Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar 18. október 2025 07:31 Atburðir síðustu daga hafa vakið upp í mér sársauka sem ég hélt að væri löngu farinn. Minning sem ég taldi mig hafa kyngt og grafið djúpt. En þannig virka áföll ekki. Þau liggja í dvala, eins og hljóð sem bíður þess að fá að bergmála aftur. Þegar eitthvað í umheiminum snertir sömu tíðni, vaknar það og líkaminn man það sem hugurinn reyndi að gleyma. Ég starfaði áður sem lögreglumaður. Það var starf sem ég var stoltur af, en líka starf sem markaði djúp spor í mig. Ég vann lengi í lögreglunni og sá margt í mínu gamla starfi, en það er samt eitt atvik sem situr enn djúpt í mér. Það eru liðin um ellefu ár síðan atvikið átti sér stað. Ég var á vakt á höfuðborgarsvæðinu þegar útkall barst um manneskju í lífshættu. Við settum bláu ljósin á og ókum eins hratt og við máttum. Þegar við komum á vettvang, örfáum augnablikum á undan sjúkraflutningamönnunum, hlupum við inn í íbúðina. Þar blasti við okkur drengur á grunnskólaaldri sem hafði tekið eigið líf og systir hans hélt undir fætur hans og reyndi að bjarga honum. Ég man lyktina, þögnina á undan ópinu og hvernig tíminn stoppaði. Síðan komu ættingjar og faðirinn fyrstur. Ég sá hvernig hann brotnaði þegar hann áttaði sig á því hvað hafði gerst. Það hljóð sem kom frá honum var ekki grátur, heldur djúpt og hrátt hljóð sem fór í gegnum mann eins og raflost. En það sem ég gleymi aldrei er þegar hann hringdi í eiginkonu sína til að segja henni frá. Ég heyrði örvæntinguna í rödd hans og svo öskrið úr símanum þegar móðirin skildi hvað hann var að reyna að segja. Það hljóð hefur fylgt mér allar götur síðan. Það sem ég hef oft velt fyrir mér í kjölfar þessa atviks er hvers vegna ég endaði með ættingjunum. Ég var í raun reynslumeiri lögreglumaðurinn á vettvangi og hefði eðlilega átt að vera þar sem hörmungarnar áttu sér stað. En það varð öðruvísi. Það var eins og örlögin hefðu ráðið því að ég yrði sá sem sat eftir með fjölskyldunni, sá sem hlustaði, sá sem hélt ró þegar aðrir misstu tökin. Í dag velti ég því fyrir mér hvort það hafi kannski átt að vera þannig. Kannski var þetta ekki tilviljun heldur hluti af lífi mínu sem kennir mér enn í dag um mannleg tengsl, um sorg, og um það hvernig við bregðumst við þegar hjarta annars brotnar fyrir framan okkur. Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp en ég þerraði þau áður en þau komu fram. Ég sagði við sjálfan mig að ég yrði að halda andliti, vera fagmanneskjan í herberginu, kletturinn sem aðrir gátu hallað sér að. Ég reyndi að gera það sem rétt var, en það kostaði mig meira en ég vissi þá. Ég hélt áfram að lifa eins og ekkert hefði gerst. En það gerðist og það gerðist innra með mér. Það er oft sagt að tíminn lækni sárin, en áfallareynsla fylgir ekki þeirri reglu. Áfall er ekki bara það sem gerðist, það er það sem heldur áfram að gerast innra með manni. Það er þegar líkaminn festist í stundinni, þegar hugurinn reynir að halda áfram en taugakerfið man. Það getur tekið mánuði, ár, jafnvel áratugi að skynja að maður er enn að bregðast við einhverju sem átti sér stað fyrir löngu síðan. Þess vegna kemur sársaukinn stundum aftur fram þegar maður á síst von á því. Áföll í störfum eins og lögreglu eru sjaldnast einstök atvik. Þau hlaðast upp. Þau verða að ósögðum minningum sem safnast fyrir. Sem lögreglumenn verðum við alltof oft vitni að sorgum annarra, við höldum utan um þá sem brotna en gleymum að einhver þurfi líka að halda utan um okkur. Fagmennska er mikilvæg, en þegar hún verður varnarlag gegn eigin tilfinningum, þá byrjar hún að naga mann að innan. Þetta er ekki saga um vorkunn. Ég skrifa ekki til að fá samúð, heldur vegna þess að ég veit að ég er ekki einn. Ég veit að margir sem starfa í lögreglu, heilbrigðisþjónustu eða björgunarsveitum bera með sér reynslu sem þeir hafa aldrei fengið að vinna úr. Þeir hafa kyngt henni í þögn, í þeirri trú að það sé hluti af starfinu. En það er ekki hluti af starfinu, það er hluti af menningunni og menningu má breyta. Við þurfum að tala um þetta. Við þurfum að skapa rými þar sem lögreglumenn, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn o.fl. geta unnið úr reynslu sinni án þess að óttast fordóma eða faglegt vantraust. Handleiðsla og sálræn eftirfylgni eiga ekki að vera forréttindi, þau eiga að vera hluti af starfsháttum. Því það sem ekki er nefnt með orðum verður að ósýnilegri byrði og enginn maður getur borið slíka ábyrgð einn til lengdar. Embættin og stjórnendur þurfa líka að axla ábyrgð. Það er ekki nóg að segja „við bjóðum upp á stuðning“ ef menningin hvetur fólk til að vera harðbrjósta. Það þarf að breyta skilgreiningu fagmennskunnar sjálfrar til að hún felist ekki í því að halda öllu niðri heldur að viðurkenna mannleg mörk og hlúa að þeim. Það þarf að kenna mönnum að þögn sé ekki styrkur heldur stundum merki um sár sem ekki hefur fengið rödd. Enn berast mér raddir þeirra í huganum, faðirinn sem reyndi að tala, móðirin sem hrópaði í gegnum símann. Þau hljóð sitja eftir, en í dag heyri ég þau öðruvísi. Ég heyri þau ekki með sekt eða sársauka, heldur með virðingu og mildi. Þau minna mig á hversu brothætt lífið er og hversu dýrmætt það er þegar við þorum að finna til. Því það er engin skömm að því að verða fyrir áhrifum. Það er sönnun þess að maður sé enn lifandi, enn manneskja. Kannski er það lærdómurinn af þessu öllu, ekki að áföllin kenni okkur beint, heldur að þau neyði okkur til að staldra við og fara dýpra. Þau opna á mannlegan skilning sem við myndum annars aldrei ná. Þau minna okkur á að þora að vera mjúk í hörðu starfi, því sannur styrkur felst í mannleikanum sjálfum. Því á endanum er það ekki harðneskjan sem gerir okkur hæfa til að hjálpa öðrum, heldur hjartað. Höfundur er mannvinur og kennari. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Geðheilbrigði Lögreglan Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Atburðir síðustu daga hafa vakið upp í mér sársauka sem ég hélt að væri löngu farinn. Minning sem ég taldi mig hafa kyngt og grafið djúpt. En þannig virka áföll ekki. Þau liggja í dvala, eins og hljóð sem bíður þess að fá að bergmála aftur. Þegar eitthvað í umheiminum snertir sömu tíðni, vaknar það og líkaminn man það sem hugurinn reyndi að gleyma. Ég starfaði áður sem lögreglumaður. Það var starf sem ég var stoltur af, en líka starf sem markaði djúp spor í mig. Ég vann lengi í lögreglunni og sá margt í mínu gamla starfi, en það er samt eitt atvik sem situr enn djúpt í mér. Það eru liðin um ellefu ár síðan atvikið átti sér stað. Ég var á vakt á höfuðborgarsvæðinu þegar útkall barst um manneskju í lífshættu. Við settum bláu ljósin á og ókum eins hratt og við máttum. Þegar við komum á vettvang, örfáum augnablikum á undan sjúkraflutningamönnunum, hlupum við inn í íbúðina. Þar blasti við okkur drengur á grunnskólaaldri sem hafði tekið eigið líf og systir hans hélt undir fætur hans og reyndi að bjarga honum. Ég man lyktina, þögnina á undan ópinu og hvernig tíminn stoppaði. Síðan komu ættingjar og faðirinn fyrstur. Ég sá hvernig hann brotnaði þegar hann áttaði sig á því hvað hafði gerst. Það hljóð sem kom frá honum var ekki grátur, heldur djúpt og hrátt hljóð sem fór í gegnum mann eins og raflost. En það sem ég gleymi aldrei er þegar hann hringdi í eiginkonu sína til að segja henni frá. Ég heyrði örvæntinguna í rödd hans og svo öskrið úr símanum þegar móðirin skildi hvað hann var að reyna að segja. Það hljóð hefur fylgt mér allar götur síðan. Það sem ég hef oft velt fyrir mér í kjölfar þessa atviks er hvers vegna ég endaði með ættingjunum. Ég var í raun reynslumeiri lögreglumaðurinn á vettvangi og hefði eðlilega átt að vera þar sem hörmungarnar áttu sér stað. En það varð öðruvísi. Það var eins og örlögin hefðu ráðið því að ég yrði sá sem sat eftir með fjölskyldunni, sá sem hlustaði, sá sem hélt ró þegar aðrir misstu tökin. Í dag velti ég því fyrir mér hvort það hafi kannski átt að vera þannig. Kannski var þetta ekki tilviljun heldur hluti af lífi mínu sem kennir mér enn í dag um mannleg tengsl, um sorg, og um það hvernig við bregðumst við þegar hjarta annars brotnar fyrir framan okkur. Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp en ég þerraði þau áður en þau komu fram. Ég sagði við sjálfan mig að ég yrði að halda andliti, vera fagmanneskjan í herberginu, kletturinn sem aðrir gátu hallað sér að. Ég reyndi að gera það sem rétt var, en það kostaði mig meira en ég vissi þá. Ég hélt áfram að lifa eins og ekkert hefði gerst. En það gerðist og það gerðist innra með mér. Það er oft sagt að tíminn lækni sárin, en áfallareynsla fylgir ekki þeirri reglu. Áfall er ekki bara það sem gerðist, það er það sem heldur áfram að gerast innra með manni. Það er þegar líkaminn festist í stundinni, þegar hugurinn reynir að halda áfram en taugakerfið man. Það getur tekið mánuði, ár, jafnvel áratugi að skynja að maður er enn að bregðast við einhverju sem átti sér stað fyrir löngu síðan. Þess vegna kemur sársaukinn stundum aftur fram þegar maður á síst von á því. Áföll í störfum eins og lögreglu eru sjaldnast einstök atvik. Þau hlaðast upp. Þau verða að ósögðum minningum sem safnast fyrir. Sem lögreglumenn verðum við alltof oft vitni að sorgum annarra, við höldum utan um þá sem brotna en gleymum að einhver þurfi líka að halda utan um okkur. Fagmennska er mikilvæg, en þegar hún verður varnarlag gegn eigin tilfinningum, þá byrjar hún að naga mann að innan. Þetta er ekki saga um vorkunn. Ég skrifa ekki til að fá samúð, heldur vegna þess að ég veit að ég er ekki einn. Ég veit að margir sem starfa í lögreglu, heilbrigðisþjónustu eða björgunarsveitum bera með sér reynslu sem þeir hafa aldrei fengið að vinna úr. Þeir hafa kyngt henni í þögn, í þeirri trú að það sé hluti af starfinu. En það er ekki hluti af starfinu, það er hluti af menningunni og menningu má breyta. Við þurfum að tala um þetta. Við þurfum að skapa rými þar sem lögreglumenn, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn o.fl. geta unnið úr reynslu sinni án þess að óttast fordóma eða faglegt vantraust. Handleiðsla og sálræn eftirfylgni eiga ekki að vera forréttindi, þau eiga að vera hluti af starfsháttum. Því það sem ekki er nefnt með orðum verður að ósýnilegri byrði og enginn maður getur borið slíka ábyrgð einn til lengdar. Embættin og stjórnendur þurfa líka að axla ábyrgð. Það er ekki nóg að segja „við bjóðum upp á stuðning“ ef menningin hvetur fólk til að vera harðbrjósta. Það þarf að breyta skilgreiningu fagmennskunnar sjálfrar til að hún felist ekki í því að halda öllu niðri heldur að viðurkenna mannleg mörk og hlúa að þeim. Það þarf að kenna mönnum að þögn sé ekki styrkur heldur stundum merki um sár sem ekki hefur fengið rödd. Enn berast mér raddir þeirra í huganum, faðirinn sem reyndi að tala, móðirin sem hrópaði í gegnum símann. Þau hljóð sitja eftir, en í dag heyri ég þau öðruvísi. Ég heyri þau ekki með sekt eða sársauka, heldur með virðingu og mildi. Þau minna mig á hversu brothætt lífið er og hversu dýrmætt það er þegar við þorum að finna til. Því það er engin skömm að því að verða fyrir áhrifum. Það er sönnun þess að maður sé enn lifandi, enn manneskja. Kannski er það lærdómurinn af þessu öllu, ekki að áföllin kenni okkur beint, heldur að þau neyði okkur til að staldra við og fara dýpra. Þau opna á mannlegan skilning sem við myndum annars aldrei ná. Þau minna okkur á að þora að vera mjúk í hörðu starfi, því sannur styrkur felst í mannleikanum sjálfum. Því á endanum er það ekki harðneskjan sem gerir okkur hæfa til að hjálpa öðrum, heldur hjartað. Höfundur er mannvinur og kennari. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun