Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2025 08:44 Andrés prins er yngstri bróðir Karls III. EPA Almenningur og þingmenn á Bretlandseyjum krefjast þess nú að gripið verði til aðgerða vegna framgöngu Andrésar Bretaprins, sem hefur verið viðriðin hvert hneykslismálið á fætur öðru. Greint var frá því á föstudag að Andrés hefði afsalað sér öllum titlum vegna uppljóstrana í nýútkominni bók Virginiu Giuffre, þar sem hún lýsir meintum kynnum sínum af prinsinum og þeim kynlífsathöfnum sem hún var látin taka þátt í með honum þegar hún var aðeins 17 ára. Andrés heldur titlinum „prins“, þar sem hann fékk hann við fæðingu sem sonur Elísabetar II en kallað hefur verið eftir því að þingið eða konungurinn fái heimild til að breyta því. Staða Andrésar versnaði enn um helgina þegar Mail on Sunday birti skilaboð sem prinsinn sendi til Ed Perkins, aðstoðar fjölmiðlafulltrúa drottningarinnar, árið 2011. Þar sagðist hann hafa falið einum af lífvörðum sínum að afla upplýsinga um Giuffre. Prinsinn er sagður hafa fengið lífverðinum fæðingardag Giuffre og persónunúmer en skilaboðin til Perkins voru send aðeins klukkustundum áður en alræmd mynd af honum og Giuffre var birt opinberlega. Þá hefur Mail on Sunday einnig undir höndum tölvupóst sem virðist gefa til kynna að Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar, hafi heimsótt Jeffrey Epstein í New York ásamt dætrum sínum eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Yfir þúsund manns eru sagðir hafa ritað þingmönnum sínum bréf yfir helgina og hvatt til rannsóknar á tengslum Andrésar og konungsfjölskyldunnar við Epstein, annað hvort að hálfu þingsins eða óháðs aðila. Sumir krefjast lögreglurannsóknar. Lögregluyfirvöld í Lundúnum segjast hafa hafið rannsókn á ásökununum sem birtust í Mail on Sunday en Graham Smith, einn af talsmönnum baráttusamtakanna Republic, segir því ósvarað hvers vegna lögreglan hefur ekki rannsakað aðrar ásakanir gegn Andrési. Þá segir hann ekki trúanlegt að konungsfjölskyldan hafi ekki verið látin vita af beiðni prinsins til lífvarðarins. George Foulkes, þingmaður Verkamannaflokksins, hefur óskað eftir endurskoðun á reglum þingsins sem banna þingmönnum að spyrja spurninga er varða konungsfjölskylduna. Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira
Greint var frá því á föstudag að Andrés hefði afsalað sér öllum titlum vegna uppljóstrana í nýútkominni bók Virginiu Giuffre, þar sem hún lýsir meintum kynnum sínum af prinsinum og þeim kynlífsathöfnum sem hún var látin taka þátt í með honum þegar hún var aðeins 17 ára. Andrés heldur titlinum „prins“, þar sem hann fékk hann við fæðingu sem sonur Elísabetar II en kallað hefur verið eftir því að þingið eða konungurinn fái heimild til að breyta því. Staða Andrésar versnaði enn um helgina þegar Mail on Sunday birti skilaboð sem prinsinn sendi til Ed Perkins, aðstoðar fjölmiðlafulltrúa drottningarinnar, árið 2011. Þar sagðist hann hafa falið einum af lífvörðum sínum að afla upplýsinga um Giuffre. Prinsinn er sagður hafa fengið lífverðinum fæðingardag Giuffre og persónunúmer en skilaboðin til Perkins voru send aðeins klukkustundum áður en alræmd mynd af honum og Giuffre var birt opinberlega. Þá hefur Mail on Sunday einnig undir höndum tölvupóst sem virðist gefa til kynna að Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar, hafi heimsótt Jeffrey Epstein í New York ásamt dætrum sínum eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Yfir þúsund manns eru sagðir hafa ritað þingmönnum sínum bréf yfir helgina og hvatt til rannsóknar á tengslum Andrésar og konungsfjölskyldunnar við Epstein, annað hvort að hálfu þingsins eða óháðs aðila. Sumir krefjast lögreglurannsóknar. Lögregluyfirvöld í Lundúnum segjast hafa hafið rannsókn á ásökununum sem birtust í Mail on Sunday en Graham Smith, einn af talsmönnum baráttusamtakanna Republic, segir því ósvarað hvers vegna lögreglan hefur ekki rannsakað aðrar ásakanir gegn Andrési. Þá segir hann ekki trúanlegt að konungsfjölskyldan hafi ekki verið látin vita af beiðni prinsins til lífvarðarins. George Foulkes, þingmaður Verkamannaflokksins, hefur óskað eftir endurskoðun á reglum þingsins sem banna þingmönnum að spyrja spurninga er varða konungsfjölskylduna.
Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira