Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar 19. október 2025 14:00 Á himninum hrannast upp óveðursskýin og íþróttahreyfingin gerir hvað hún getur til að benda yfirvöldum landsins, ríki og sveitarfélögum á það hvað er að gerast. Eins og oft áður þá gengur hægt að fá athygli frá þessum aðilum, hvað þá aðgerðir. Umhverfi okkar sem störfum í hreyfingunni hefur sjaldan verið erfiðara. Við gerum okkur grein fyrir ábyrgð okkar á því að skipuleggja íþróttastarf fyrir börn og unglinga, félagsstarf ofl. Því leggjum við áherslu á það að vera með vel menntaða þjálfara, fagmenntað starfsfólk og viðbragðsáætlanir til taks ef eitthvað út af ber. Til að tryggja það að allir geti tekið þátt er síðan reynt að hafa æfinga og þátttökugjöld ekki of há svo þau komi ekki í veg fyrir þátttöku, þrátt fyrir að þau þá dugi ekki fyrir þeim kostnaði. Hvað er þá til ráða? Jú, hækka æfinga- og þátttökugjöld svo þau dugi fyrir rekstri, barna og unglingastarfsins, fjáraflanir eða sækjast eftir stuðning yfirvalda, sem á tillidögum, mæra starf hreyfingarinnar og nauðsyn hennar, fyrir æsku landsins. Dæmi eru um að innheimt æfingagjöld hjá sumum félögum dugi aðeins fyrir 60-70% af kostnaði við þjálfun, barna og unglinga. Það er deginum ljósara að eitthvað verður að breytast. Fjáraflanir íþróttafélaga, eingöngu til að halda daglegu starfi gangandi er ekki boðlegt og enginn fæst til að taka þátt í því. Sífellt erfiðara er að fá fólk til sjálfboðaliðastarfs og dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunar verkefnum s.s mótahaldi hjá félögum, til lækkunar æfingagjalda. Hér hef ég eingöngu horft á barna og unglingastarf, en ef við horfum á meistaraflokkastarf, þá er myndin allt önnur og mun verri. En það starf er jafn nauðsynlegt og framhald af barna og unglingastarfinu og markmið margra að komst þangað og síðan í landslið eða atvinnumennsku erlendis. Staðan er sú að við í íþróttahreyfingunni ítrekum ósk okkar um að yfirvöld taki alvarlega það sem við erurm að benda á og taki við okkur samtalið um umhverfi hreyfingarinnar, skattamál, fjármál, lagaumhverfi, fjárframlög ofl. Ef ekkert verður að gert þá kemur að því að mörg íþróttafélög hætta starfsemi, skella í lás og bjóða sveitarfélögunum að taka við þessu starfi, því áfram verður gerð krafa um að íþróttastarf verði í boði í nærumhverfinu. Höfundur er formaður Ungmennafélags Selfoss og stjórnarmaður í Ungmennafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Á himninum hrannast upp óveðursskýin og íþróttahreyfingin gerir hvað hún getur til að benda yfirvöldum landsins, ríki og sveitarfélögum á það hvað er að gerast. Eins og oft áður þá gengur hægt að fá athygli frá þessum aðilum, hvað þá aðgerðir. Umhverfi okkar sem störfum í hreyfingunni hefur sjaldan verið erfiðara. Við gerum okkur grein fyrir ábyrgð okkar á því að skipuleggja íþróttastarf fyrir börn og unglinga, félagsstarf ofl. Því leggjum við áherslu á það að vera með vel menntaða þjálfara, fagmenntað starfsfólk og viðbragðsáætlanir til taks ef eitthvað út af ber. Til að tryggja það að allir geti tekið þátt er síðan reynt að hafa æfinga og þátttökugjöld ekki of há svo þau komi ekki í veg fyrir þátttöku, þrátt fyrir að þau þá dugi ekki fyrir þeim kostnaði. Hvað er þá til ráða? Jú, hækka æfinga- og þátttökugjöld svo þau dugi fyrir rekstri, barna og unglingastarfsins, fjáraflanir eða sækjast eftir stuðning yfirvalda, sem á tillidögum, mæra starf hreyfingarinnar og nauðsyn hennar, fyrir æsku landsins. Dæmi eru um að innheimt æfingagjöld hjá sumum félögum dugi aðeins fyrir 60-70% af kostnaði við þjálfun, barna og unglinga. Það er deginum ljósara að eitthvað verður að breytast. Fjáraflanir íþróttafélaga, eingöngu til að halda daglegu starfi gangandi er ekki boðlegt og enginn fæst til að taka þátt í því. Sífellt erfiðara er að fá fólk til sjálfboðaliðastarfs og dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunar verkefnum s.s mótahaldi hjá félögum, til lækkunar æfingagjalda. Hér hef ég eingöngu horft á barna og unglingastarf, en ef við horfum á meistaraflokkastarf, þá er myndin allt önnur og mun verri. En það starf er jafn nauðsynlegt og framhald af barna og unglingastarfinu og markmið margra að komst þangað og síðan í landslið eða atvinnumennsku erlendis. Staðan er sú að við í íþróttahreyfingunni ítrekum ósk okkar um að yfirvöld taki alvarlega það sem við erurm að benda á og taki við okkur samtalið um umhverfi hreyfingarinnar, skattamál, fjármál, lagaumhverfi, fjárframlög ofl. Ef ekkert verður að gert þá kemur að því að mörg íþróttafélög hætta starfsemi, skella í lás og bjóða sveitarfélögunum að taka við þessu starfi, því áfram verður gerð krafa um að íþróttastarf verði í boði í nærumhverfinu. Höfundur er formaður Ungmennafélags Selfoss og stjórnarmaður í Ungmennafélagi Íslands.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun