lægri. Vanmatið var réttlætt með því að þær væru ekki fyrirvinnur heimila en á sama tíma þurftu þær gjarnan að sitja undir ásökunum um vanrækslu gagnvart börnunum sínum vegna þátttöku á vinnumarkaði. Þennan dag kröfðust íslenskar konur breytinga en talið er að 90% kvenna hafi lagt niður störf til þess að krefjast viðurkenningar á launuðu og ólaunuðu framlagi þeirra til samfélagsins. Nú, 50 árum síðar, setja aðstandendur kvennaárs, sem eru fjölmörg samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks, fram kröfur um leiðréttingu á kerfisbundnu vanmati á kvennastörfum. Hvað felst í þeirri kröfu? Krafan felur í sér þá afstöðu að þær aðferðir sem notaðar eru við launasetningu feli í sér kynjamismunun vegna þess að þær meta ekki til launa þá þætti sem einkenna hefðbundin kvennastörf. Það leiði til kynbundins launamunar sem gerð er krafa um að verði útrýmt. Kynskiptur vinnumarkaður Launamun kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar. Konur starfa í meiri mæli en karlar í t.d. félags-, heilbrigðis- og menntagreinum þar sem störf eru að jafnaði verr launuð en störf í t.d. bygginga-- og fjármálastarfsemi þar sem karlar starfa frekar. Einfalt dæmi um þetta eru að störf sem fela í sér ábyrgð á fólki séu verr launuð en þau störf sem fela í sér fjárhagslega ábyrgð. Annað er að við launasetningu sé umbunað fyrir líkamlegt álag í starfi en síður fyrir tilfinningalegt álag. Til þess að leiðrétta þessa skekkju þarf launasetning að byggja á faglegum viðmiðum sem endurspegla öll störf, bæði karllæg og kvenlæg í samræmi við jafnlaunaákvæði laga. Til þess þurfi að innleiða starfsmats- eða virðismatskerfi til að byggja launaákvarðanir á. Tölfræði og túlkanir Árið 2024 mældist óleiðréttur launamunur 10,4%. Launamunur er ólíkur eftir mörkuðum en það ár var óleiðréttur launamunur kynjanna 15,2% á almennum vinnumarkaði og 7,7% hjá starfsfólki ríkisins en talsvert lægri eða 4% meðal starfsfólks sveitarfélaga. Hér má benda á að grunnlaunasetning starfsfólks sveitarfélaga byggir á starfsmatskerfi. Þegar rýnt er í tölfræði um launamun kynjanna er mikilvægt að hafa í huga að tölur um óleiðréttan launamun segja ekki alla söguna. Ef atvinnutekjur karla og kvenna eru bornar saman kemur í ljós hversu miklu munar á launagreiðslum kynjanna. Þegar bætt er við breytunni vinnutími fæst hinn svokallaði óleiðrétti launamunur og ef bætt er við enn fleiri breytum á borð við menntunarstig, starf, atvinnugrein og tegund fyrirtækis til að skýra launamuninn erum við komin með leiðréttan launamun. Þetta getur reynst ruglingslegt, sérstaklega í ljósi þess að miklu getur munað á þessum mælingum. Það endurspeglaðist t.d. í tölum um launamun árið 2023 þegar munur á atvinnutekjum mældist 21,9%, óleiðréttur launamunur 9,3% og leiðréttur launamunur 3,6%. Það er þess vegna mikilvæg að átta sig á því hvað er verið að mæla hverju sinni. Það er til dæmis einkar mikilvægt við túlkun upplýsinga úr launagreiningum að skýra ekki launamuninn burt með þeim breytum sem valda honum. Sem dæmi má nefna að með því að nota atvinnugrein sem skýribreytu er t.d. horft fram hjá kynskiptingu vinnumarkaðarins og skökku verðmætamati starfa þar sem hefðbundin kvennastörf eru lægra metin en hefðbundin karlastörf. Til að styðja við faglega og málefnalega umfjöllun um launamun kynjanna og verðmætamat starfa á kvennaári hefur Jafnlaunastofa boðið fjölmiðlafólki til klukkutíma samtals um þessi mál á morgun kl. 13. Nánari upplýsingar má finna á jafnlaunastofa.is. Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofnun.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun