Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar 20. október 2025 07:31 Ég spurði ChatGPT um daginn hvaða erlendu þjóðernishópar væru líklegastir til að vera atvinnulausir hérlendis. Svarið kom að vörmu spori, þetta væru Pólverjar. Ég spurði um heimildir og var vísað á skýrslu Vinnumálastofnunar þar sem þetta kæmi fram. Í skýrslunni kemur að vísu fram að Pólverjar séu stærsti hluti erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá, en þetta segir hins vegar ekkert um hversu líklegir þeir séu til að vera atvinnulausir, til þess þyrfti að deila fjöldanum með heildarfjölda pólskra ríkisborgara sem hér eru búsettir og bera niðurstöðuna saman við sömu niðurstöðu fyrir önnur þjóðerni. Ég spurði svo um þróun verðlags og launa árið 2024. Gervigreindin staðhæfði að ársverðbólga 2024 hefði verið 5,86% á árinu og launavísitala hefði hækkað um 6,3%. Síðari talan er rétt og byggir á gögnum Hagstofu Íslands. Sú fyrri er röng og þegar að er gáð er hún sótt á erlenda vefsíðu, en ekki kemur fram hvaðan gögnin eru fengin. Rangar upplýsingar í veldisvexti Eftir að notkun stórra mállíkana tók að breiðast út notar fólk þau í síauknum mæli til að afla sér upplýsinga um allt milli himins og jarðar. Tilhneigingin til að líta á gervigreind sem eins konar véfrétt er sterk. En eins og fyrrnefnd dæmi sýna er oft varasamt að treysta því sem frá henni kemur. En rangar upplýsingar, fengnar með þessum hætti, fara æ oftar í dreifingu og geta haft áhrif á skoðanamyndun og ákvarðanatöku. Það hefur aldrei verið hörgull á röngum upplýsingum né á aðilum sem misnota og bjaga gögn í einhverju skyni, hvað þá á þeim sem misskilja þau. En nú þegar mállíkönin eru komin til sögunnar hefur magn rangra eða óáreiðanlegra upplýsinga margfaldast. Hættan á að þær séu lagðar til grundvallar við ákvarðanatöku hefur einnig aukist verulega. Hvers vegna tökum við mark á gervigreindinni? Meginástæðurnar fyrir þessari hættu eru þrjár. Sú fyrsta er sú hversu snögg líkönin eru að bregðast við og matreiða slíkar upplýsingar og auðvelda okkur þannig lífið. Önnur ástæðan er sú hversu trúverðug svörin virðast. Hin þriðja er sú að vegna þess hversu mjög samtöl við líkönin líkjast samtölum við annað fólk göngum við gjarna ómeðvitað út frá því að eins og við geri líkönin greinarmun á því hvað sé rétt og hvað ekki. En þetta eru þau alveg ófær um að gera, því mállíkön spá aðeins fyrir um næsta orð í setningu og spáin byggir á líkum sem grundvallast á gögnunum sem þau hafa verið þjálfuð á. Og það sem verra er er að í rauninni er engin leið að átta sig nákvæmlega á því hvað hafi farið úrskeiðis, hvers vegna svarið sé rangt. Gagnvart gervigreindinni erum við því gjarnan í svipaðri stöðu og sá sem vinnur með tölfræðilegt líkan sem orðið er svo flókið að hann skilur ekki almennilega lengur hvernig það virkar. Í báðum tilfellum er það lykilatriði að hugsa gagnrýnið um útkomuna og bera saman við áþreifanlegar staðreyndir. Þessi villuhætta breytir því auðvitað ekki að gervigreindarlíkön eru afar nytsamleg til margra hluta. Þau geta hjálpað okkur að draga saman aðalatriðin í langri skýrslu, aðstoðað við forritun og hjálpað okkur að skrifa texta svo fátt eitt sé nefnt. En að nota þau til upplýsingaöflunar um tölulegar staðreyndir er varasamt og það sýnir sig aftur og aftur. Mikilvægi opinberra gagna Í dag, 20. október er Alþjóðlegi tölfræðidagurinn. Tilgangur hans er að vekja athygli á mikilvægi tölfræðinnar og traustra gagna. Töluleg gögn hafa lykilþýðingu í daglegu lífi okkar. Vaxtastig grundvallast á gögnum um verðlagsþróun, ákvarðanir um opinber útgjöld til mismunandi málaflokka byggja á gögnum sem gefa til kynna þjónustuþörf og þróun hennar, launin okkar byggja á gögnum um almenna þróun launa og verðlags, bara svo fáein dæmi séu nefnd. Allt eru þetta gögn sem safnað er af opinberum aðilum og þar leikur Hagstofa Íslands lykilhlutverk. Hvort sem gögnin eru fengin frá öðrum eða safnað með könnunum eru þau ávallt meðhöndluð og unnið úr þeim samkvæmt alþjóðlegum gæðastöðlum til að tryggja áreiðanleika þeirra sem best. Þessi opinberu og gæðavottuðu gögn eru yfirleitt aðgengileg á þægilegu formi. Við þurfum að hafa aðeins meira fyrir því að afla þeirra en að spyrja gervigreindina, en sú fyrirhöfn margborgar sig. Tökum upplýstar ákvarðanir Opinber gögn um hagkerfið og samfélagið liggja til grundvallar stórum hluta þeirra ákvarðana sem fyrirtæki og einstaklingar taka, bæði beint og óbeint. Auðvelt er að láta blekkjast af trúverðugum, en röngum upplýsingum sem einfalt og fljótlegt er að afla. Við þurfum öll að vera meðvituð og gæta þess að notast við traustar og óháðar upplýsingaveitur. Þannig stuðlum við að upplýstri ákvarðanatöku. Höfundur er hagfræðingur á greiningarsviði Hagstofu Íslands og sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Gervigreind Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég spurði ChatGPT um daginn hvaða erlendu þjóðernishópar væru líklegastir til að vera atvinnulausir hérlendis. Svarið kom að vörmu spori, þetta væru Pólverjar. Ég spurði um heimildir og var vísað á skýrslu Vinnumálastofnunar þar sem þetta kæmi fram. Í skýrslunni kemur að vísu fram að Pólverjar séu stærsti hluti erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá, en þetta segir hins vegar ekkert um hversu líklegir þeir séu til að vera atvinnulausir, til þess þyrfti að deila fjöldanum með heildarfjölda pólskra ríkisborgara sem hér eru búsettir og bera niðurstöðuna saman við sömu niðurstöðu fyrir önnur þjóðerni. Ég spurði svo um þróun verðlags og launa árið 2024. Gervigreindin staðhæfði að ársverðbólga 2024 hefði verið 5,86% á árinu og launavísitala hefði hækkað um 6,3%. Síðari talan er rétt og byggir á gögnum Hagstofu Íslands. Sú fyrri er röng og þegar að er gáð er hún sótt á erlenda vefsíðu, en ekki kemur fram hvaðan gögnin eru fengin. Rangar upplýsingar í veldisvexti Eftir að notkun stórra mállíkana tók að breiðast út notar fólk þau í síauknum mæli til að afla sér upplýsinga um allt milli himins og jarðar. Tilhneigingin til að líta á gervigreind sem eins konar véfrétt er sterk. En eins og fyrrnefnd dæmi sýna er oft varasamt að treysta því sem frá henni kemur. En rangar upplýsingar, fengnar með þessum hætti, fara æ oftar í dreifingu og geta haft áhrif á skoðanamyndun og ákvarðanatöku. Það hefur aldrei verið hörgull á röngum upplýsingum né á aðilum sem misnota og bjaga gögn í einhverju