Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 16. október 2025 20:33 Það sem er að gerast núna í íslenska heilbrigðiskerfinu er ekki lengur hægt að afsaka með orðum eins og „áskoranir“ eða „tímabundinn vandi“. Þetta er kerfislægt hrun sem á sér pólitíska ábyrgð, og hún liggur hjá heilbrigðisráðherranum, Ölmu Möller. Frá því hún tók við embætti hefur óánægja starfsfólks, biðlistar og yfirkeyrsla spítalanna farið stigvaxandi. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa ítrekað sent neyðarkall til ráðuneytisins, án raunverulegra viðbragða. Það er eins og stjórnvöld séu orðin ónæm fyrir ástandinu, eins og þau telji sig geta stjórnað með orðum og skýrslum í stað þess að grípa til aðgerða. Íslendingar borga háa skatta, en samt er fólk sent heim úr bráðamóttöku vegna plássleysis. Sjúklingar með langvinna sjúkdóma fá ekki viðeigandi meðferð eða stuðning, og heilbrigðisstarfsfólk fer í sífellt að víkja úr starfi vegna kulnunar og vanmats. Það er ekki eðlilegt. Þetta er ekki „óhjákvæmilegt ástand“. Þetta er afleiðing vanstjórnar. Ábyrgðin á þessu á ekki bara að liggja hjá einhverju óljósu „kerfi“. Hún liggur hjá þeim sem stjórna. Og það er heilbrigðisráðherra sem ber pólitíska ábyrgð á því hvernig þetta embætti er rekið, hvaða ákvarðanir eru teknar og jafn mikilvægt, hvaða ákvarðanir eru ekki teknar. Það er dapurt að sjá hvernig ráðherrann virðist skorta bæði kjark og tengsl við raunveruleikann í heilbrigðiskerfinu. Á meðan heilbrigðisstarfsfólk krefst lausna er ráðuneytið upptekið við að tala um „áætlanir“, „vinnuhópa“ og „framtíðarsýn“. En þegar fólk er að brenna út, þegar sjúklingar eru að tapa voninni, þá duga orðin ekki lengur. Við þurfum heilbrigðisráðherra sem sýnir að hann standi með fólkinu, með sjúklingunum, starfsfólkinu og þjóðinni. Ráðherra sem skilur að það að stjórna heilbrigðiskerfi er ekki spurning um að halda í embætti, heldur að axla ábyrgð og bregðast við þegar kerfið molnar í höndum manns. Traustið til heilbrigðisráðuneytisins er löngu farið. Það verður ekki endurheimt með fallegum orðum eða myndatökum, heldur með því að ráðherrann stígi fram, viðurkenni alvarleikann og taki raunverulega ábyrgð, jafnvel þótt það þýði að víkja til hliðar. Það er ekki skömm að því að viðurkenna að hlutirnir hafi farið úrskeiðis. Skömmin felst í því að halda áfram eins og ekkert hafi gerst. Í dag er það augljóst að heilbrigðiskerfið þarf nýja stefnu, nýja sýn og nýja leiðtoga sem getur endurreist traust almennings. Þeir sem sitja við stjórn bera alla ábyrgð. Það er þeirra að ákveða hvort þeir velja að halda í völd eða opna á raunverulegar breytingar. Heilbrigðisráðherrann hefur fengið sinn tíma. Hún hefur fengið tækifæri til að sýna að hún geti snúið við þessari þróun. En nú er ljóst að sú von hefur brugðist. Þegar fólk missir trúna á kerfinu og á ráðamönnum þess, þá er kominn tími til að víkja fyrir nýrri forystu. Við, sem treystum heilbrigðiskerfinu fyrir lífi okkar og heilsu, eigum betra skilið. Við þurfum ráðherra sem stendur með fólkinu, hlustar á starfsfólkið og tekur ábyrgð þegar á reynir. Það er ekki lengur nóg að tala um lausnir, það þarf að bregðast við og ef núverandi ráðherra getur það ekki, þá þarf hún að gefa öðrum færi á því. Við biðjum ekki lengur um breytingar, við krefjumst þeirra!Þjóðin á skilið að heilbrigðiskerfið virki. Og stundum krefst það einfaldlega þess að sá sem situr í valdastóli stígi frá. Í dag er staðan sú að heilbrigðiskerfið stendur á brúninni en spurningin er: ætlar heilbrigðisráðherrann að horfa á það hrynja, eða ætlar hún loksins að gera eitthvað í málinu? Höfundur er kennaranemi við HA og sit í velferðarnefnd Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Það sem er að gerast núna í íslenska heilbrigðiskerfinu er ekki lengur hægt að afsaka með orðum eins og „áskoranir“ eða „tímabundinn vandi“. Þetta er kerfislægt hrun sem á sér pólitíska ábyrgð, og hún liggur hjá heilbrigðisráðherranum, Ölmu Möller. Frá því hún tók við embætti hefur óánægja starfsfólks, biðlistar og yfirkeyrsla spítalanna farið stigvaxandi. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa ítrekað sent neyðarkall til ráðuneytisins, án raunverulegra viðbragða. Það er eins og stjórnvöld séu orðin ónæm fyrir ástandinu, eins og þau telji sig geta stjórnað með orðum og skýrslum í stað þess að grípa til aðgerða. Íslendingar borga háa skatta, en samt er fólk sent heim úr bráðamóttöku vegna plássleysis. Sjúklingar með langvinna sjúkdóma fá ekki viðeigandi meðferð eða stuðning, og heilbrigðisstarfsfólk fer í sífellt að víkja úr starfi vegna kulnunar og vanmats. Það er ekki eðlilegt. Þetta er ekki „óhjákvæmilegt ástand“. Þetta er afleiðing vanstjórnar. Ábyrgðin á þessu á ekki bara að liggja hjá einhverju óljósu „kerfi“. Hún liggur hjá þeim sem stjórna. Og það er heilbrigðisráðherra sem ber pólitíska ábyrgð á því hvernig þetta embætti er rekið, hvaða ákvarðanir eru teknar og jafn mikilvægt, hvaða ákvarðanir eru ekki teknar. Það er dapurt að sjá hvernig ráðherrann virðist skorta bæði kjark og tengsl við raunveruleikann í heilbrigðiskerfinu. Á meðan heilbrigðisstarfsfólk krefst lausna er ráðuneytið upptekið við að tala um „áætlanir“, „vinnuhópa“ og „framtíðarsýn“. En þegar fólk er að brenna út, þegar sjúklingar eru að tapa voninni, þá duga orðin ekki lengur. Við þurfum heilbrigðisráðherra sem sýnir að hann standi með fólkinu, með sjúklingunum, starfsfólkinu og þjóðinni. Ráðherra sem skilur að það að stjórna heilbrigðiskerfi er ekki spurning um að halda í embætti, heldur að axla ábyrgð og bregðast við þegar kerfið molnar í höndum manns. Traustið til heilbrigðisráðuneytisins er löngu farið. Það verður ekki endurheimt með fallegum orðum eða myndatökum, heldur með því að ráðherrann stígi fram, viðurkenni alvarleikann og taki raunverulega ábyrgð, jafnvel þótt það þýði að víkja til hliðar. Það er ekki skömm að því að viðurkenna að hlutirnir hafi farið úrskeiðis. Skömmin felst í því að halda áfram eins og ekkert hafi gerst. Í dag er það augljóst að heilbrigðiskerfið þarf nýja stefnu, nýja sýn og nýja leiðtoga sem getur endurreist traust almennings. Þeir sem sitja við stjórn bera alla ábyrgð. Það er þeirra að ákveða hvort þeir velja að halda í völd eða opna á raunverulegar breytingar. Heilbrigðisráðherrann hefur fengið sinn tíma. Hún hefur fengið tækifæri til að sýna að hún geti snúið við þessari þróun. En nú er ljóst að sú von hefur brugðist. Þegar fólk missir trúna á kerfinu og á ráðamönnum þess, þá er kominn tími til að víkja fyrir nýrri forystu. Við, sem treystum heilbrigðiskerfinu fyrir lífi okkar og heilsu, eigum betra skilið. Við þurfum ráðherra sem stendur með fólkinu, hlustar á starfsfólkið og tekur ábyrgð þegar á reynir. Það er ekki lengur nóg að tala um lausnir, það þarf að bregðast við og ef núverandi ráðherra getur það ekki, þá þarf hún að gefa öðrum færi á því. Við biðjum ekki lengur um breytingar, við krefjumst þeirra!Þjóðin á skilið að heilbrigðiskerfið virki. Og stundum krefst það einfaldlega þess að sá sem situr í valdastóli stígi frá. Í dag er staðan sú að heilbrigðiskerfið stendur á brúninni en spurningin er: ætlar heilbrigðisráðherrann að horfa á það hrynja, eða ætlar hún loksins að gera eitthvað í málinu? Höfundur er kennaranemi við HA og sit í velferðarnefnd Sambands ungra Framsóknarmanna.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun