Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar 16. október 2025 21:00 Þann 6. október sl. skrifaði Andri Steinn Hilmarsson á Vísir.is skoðanapistil undir fyrirsögn ‚Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu‘ (https://www.visir.is/g/20252785174d/engin-eftirspurn-eftir-vidreisnar-og-samfylkingarmodelinu) þar sem höfundur tekur afstöðu gagnvart breytingum á starfsemi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Vísað er svo í pistilinn í grein sem birtist 16. október sl. (https://www.visir.is/g/20252788497d/leikskolagjold-einstaedra-foreldra-i-reykjavik-gaetu-allt-ad-threfaldast). Það sem vakti athygli mína var þó ekki umræðuefnið sjálft heldur sá hluti röksemdafærslunnar sem snýr að skýrslu Vörðu – rannsóknarstofu vinnumarkaðarins (https://www.rannvinn.is/_files/ugd/61b738_f36265faf5d84940afb99ccb41741c40.pdf). Höfundur pistilsins færir þau rök að ekki eigi að taka mark á rannsókn Vörðu þar sem ekki er um nein vísindaleg rannsókn að ræða. Röksemdafærslan virðist að mestu leyti byggja á þeirri staðreynd að rannsóknin er ekki megindleg. Vísar höfundur meðal annars í eiginleika viðtalsaðferðar: „Rannsóknin byggir á viðtölum við tuttugu foreldra, 20 manns í heilu bæjarfélagi, þar af fimmtán mæður og fimm feður. Engin tölfræðileg mæling, ekkert samanburðarúrtak, engin greining á tekjuhópum eða baklandi.“ Í eigindlegri aðferðafræði vísindarannsókna, sem þessi rannsókn er dæmi um, er markmiðið aldrei að komast að alhæfanlegri þekkingu til dæmis um hversu algengt ákveðið viðhorf er. Með því að ræða við ‚lítinn‘ fjölda fjólks er leitast við að ná djúpum skilningi á því fyrirbæri sem rannsóknin snýr að og ekki síst draga fram sjónarmið ólíkra einstaklinga á málefni. Það er andstæðan við fyrirfram mótaðar spurningar og svör sem eru hluti af megindlegum rannsóknum sem hafa það að markmiði að skilja breiddina frekar en dýptina. Við höfum öll fyllt út spurningalista og upplifað að við viljum breyta spurningunum eða svarmöguleikunum svo þeir passi betur við okkar viðhorf eða reynslu. Eigindleg viðtöl bjóða upp á að kanna betur reynslu fólks í samhengi. Góð skýrsla um eigindlega rannsókn gerir skýra grein fyrir forsendum ransóknarinnar þ.m.t. á hvaða fræðilegum grunni hún byggir og hvers konar framlag hún vill gera. Þegar markmið er að skilja reynslu fólks af fyrirbærum svo sem fyrirkomulagi leikskóla verður rannsakandi helsta rannsóknartólið. Um það hefur mikið verið skrifað og getur fólk kynnt sér það t.d. hjá Taylor, Bogdan og DeVault (2016). Ríkar kröfur um gagnsæi eru gerðar til eigindlegra rannsókna svo tryggja megi trúverðugleika þeirra og því er merkilegt að höfundur pistilsins lýsi skýrslu Vörðu á eftirfarandi hátt: „Þetta er túlkun rannsakanda á frásögnum sem valdar voru inn í ákveðinn ramma. Enda er það viðurkennt í rannsókninni.“ Ekki er um viðurkenningu að ræða, heldur gera höfundar skýrslunnar í kafla 2 grein fyrir markmiðum og aðferðarfræði þ.m.t. hver keypti og vann skýrsluna. Þetta er hefðbundinn þáttur í skýrslum um eigindlegar rannsóknir sem stuðlar að trúverðugleika. Í þessu samhengi er rétt að nefna að stærstu stofnanir á sviði vinnumarkaðsransókna á Norðurlöndum svo sem Fafo í Noregi eru fjármagnaðar að talsverðu leyti af stéttarfélögum enda eru það hagsmunir þeirra að tryggja að þekking liggi fyrir um þau atriði og sjónarmið sem skipta þau máli. Annað dæmi eru samtökin Viðskiptaráð Íslands sem rannsaka ákveðin málefni í tengslum við sjónarmið vinnuveitenda til að koma þeim á dagskrá í samfélagslegri umræðu. Höfundur dregur einnig í efa að sjónarmið þátttakenda í eigindlegum rannsóknum skipti yfir höfuð máli: „Samt er þetta kynnt sem vísindaleg niðurstaða um „áhrif á jafnrétti“ og fabúleringum viðmælenda, sem eiga ekki við nein rök að styðjast, er slegið upp í fyrirsögnum.