skyni, hvað þá á þeim sem misskilja þau. En nú þegar mállíkönin eru komin til sögunnar hefur magn rangra eða óáreiðanlegra upplýsinga margfaldast. Hættan á að þær séu lagðar til grundvallar við ákvarðanatöku hefur einnig aukist verulega. Hvers vegna tökum við mark á gervigreindinni? Meginástæðurnar fyrir þessari hættu eru þrjár. Sú fyrsta er sú hversu snögg líkönin eru að bregðast við og matreiða slíkar upplýsingar og auðvelda okkur þannig lífið. Önnur ástæðan er sú hversu trúverðug svörin virðast. Hin þriðja er sú að vegna þess hversu mjög samtöl við líkönin líkjast samtölum við annað fólk göngum við gjarna ómeðvitað út frá því að eins og við geri líkönin greinarmun á því hvað sé rétt og hvað ekki. En þetta eru þau alveg ófær um að gera, því mállíkön spá aðeins fyrir um næsta orð í setningu og spáin byggir á líkum sem grundvallast á gögnunum sem þau hafa verið þjálfuð á. Og það sem verra er er að í rauninni er engin leið að átta sig nákvæmlega á því hvað hafi farið úrskeiðis, hvers vegna svarið sé rangt. Gagnvart gervigreindinni erum við því gjarnan í svipaðri stöðu og sá sem vinnur með tölfræðilegt líkan sem orðið er svo flókið að hann skilur ekki almennilega lengur hvernig það virkar. Í báðum tilfellum er það lykilatriði að hugsa gagnrýnið um útkomuna og bera saman við áþreifanlegar staðreyndir. Þessi villuhætta breytir því auðvitað ekki að gervigreindarlíkön eru afar nytsamleg til margra hluta. Þau geta hjálpað okkur að draga saman aðalatriðin í langri skýrslu, aðstoðað við forritun og hjálpað okkur að skrifa texta svo fátt eitt sé nefnt. En að nota þau til upplýsingaöflunar um tölulegar staðreyndir er varasamt og það sýnir sig aftur og aftur. Mikilvægi opinberra gagna Í dag, 20. október er Alþjóðlegi tölfræðidagurinn. Tilgangur hans er að vekja athygli á mikilvægi tölfræðinnar og traustra gagna. Töluleg gögn hafa lykilþýðingu í daglegu lífi okkar. Vaxtastig grundvallast á gögnum um verðlagsþróun, ákvarðanir um opinber útgjöld til mismunandi málaflokka byggja á gögnum sem gefa til kynna þjónustuþörf og þróun hennar, launin okkar byggja á gögnum um almenna þróun launa og verðlags, bara svo fáein dæmi séu nefnd. Allt eru þetta gögn sem safnað er af opinberum aðilum og þar leikur Hagstofa Íslands lykilhlutverk. Hvort sem gögnin eru fengin frá öðrum eða safnað með könnunum eru þau ávallt meðhöndluð og unnið úr þeim samkvæmt alþjóðlegum gæðastöðlum til að tryggja áreiðanleika þeirra sem best. Þessi opinberu og gæðavottuðu gögn eru yfirleitt aðgengileg á þægilegu formi. Við þurfum að hafa aðeins meira fyrir því að afla þeirra en að spyrja gervigreindina, en sú fyrirhöfn margborgar sig. Tökum upplýstar ákvarðanir Opinber gögn um hagkerfið og samfélagið liggja til grundvallar stórum hluta þeirra ákvarðana sem fyrirtæki og einstaklingar taka, bæði beint og óbeint. Auðvelt er að láta blekkjast af trúverðugum, en röngum upplýsingum sem einfalt og fljótlegt er að afla. Við þurfum öll að vera meðvituð og gæta þess að notast við traustar og óháðar upplýsingaveitur. Þannig stuðlum við að upplýstri ákvarðanatöku. Höfundur er hagfræðingur á greiningarsviði Hagstofu Íslands og sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun