Moskítóflugan mætt til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2025 10:01 Kvendýr sem Björn náði mynd af á rauðvínsbandi. Björn Hjaltason Moskítóflugan er komin til landsins. Skordýraáhugamaður í Kjósinni fékk moskítóflugur af báðum kynjum í heimsókn um helgina og búið er að greina tegundina. Segja má að síðasta vígið sé fallið. „Dömur mínar og herrar – má ég kynna ... í fyrsta sinn á Íslandi.. MOSKÍTÓ!“ Þannig tekur Björn Hjaltason skordýraáhugamaður til orða í Facebook-hópnum Skordýr á Íslandi í morgun. Hann rekur heimsókn flugunnar óvinsælu allt frá fimmtudagskvöldinu í síðustu viku. „Í rökkurbyrjun að kvöldi 16. október rak ég augun í ókennilega flugu á rauðvínsbandi. Læddist strax að mér grunur um hvað væri á ferð og var flugunni snarlega safnað. Var það kvendýr,“ segir Björn. Björn útskýrir í samtali við Vísi hvernig hann notar rauðvín blandað saman við sykur til að búa til lög. Hann dýfir böndum í löginn sem skordýr sækja í. „Ég hef verið að stúdera náttfiðrildi. Þau koma í þessi bönd þegar það er komið myrkur. Þetta er bara meðafli með því,“ segir Björn. Dýrin drekka sykurinn á meðan honum gefst tími til að virða þau fyrir sér. Karldýr sem heimsótti Björn í Kjósina.Björn Hjaltason Kvöldið eftir mætti karldýr á rauðvínsbandið og enn kom fluga á laugardagskvöldið, aftur kvendýr. Björn segir að Matthías S. Alfreðsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, hafi þegar greint fluguna. Tegundin er Culiseta annulata. „Já síðasta vígið virðist fallið,“ segir Björn og vísar til þess að Íslendingar hafi til þessa prísað sig sæla og jafnvel montað sig af því að vera laust við fluguna sem er þekkt fyrir stungur sínar. Lúsmýið og bitmýið virðist komið með samkeppni hér á landi. Björn segir sérstakt hvernig komu flugnanna beri til. Hann segist gruna járnblendið á Grundartanga hinum megin við fjörðinn þaðan sem flugurnar sóttu hann heim í Kjósina. „Það eru sex kílómetrar yfir í Grundartangahöfnina. En það er ekkert hægt að fullyrða það. Það er skrýtið að það komi þrjár flugur og fara beint í garðinn hjá mér. Þá hlýtur að hafa komið alveg hellingur,“ segir Björn. Björn Hjaltason er mikill áhugamaður um skordýr. Svo geti líka verið að þær séu bara mættar og séu að klekjast einhvers staðar. Hvort þær lifi af frostið sé óvíst. Þessi tegund sé þó á ferðinni allt árið, leggist í dvala og komi sér fyrir í útihúsum, hellum eða öðrum stöðum og haldi sér lifandi. Þótt frost sé í kortunum ætlar Björn að halda áfram að leggja bönd í rauðvínslög og fylgjast með gangi mála. Sjá hvort fleiri moskítóflugur banki upp á. Skordýr Kjósarhreppur Moskítóflugur Tengdar fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Gísli Már Gíslason, prófessor emiritus í líffræði, segir að lítill munur sé á bitum frá lúsmýi annars vegar og bitmýi hins vegar. Hægt sé að greina bitin út frá því hvar maður er bitinn, því bitmý bíti til dæmis ekki innandyra. Hann segir að ekkert hafi gengið að finna uppeldisstöðvar lúsmýsins á Íslandi. 5. júlí 2025 00:15 Lúsmý um allt land en bitmýið einnig árásargjarnt Lúsmý gerir nú vart við sig í öllum landshlutum eftir að hafa sprottið upp á Suðurlandi í maí í hitabylgju áður en að vorhret setti strik í reikninginn. Þetta segir vatnalíffræðingur og prófessor í dýrafræði sem segir aðeins hægt að flýja vágestinn á útnesjum þar sem vindasamt er. 23. júní 2025 15:42 Vísbendingar um að síðasta vígið sé fallið Lúsmý fer nú að klekjast út en vatnalíffræðingur segir að í ár, tíu árum eftir að flugan gerði fyrst vart við sig á Íslandi, séu vísbendingar um að hún hafi komið sér fyrir um allt land, meðal annars á Vestfjörðum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þá fór lúsmýið fyrr af stað á minnst einum stað í hitabylgjunni í maí. 7. júní 2025 11:31 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
„Dömur mínar og herrar – má ég kynna ... í fyrsta sinn á Íslandi.. MOSKÍTÓ!“ Þannig tekur Björn Hjaltason skordýraáhugamaður til orða í Facebook-hópnum Skordýr á Íslandi í morgun. Hann rekur heimsókn flugunnar óvinsælu allt frá fimmtudagskvöldinu í síðustu viku. „Í rökkurbyrjun að kvöldi 16. október rak ég augun í ókennilega flugu á rauðvínsbandi. Læddist strax að mér grunur um hvað væri á ferð og var flugunni snarlega safnað. Var það kvendýr,“ segir Björn. Björn útskýrir í samtali við Vísi hvernig hann notar rauðvín blandað saman við sykur til að búa til lög. Hann dýfir böndum í löginn sem skordýr sækja í. „Ég hef verið að stúdera náttfiðrildi. Þau koma í þessi bönd þegar það er komið myrkur. Þetta er bara meðafli með því,“ segir Björn. Dýrin drekka sykurinn á meðan honum gefst tími til að virða þau fyrir sér. Karldýr sem heimsótti Björn í Kjósina.Björn Hjaltason Kvöldið eftir mætti karldýr á rauðvínsbandið og enn kom fluga á laugardagskvöldið, aftur kvendýr. Björn segir að Matthías S. Alfreðsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, hafi þegar greint fluguna. Tegundin er Culiseta annulata. „Já síðasta vígið virðist fallið,“ segir Björn og vísar til þess að Íslendingar hafi til þessa prísað sig sæla og jafnvel montað sig af því að vera laust við fluguna sem er þekkt fyrir stungur sínar. Lúsmýið og bitmýið virðist komið með samkeppni hér á landi. Björn segir sérstakt hvernig komu flugnanna beri til. Hann segist gruna járnblendið á Grundartanga hinum megin við fjörðinn þaðan sem flugurnar sóttu hann heim í Kjósina. „Það eru sex kílómetrar yfir í Grundartangahöfnina. En það er ekkert hægt að fullyrða það. Það er skrýtið að það komi þrjár flugur og fara beint í garðinn hjá mér. Þá hlýtur að hafa komið alveg hellingur,“ segir Björn. Björn Hjaltason er mikill áhugamaður um skordýr. Svo geti líka verið að þær séu bara mættar og séu að klekjast einhvers staðar. Hvort þær lifi af frostið sé óvíst. Þessi tegund sé þó á ferðinni allt árið, leggist í dvala og komi sér fyrir í útihúsum, hellum eða öðrum stöðum og haldi sér lifandi. Þótt frost sé í kortunum ætlar Björn að halda áfram að leggja bönd í rauðvínslög og fylgjast með gangi mála. Sjá hvort fleiri moskítóflugur banki upp á.
Skordýr Kjósarhreppur Moskítóflugur Tengdar fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Gísli Már Gíslason, prófessor emiritus í líffræði, segir að lítill munur sé á bitum frá lúsmýi annars vegar og bitmýi hins vegar. Hægt sé að greina bitin út frá því hvar maður er bitinn, því bitmý bíti til dæmis ekki innandyra. Hann segir að ekkert hafi gengið að finna uppeldisstöðvar lúsmýsins á Íslandi. 5. júlí 2025 00:15 Lúsmý um allt land en bitmýið einnig árásargjarnt Lúsmý gerir nú vart við sig í öllum landshlutum eftir að hafa sprottið upp á Suðurlandi í maí í hitabylgju áður en að vorhret setti strik í reikninginn. Þetta segir vatnalíffræðingur og prófessor í dýrafræði sem segir aðeins hægt að flýja vágestinn á útnesjum þar sem vindasamt er. 23. júní 2025 15:42 Vísbendingar um að síðasta vígið sé fallið Lúsmý fer nú að klekjast út en vatnalíffræðingur segir að í ár, tíu árum eftir að flugan gerði fyrst vart við sig á Íslandi, séu vísbendingar um að hún hafi komið sér fyrir um allt land, meðal annars á Vestfjörðum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þá fór lúsmýið fyrr af stað á minnst einum stað í hitabylgjunni í maí. 7. júní 2025 11:31 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Gísli Már Gíslason, prófessor emiritus í líffræði, segir að lítill munur sé á bitum frá lúsmýi annars vegar og bitmýi hins vegar. Hægt sé að greina bitin út frá því hvar maður er bitinn, því bitmý bíti til dæmis ekki innandyra. Hann segir að ekkert hafi gengið að finna uppeldisstöðvar lúsmýsins á Íslandi. 5. júlí 2025 00:15
Lúsmý um allt land en bitmýið einnig árásargjarnt Lúsmý gerir nú vart við sig í öllum landshlutum eftir að hafa sprottið upp á Suðurlandi í maí í hitabylgju áður en að vorhret setti strik í reikninginn. Þetta segir vatnalíffræðingur og prófessor í dýrafræði sem segir aðeins hægt að flýja vágestinn á útnesjum þar sem vindasamt er. 23. júní 2025 15:42
Vísbendingar um að síðasta vígið sé fallið Lúsmý fer nú að klekjast út en vatnalíffræðingur segir að í ár, tíu árum eftir að flugan gerði fyrst vart við sig á Íslandi, séu vísbendingar um að hún hafi komið sér fyrir um allt land, meðal annars á Vestfjörðum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þá fór lúsmýið fyrr af stað á minnst einum stað í hitabylgjunni í maí. 7. júní 2025 11:31