Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar 20. október 2025 08:15 Virðulegi ráðherra, Ég og samstarfsfólk mitt höfum fylgst með áformum stjórnvalda um að leggja niður Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og færa verkefni þess frá sveitafélögum yfir til ríkisins (Matvælastofnunar og Umhverfis- og Orkustofnunar). Þetta eru viðamiklar breytingar sem munu hafa áhrif víða og því gríðarlega mikilvægt að ráðherra málaflokksins og ráðuneyti hans kynni sér vel starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna. Við vitum að áformin hafa verið unnin án fullnægjandi samráðs við sveitarfélög og fagfólk sem sinnir eftirlitinu. Engin heildstæð greining á kostnaði, áhrifum á þjónustu, starfsöryggi né lýðheilsu, liggur fyrir. Slíkt verklag er ófaglegt, það veldur okkur áhyggjum og er óásættanlegt þegar fjallað er um öryggi og grunnþarfir þjóðarinnar. Það er umhugsunarefni að Matvælastofnun og Umhverfis- og Orkustofnun, sem hafa í áratugi haft það hlutverk að samræma starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna og ekki sinnt því sem skyldi, eigi nú að taka við þeim verkefnum sem falla undir heilbrigðiseftirlitin. Komið hefur fram að síðustu ár hafi fjármagn frá ríkinu og raunhæfur stuðningur verið skorinn niður. Umhverfisstofnun var til að mynda lengi með einn starfsmann í hlutastarfi til að sinna samræmingu fyrir eftirlit með hollustuháttum. Þetta fyrirkomulag vakti óhjákvæmilega spurningar um forgangsröðun og ábyrgð ríkisins á þessu mikilvæga málaflokki. Nú kæri ráðherra er lausnin að kollvarpa kerfinu sem hefur verið vanfjármagnað og vansinnt í lengri tíma. Spyr ég þig, hvað mun þessi kollvörpun kosta samfélagið og hvernig mun það koma niður á öryggi íbúa? Virðulegi ráðherra mig langar að upplýsa þig um að eitt af megin hlutverkum Heilbrigðiseftirlits sveitafélaganna er að vernda almenning gegn hættum í umhverfinu. Heilbrigðiseftirlit er heildstætt eftirlit þar sem eftirlitið er út frá mörgum þáttum m.a. rannsaka kvartanir frá íbúum svo sem vegna hávaða, ólykt, taka neysluvatnssýni, bregðast við umhverfisvá, samstarf við Lögreglu, Vinnueftirlit, Eldvarnareftirlit, Byggingafulltrúa og öðrum stofnunum þegar þess gerist þörf. Dæmið um ólöglega matvælageymslu í Sóltúni sýnir hversu brýnt það er að viðhalda staðbundinni nærveru og skjótum viðbrögðum. Heilbrigðiseftirlitið brást við ábendingum almennings og fann tengingu við rekstraraðilann og stöðvaði starfsemi hans en hún var ógn við heilsu almennings. Þetta sýnir að virkt eftirlit í nærumhverfinu er ómetanlegt, eitthvað sem stórar, miðlægar ríkisstofnanir munu ekki geta tryggt með sama hætti. Það er hægt að halda áfram því snertifletir heilbrigðiseftirlitsins ná víða og liggja til margra málaflokka. Það er sérkennilegt að ætla að knýja fram slíkar kerfisbreytingar á svo skömmum tíma án heildstæðrar greiningar á áhrifum og afleiðingum þeirra. Óljóst er hvað verður um umhverfissamþykktir sveitarfélaganna og hver muni hafa vald til að framfylgja þeim, þar sem slíkar samþykktir krefjast skýrra lagaheimilda og stjórnsýsluábyrgðar. Annað dæmi sem kemur í hugann er endurskoðun laga um tóbaksvarnir og eftirlit með nikótínvörum. Hefur verið metið hvernig þessi breyting á skipulagi eftirlits mun hafa áhrif á framkvæmd þess eftirlits? Listinn heldur áfram og því hvet ég þig, virðulegi ráðherra og ráðuneyti þitt til að stíga skref til baka, endurmeta áformin og leggja fram faglega úttekt sem tekur til verkefna, mannauðs, tækjabúnaðar og samfélagslegra áhrifa áður en lengra er haldið. Hvað er það sem þarf að bæta? Þá þarf að tryggja raunverulegt samráð við heilbrigðiseftirlitin, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Að lokum vil ég og samstarfsfólk mitt bjóða þig velkominn í heimsókn til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til að kynnast starfseminni og sjá af eigin raun hversu víðtæk og samfélagslega mikilvæg þessi þjónusta er sem við sinnum. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Virðulegi ráðherra, Ég og samstarfsfólk mitt höfum fylgst með áformum stjórnvalda um að leggja niður Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og færa verkefni þess frá sveitafélögum yfir til ríkisins (Matvælastofnunar og Umhverfis- og Orkustofnunar). Þetta eru viðamiklar breytingar sem munu hafa áhrif víða og því gríðarlega mikilvægt að ráðherra málaflokksins og ráðuneyti hans kynni sér vel starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna. Við vitum að áformin hafa verið unnin án fullnægjandi samráðs við sveitarfélög og fagfólk sem sinnir eftirlitinu. Engin heildstæð greining á kostnaði, áhrifum á þjónustu, starfsöryggi né lýðheilsu, liggur fyrir. Slíkt verklag er ófaglegt, það veldur okkur áhyggjum og er óásættanlegt þegar fjallað er um öryggi og grunnþarfir þjóðarinnar. Það er umhugsunarefni að Matvælastofnun og Umhverfis- og Orkustofnun, sem hafa í áratugi haft það hlutverk að samræma starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna og ekki sinnt því sem skyldi, eigi nú að taka við þeim verkefnum sem falla undir heilbrigðiseftirlitin. Komið hefur fram að síðustu ár hafi fjármagn frá ríkinu og raunhæfur stuðningur verið skorinn niður. Umhverfisstofnun var til að mynda lengi með einn starfsmann í hlutastarfi til að sinna samræmingu fyrir eftirlit með hollustuháttum. Þetta fyrirkomulag vakti óhjákvæmilega spurningar um forgangsröðun og ábyrgð ríkisins á þessu mikilvæga málaflokki. Nú kæri ráðherra er lausnin að kollvarpa kerfinu sem hefur verið vanfjármagnað og vansinnt í lengri tíma. Spyr ég þig, hvað mun þessi kollvörpun kosta samfélagið og hvernig mun það koma niður á öryggi íbúa? Virðulegi ráðherra mig langar að upplýsa þig um að eitt af megin hlutverkum Heilbrigðiseftirlits sveitafélaganna er að vernda almenning gegn hættum í umhverfinu. Heilbrigðiseftirlit er heildstætt eftirlit þar sem eftirlitið er út frá mörgum þáttum m.a. rannsaka kvartanir frá íbúum svo sem vegna hávaða, ólykt, taka neysluvatnssýni, bregðast við umhverfisvá, samstarf við Lögreglu, Vinnueftirlit, Eldvarnareftirlit, Byggingafulltrúa og öðrum stofnunum þegar þess gerist þörf. Dæmið um ólöglega matvælageymslu í Sóltúni sýnir hversu brýnt það er að viðhalda staðbundinni nærveru og skjótum viðbrögðum. Heilbrigðiseftirlitið brást við ábendingum almennings og fann tengingu við rekstraraðilann og stöðvaði starfsemi hans en hún var ógn við heilsu almennings. Þetta sýnir að virkt eftirlit í nærumhverfinu er ómetanlegt, eitthvað sem stórar, miðlægar ríkisstofnanir munu ekki geta tryggt með sama hætti. Það er hægt að halda áfram því snertifletir heilbrigðiseftirlitsins ná víða og liggja til margra málaflokka. Það er sérkennilegt að ætla að knýja fram slíkar kerfisbreytingar á svo skömmum tíma án heildstæðrar greiningar á áhrifum og afleiðingum þeirra. Óljóst er hvað verður um umhverfissamþykktir sveitarfélaganna og hver muni hafa vald til að framfylgja þeim, þar sem slíkar samþykktir krefjast skýrra lagaheimilda og stjórnsýsluábyrgðar. Annað dæmi sem kemur í hugann er endurskoðun laga um tóbaksvarnir og eftirlit með nikótínvörum. Hefur verið metið hvernig þessi breyting á skipulagi eftirlits mun hafa áhrif á framkvæmd þess eftirlits? Listinn heldur áfram og því hvet ég þig, virðulegi ráðherra og ráðuneyti þitt til að stíga skref til baka, endurmeta áformin og leggja fram faglega úttekt sem tekur til verkefna, mannauðs, tækjabúnaðar og samfélagslegra áhrifa áður en lengra er haldið. Hvað er það sem þarf að bæta? Þá þarf að tryggja raunverulegt samráð við heilbrigðiseftirlitin, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Að lokum vil ég og samstarfsfólk mitt bjóða þig velkominn í heimsókn til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til að kynnast starfseminni og sjá af eigin raun hversu víðtæk og samfélagslega mikilvæg þessi þjónusta er sem við sinnum. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun