Enski boltinn

Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd

Sindri Sverrisson skrifar
Mohamed Salah er að sjálfsögðu með mark á listanum.
Mohamed Salah er að sjálfsögðu með mark á listanum. Getty

Glæsilegar bakfallsspyrnur og bombur frá Gerrard og Scholes eru á meðal tíu bestu markanna sem skoruð hafa verið í rimmum Liverpool og Manchester United í gegnum tíðina.

Liverpool og United mætast á Anfield á sunnudaginn klukkan 15:30, í beinni útsendingu á Sýn Sport. Fimm stigum munar á liðunum en Liverpool er í 2. sæti og United í því tíunda.

Liðin hafa marga hildina háð og hér að neðan má sjá tíu af bestu mörkunum úr þessum leikjum, og hver veit nema að enn glæsilegri mörk bætist við á sunnudaginn.

Klippa: Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd

Upphitun fyrir leikinn hefst á Sýn Sport klukkan 14:45 á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir upp­gjör ensku risanna

Liverpool og Manchester United mætast á sunnudaginn í uppgjöri erkifjendanna sem jafnframt eru sigursælustu fótboltalið Englands. Hatrið á milli liðanna á sér langa sögu og mikið er í húfi í stórleiknum á Anfield, eins og fjallað er um í frábæru upphitunarmyndbandi frá ensku úrvalsdeildinni sem ætti að koma öllum í rétta gírinn.

Mamardashvili í markinu gegn United

Brasilíski markvörðurinn Alisson verður ekki með Liverpool í stórleiknum gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Sjáðu öll mörk Salahs gegn United

Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×