“ Eigindleg aðferðafræði á rætur sínar að rekja til umræðu um valdatengsl í fræðilegum rannsóknum, þar sem það hefur í gegnum tíðina verið aðallega forréttindafólk sem mótaði þekkingu um samfélagið. Sjónarmið jaðarsettra hópa og minnihlutahópa hafa vegna ýmissa ástæðna ekki alltaf ratað inn í meginstraum þekkingarsköpunar og það getur takmarkað skilning okkar á samfélaginu og þeim áskorunum sem við mætum. Eigindlegar rannsóknir hafa náð að skapa verðmæta þekkingu sem hefur stutt okkur í þeirri viðleitni að bæta samfélagið fyrir öll, t.d. á sviði menntunar og jafnréttis. Það er ekki í samræmi við jafnréttissjónarmið að afgreiða reynslu viðmælenda sem órökréttar fabúleringar, þvert á móti byggja eigindlegar rannsóknir á að virðing sé borin fyrir ólíkum leiðum til að vera til og sjá heiminn með það að markmiði að draga lærdóm af því. Án eigindlegra rannsókna er erfitt að vinna að jafnrétti í samfélaginu, t.d. í skólum eða á vinnustöðum, þar sem jafnrétti snýst ekki um hvað hentar flestum, heldur öllum. Að lokum segir höfundur að „(það séu) fæstir sem gefa sér tíma til að kynna sér „rannsóknina“ eða gera sér grein fyrir því hvernig hún er unnin“. Það er einmitt mikilvægt að fólk kynni sér vel rannsóknarskýrslur til að skilja forsendur og til að geta rætt niðurstöður á viðeigandi hátt. Við þurfum að gera það alltaf, ekki bara þegar skýrsla er fjármögnuð af pólitískum andstæðingum eða byggir á eigindlegri aðferðafræði, því það eykur möguleika okkar til að eiga mikilvæg samtöl um hvernig við getum bætt framtíð okkar allra. Höfundur er prófessor við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Heimildir: Taylor, S.J., Bogdan R. & DeVault, M.L. (2016). Introduction to qualitative research methods: A guidebook and resource, 4. útgáfa. Hoboken, New Jersey: John Wiley & Sons Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 6. október sl. skrifaði Andri Steinn Hilmarsson á Vísir.is skoðanapistil undir fyrirsögn ‚Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu‘ (https://www.visir.is/g/20252785174d/engin-eftirspurn-eftir-vidreisnar-og-samfylkingarmodelinu) þar sem höfundur tekur afstöðu gagnvart breytingum á starfsemi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Vísað er svo í pistilinn í grein sem birtist 16. október sl. (https://www.visir.is/g/20252788497d/leikskolagjold-einstaedra-foreldra-i-reykjavik-gaetu-allt-ad-threfaldast). Það sem vakti athygli mína var þó ekki umræðuefnið sjálft heldur sá hluti röksemdafærslunnar sem snýr að skýrslu Vörðu – rannsóknarstofu vinnumarkaðarins (https://www.rannvinn.is/_files/ugd/61b738_f36265faf5d84940afb99ccb41741c40.pdf). Höfundur pistilsins færir þau rök að ekki eigi að taka mark á rannsókn Vörðu þar sem ekki er um nein vísindaleg rannsókn að ræða. Röksemdafærslan virðist að mestu leyti byggja á þeirri staðreynd að rannsóknin er ekki megindleg. Vísar höfundur meðal annars í eiginleika viðtalsaðferðar: „Rannsóknin byggir á viðtölum við tuttugu foreldra, 20 manns í heilu bæjarfélagi, þar af fimmtán mæður og fimm feður. Engin tölfræðileg mæling, ekkert samanburðarúrtak, engin greining á tekjuhópum eða baklandi.“ Í eigindlegri aðferðafræði vísindarannsókna, sem þessi rannsókn er dæmi um, er markmiðið aldrei að komast að alhæfanlegri þekkingu til dæmis um hversu algengt ákveðið viðhorf er. Með því að ræða við ‚lítinn‘ fjölda fjólks er leitast við að ná djúpum skilningi á því fyrirbæri sem rannsóknin snýr að og ekki síst draga fram sjónarmið ólíkra einstaklinga á málefni. Það er andstæðan við fyrirfram mótaðar spurningar og svör sem eru hluti af megindlegum rannsóknum sem hafa það að markmiði að skilja breiddina frekar en dýptina. Við höfum öll fyllt út spurningalista og upplifað að við viljum breyta spurningunum eða svarmöguleikunum svo þeir passi betur við okkar viðhorf eða reynslu. Eigindleg viðtöl bjóða upp á að kanna betur reynslu fólks í samhengi. Góð skýrsla um eigindlega rannsókn gerir skýra grein fyrir forsendum ransóknarinnar þ.m.t. á hvaða fræðilegum grunni hún byggir og hvers konar framlag hún vill gera. Þegar markmið er að skilja reynslu fólks af fyrirbærum svo sem fyrirkomulagi leikskóla verður rannsakandi helsta rannsóknartólið. Um það hefur mikið verið skrifað og getur fólk kynnt sér það t.d. hjá Taylor, Bogdan og DeVault (2016). Ríkar kröfur um gagnsæi eru gerðar til eigindlegra rannsókna svo tryggja megi trúverðugleika þeirra og því er merkilegt að höfundur pistilsins lýsi skýrslu Vörðu á eftirfarandi hátt: „Þetta er túlkun rannsakanda á frásögnum sem valdar voru inn í ákveðinn ramma. Enda er það viðurkennt í rannsókninni.“ Ekki er um viðurkenningu að ræða, heldur gera höfundar skýrslunnar í kafla 2 grein fyrir markmiðum og aðferðarfræði þ.m.t. hver keypti og vann skýrsluna. Þetta er hefðbundinn þáttur í skýrslum um eigindlegar rannsóknir sem stuðlar að trúverðugleika. Í þessu samhengi er rétt að nefna að stærstu stofnanir á sviði vinnumarkaðsransókna á Norðurlöndum svo sem Fafo í Noregi eru fjármagnaðar að talsverðu leyti af stéttarfélögum enda eru það hagsmunir þeirra að tryggja að þekking liggi fyrir um þau atriði og sjónarmið sem skipta þau máli. Annað dæmi eru samtökin Viðskiptaráð Íslands sem rannsaka ákveðin málefni í tengslum við sjónarmið vinnuveitenda til að koma þeim á dagskrá í samfélagslegri umræðu. Höfundur dregur einnig í efa að sjónarmið þátttakenda í eigindlegum rannsóknum skipti yfir höfuð máli: „Samt er þetta kynnt sem vísindaleg niðurstaða um „áhrif á jafnrétti“ og fabúleringum viðmælenda, sem eiga ekki við nein rök að styðjast, er slegið upp í fyrirsögnum.“ Eigindleg aðferðafræði á rætur sínar að rekja til umræðu um valdatengsl í fræðilegum rannsóknum, þar sem það hefur í gegnum tíðina verið aðallega forréttindafólk sem mótaði þekkingu um samfélagið. Sjónarmið jaðarsettra hópa og minnihlutahópa hafa vegna ýmissa ástæðna ekki alltaf ratað inn í meginstraum þekkingarsköpunar og það getur takmarkað skilning okkar á samfélaginu og þeim áskorunum sem við mætum. Eigindlegar rannsóknir hafa náð að skapa verðmæta þekkingu sem hefur stutt okkur í þeirri viðleitni að bæta samfélagið fyrir öll, t.d. á sviði menntunar og jafnréttis. Það er ekki í samræmi við jafnréttissjónarmið að afgreiða reynslu viðmælenda sem órökréttar fabúleringar, þvert á móti byggja eigindlegar rannsóknir á að virðing sé borin fyrir ólíkum leiðum til að vera til og sjá heiminn með það að markmiði að draga lærdóm af því. Án eigindlegra rannsókna er erfitt að vinna að jafnrétti í samfélaginu, t.d. í skólum eða á vinnustöðum, þar sem jafnrétti snýst ekki um hvað hentar flestum, heldur öllum. Að lokum segir höfundur að „(það séu) fæstir sem gefa sér tíma til að kynna sér „rannsóknina“ eða gera sér grein fyrir því hvernig hún er unnin“. Það er einmitt mikilvægt að fólk kynni sér vel rannsóknarskýrslur til að skilja forsendur og til að geta rætt niðurstöður á viðeigandi hátt. Við þurfum að gera það alltaf, ekki bara þegar skýrsla er fjármögnuð af pólitískum andstæðingum eða byggir á eigindlegri aðferðafræði, því það eykur möguleika okkar til að eiga mikilvæg samtöl um hvernig við getum bætt framtíð okkar allra. Höfundur er prófessor við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Heimildir: Taylor, S.J., Bogdan R. & DeVault, M.L. (2016). Introduction to qualitative research methods: A guidebook and resource, 4. útgáfa. Hoboken, New Jersey: John Wiley & Sons
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun