Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar 20. október 2025 11:00 Veitingageirinn á Íslandi stendur frammi fyrir meiri áskorunum nú en um langt árabil. Á undanförnum mánuðum hafa margir staðir lokað – allt frá nýjum frumkvöðlaverkefnum til rótgróinna veitingahúsa með traustan viðskiptavinahóp. Þetta er þróun sem ætti að vekja athygli okkar allra, því hér er ekki um einstaka rekstrarerfiðleika að ræða heldur kerfisbundið vandamál. Grunnforsendur reksturs hafa breyst. Launakostnaður sem hlutfall af tekjum hefur á fáum árum hækkað í kringum 50%, sem eitt og sér gerir hefðbundið rekstrarlíkan veitingastaða ósjálfbært. Til samanburðar er þumalputtaregla í alþjóðlegum veitingarekstri að laun, hráefni og annar rekstrarkostnaður vegi hvort um sig 25–30% af tekjum, þannig að eftir standi hóflegur hagnaður. Aukinn kostnaður við hráefni og hæstu áfengisskattar í Evrópu hafa síðan þrengt svigrúmið enn frekar. Veitingastaðir kaupa vín og hráefni á sama verði og neytendur og hafa því takmarkaða möguleika á að lækka kostnað án þess að skerða gæði. Þegar húsaleiga er jafnframt á pari við stórborgir á borð við Stokkhólm eða Kaupmannahöfn, er ljóst að rekstrarumhverfið er orðið afar brothætt. Ofan á þetta bætast flókin leyfisferli og langir afgreiðslutímar stjórnvalda. Það er ekki óalgengt að veitingamenn bíði mánuðum saman eftir rekstrarleyfi eða breytingaheimild, jafnvel þótt engar efnislegar breytingar séu á starfseminni. Slíkt veldur bæði fjárhagslegu tjóni og dregur úr trú á stjórnsýsluna. Til að tryggja framtíð greinarinnar þarf að grípa til markvissra aðgerða. Það felst meðal annars í því að: tryggja að kjarasamningar og launaviðmið endurspegli raunhæfa getu fyrirtækjanna til að standa undir þeim. hafa kjarasamninga í nágrannalöndunum sem leiðarljós þegar kemur að veitingamarkaðinum • endurskoða skattlagningu og gjaldtöku sem beinast sérstaklega að veitingarekstri, • einfalda og samræma leyfisferli milli sveitarfélaga, Veitingamenningin á Íslandi er ekki aðeins hluti af ferðaþjónustu eða afþreyingu – hún er mikilvæg stoð í samfélaginu, atvinnugrein sem skapar þúsundir starfa og eykur lífsgæði fólks. Til að hún dafni áfram þurfum við að hlúa að rekstrarumhverfinu með raunsæi og ábyrgð. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT – Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Bárðarson Veitingastaðir Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Veitingageirinn á Íslandi stendur frammi fyrir meiri áskorunum nú en um langt árabil. Á undanförnum mánuðum hafa margir staðir lokað – allt frá nýjum frumkvöðlaverkefnum til rótgróinna veitingahúsa með traustan viðskiptavinahóp. Þetta er þróun sem ætti að vekja athygli okkar allra, því hér er ekki um einstaka rekstrarerfiðleika að ræða heldur kerfisbundið vandamál. Grunnforsendur reksturs hafa breyst. Launakostnaður sem hlutfall af tekjum hefur á fáum árum hækkað í kringum 50%, sem eitt og sér gerir hefðbundið rekstrarlíkan veitingastaða ósjálfbært. Til samanburðar er þumalputtaregla í alþjóðlegum veitingarekstri að laun, hráefni og annar rekstrarkostnaður vegi hvort um sig 25–30% af tekjum, þannig að eftir standi hóflegur hagnaður. Aukinn kostnaður við hráefni og hæstu áfengisskattar í Evrópu hafa síðan þrengt svigrúmið enn frekar. Veitingastaðir kaupa vín og hráefni á sama verði og neytendur og hafa því takmarkaða möguleika á að lækka kostnað án þess að skerða gæði. Þegar húsaleiga er jafnframt á pari við stórborgir á borð við Stokkhólm eða Kaupmannahöfn, er ljóst að rekstrarumhverfið er orðið afar brothætt. Ofan á þetta bætast flókin leyfisferli og langir afgreiðslutímar stjórnvalda. Það er ekki óalgengt að veitingamenn bíði mánuðum saman eftir rekstrarleyfi eða breytingaheimild, jafnvel þótt engar efnislegar breytingar séu á starfseminni. Slíkt veldur bæði fjárhagslegu tjóni og dregur úr trú á stjórnsýsluna. Til að tryggja framtíð greinarinnar þarf að grípa til markvissra aðgerða. Það felst meðal annars í því að: tryggja að kjarasamningar og launaviðmið endurspegli raunhæfa getu fyrirtækjanna til að standa undir þeim. hafa kjarasamninga í nágrannalöndunum sem leiðarljós þegar kemur að veitingamarkaðinum • endurskoða skattlagningu og gjaldtöku sem beinast sérstaklega að veitingarekstri, • einfalda og samræma leyfisferli milli sveitarfélaga, Veitingamenningin á Íslandi er ekki aðeins hluti af ferðaþjónustu eða afþreyingu – hún er mikilvæg stoð í samfélaginu, atvinnugrein sem skapar þúsundir starfa og eykur lífsgæði fólks. Til að hún dafni áfram þurfum við að hlúa að rekstrarumhverfinu með raunsæi og ábyrgð. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT – Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun