Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. október 2025 15:00 Áfangastaðurinn var Akureyrarflugvöllur en vegna bilunar í flugvélinni var henni lent á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Tryggvi Flugvél á vegum Heimsferða sem lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrarflugvallar í byrjun viku breytti um stefnu vegna vélarbilunar en ekki veðurs á áfangastað. Framkvæmdastjóri Heimsferða segir að um misskilning hafi verið að ræða. Á mánudag var rætt við hjón í Svarfaðardal sem voru á leið heim frá Tenerife til Akureyrar með Heimsferðum sem nýtir sér flugþjónustu Neos. Fyrst var vélinni seinkað um um það bil sex klukkustundir og síðan þegar loks var haldið af stað til Íslands var tilkynnt að ekki yrði lent á Akureyrarflugvelli líkt og stóð til heldur í Keflavík. „Við vorum að fara með eldri borgara til Kanaríeyja á sunnudagsmorgun. Síðan var staðan á Akureyrarflugvelli þannig að það var svo mikill hliðarvindur í háloftunum. Svo í stað þess að fara um morguninn þá gátu þeir lent klukkan 11:10 og svo þurftu þeir að bíða eftir að vindinn lægði,“ segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Flugvélin átti að taka á loft klukkan átta um morguninn en svo fór að ekki var lagt af stað fyrr en rúmlega tvö. Hún flaug til Kanaríeyja með farþegana og var síðan flogið yfir til Tenerife til að flytja hjónin Unni Valgeirsdóttur og Klemenz Bjarka Gunnarsson og aðra ferðalanga aftur til Akureyrar. Þess vegna hafi verið seinkun til að byrja með að sögn Tómasar. „Klukkustund fyrir lendingu var okkur sagt að búið væri að breyta stefnu vélarinnar. Við værum á leiðinni til Keflavíkur vegna óhagstæðra veðurskilyrða á Akureyri,“ sagði Unnur á mánudag. Í svari við því segir Tómas hins vegar að um misskilning hafi verið að ræða. Á leiðinni heim hafi komið upp tæknilegir örðugleikar og þurfti flugmaðurinn að lenda á nærsta flugvelli öryggisins vegna. „Þegar um klukkustund var eftir til Akureyrar byrjaði viðvörunarljós að blikka í flugvélinni og var það mat flugstjórans að öruggast væri að forsvarsmenn Neos og sú ákvörðun að lenda í Keflavík hafi verið rétt metin. Í ljós kom bilun og þurfti því vélin að fara í skoðun,“ segir í skilaboðum sem Tómas sendi á farþegana fyrir hönd Heimsferða og biðst þar afsökunar á seinkuninni. Hann segir að útskýringar um slæm veðurskilyrði á Akureyri væru misskilningur. Vissulega hefðu verið slæm veðurskilyrði þegar vélin átti að fara af stað á sunnudagsmorgun en bilun í vélinni var ástæðan fyrir breyttum áfangastað. Tómas sagði engan hafa haft samband við Heimsferðir í kjölfar afsökunarbeiðninnar sem þau sendu á farþegana. Ferðalög Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Á mánudag var rætt við hjón í Svarfaðardal sem voru á leið heim frá Tenerife til Akureyrar með Heimsferðum sem nýtir sér flugþjónustu Neos. Fyrst var vélinni seinkað um um það bil sex klukkustundir og síðan þegar loks var haldið af stað til Íslands var tilkynnt að ekki yrði lent á Akureyrarflugvelli líkt og stóð til heldur í Keflavík. „Við vorum að fara með eldri borgara til Kanaríeyja á sunnudagsmorgun. Síðan var staðan á Akureyrarflugvelli þannig að það var svo mikill hliðarvindur í háloftunum. Svo í stað þess að fara um morguninn þá gátu þeir lent klukkan 11:10 og svo þurftu þeir að bíða eftir að vindinn lægði,“ segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Flugvélin átti að taka á loft klukkan átta um morguninn en svo fór að ekki var lagt af stað fyrr en rúmlega tvö. Hún flaug til Kanaríeyja með farþegana og var síðan flogið yfir til Tenerife til að flytja hjónin Unni Valgeirsdóttur og Klemenz Bjarka Gunnarsson og aðra ferðalanga aftur til Akureyrar. Þess vegna hafi verið seinkun til að byrja með að sögn Tómasar. „Klukkustund fyrir lendingu var okkur sagt að búið væri að breyta stefnu vélarinnar. Við værum á leiðinni til Keflavíkur vegna óhagstæðra veðurskilyrða á Akureyri,“ sagði Unnur á mánudag. Í svari við því segir Tómas hins vegar að um misskilning hafi verið að ræða. Á leiðinni heim hafi komið upp tæknilegir örðugleikar og þurfti flugmaðurinn að lenda á nærsta flugvelli öryggisins vegna. „Þegar um klukkustund var eftir til Akureyrar byrjaði viðvörunarljós að blikka í flugvélinni og var það mat flugstjórans að öruggast væri að forsvarsmenn Neos og sú ákvörðun að lenda í Keflavík hafi verið rétt metin. Í ljós kom bilun og þurfti því vélin að fara í skoðun,“ segir í skilaboðum sem Tómas sendi á farþegana fyrir hönd Heimsferða og biðst þar afsökunar á seinkuninni. Hann segir að útskýringar um slæm veðurskilyrði á Akureyri væru misskilningur. Vissulega hefðu verið slæm veðurskilyrði þegar vélin átti að fara af stað á sunnudagsmorgun en bilun í vélinni var ástæðan fyrir breyttum áfangastað. Tómas sagði engan hafa haft samband við Heimsferðir í kjölfar afsökunarbeiðninnar sem þau sendu á farþegana.
Ferðalög Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira