Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 21. október 2025 06:01 Samkvæmt rannsókninni Áfallasaga kvenna hafa um 40% kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á lífsleiðinni. Staðan er enn verri hjá transfólki, kvárum, konum með fötlun og konum af erlendum uppruna en þeir hópar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir mismunun og valdbeitingu. Ofbeldi gagnvart börnum og ungmennum er líka alvarlegt samfélagsmein en 15% stúlkna og 6% drengja í 10. bekk hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi annars unglings. Stafrænt kynferðisofbeldi er nú orðið hluti af veruleika margra barna og unglinga, 58% stúlkna og 35% drengja hafa upplifað slíka misnotkun. Þau sem vinna með ungum brotaþolum lýsa sífellt sterkari tengslum milli klámneyslu og lýsinga þolenda á ofbeldinu. Klám hefur því miður orðið aðalfræðsla margra ungmenna um kynlíf en þar sést ekki nánd heldur valdatengsl, niðurlæging og skortur á samþykki. Við verðum að bregðast við með markvissri kynfræðslu, hinseginfræðslu og menntun um samskipti og virðingu í grunn- og framhaldsskólum sem skyldunámi. Stjórnvöld verða einnig að tryggja að brotaþolar fái raunverulega vernd og aðstoð. Það felur í sér aðgengi að túlkaþjónustu, sérþjálfun fyrir lögreglu, ákærendur og dómara, og að nálgunarbann hafi raunverulegar afleiðingar þegar brotið er gegn því. Brotaþolum þarf að treysta, ekki draga upplifun þeirra í efa og löggjöf um vernd uppljóstrara í kynferðisbrotamálum er brýn nauðsyn. Það er óásættanlegt að þaggað sé niður í konum og kvárum sem stíga fram með hótunum um meiðyrðamál eða fjárhagslegu tjóni. Hatursorðræða gegn konum, kvárum og hinsegin fólki er orðin útbreidd og skaðleg. Ísland verður að fylgja tilmælum CEDAW-nefndar Sameinuðu þjóðanna og gera slíka orðræðu refsiverða. Ofbeldi, vændi og misnotkun tengjast oft efnahagslegu óöryggi. Þess vegna er fjárhagslegt sjálfstæði, húsnæðisöryggi og félagslegur stuðningur forsenda þess að fólk geti losnað úr ofbeldis- og mansalssamböndum. Það þarf að tryggja fólki leið út úr sínum aðstæðum á félagslegum forsendum, ekki með refsingu heldur stuðningi. Kynbundið ofbeldi er ekki einkamál. Það er samfélagslegt mein sem krefst pólitískrar ábyrgðar og samstöðu okkar allra. Brýnasta aðgerðin er þó að tryggja að brotaþolum sé trúað og að verklag réttarkerfisins virki. Stjórnvöld, sveitarfélög, skólar og vinnustaðir, samfélagið allt verður að bregðist við, núna er komið gott af meðvirkni og þöggun! Höfundar eru leik- og grunnskólakennarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynbundið ofbeldi Hinsegin Kvennafrídagurinn Álfhildur Leifsdóttir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Kvennaverkfall Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt rannsókninni Áfallasaga kvenna hafa um 40% kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á lífsleiðinni. Staðan er enn verri hjá transfólki, kvárum, konum með fötlun og konum af erlendum uppruna en þeir hópar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir mismunun og valdbeitingu. Ofbeldi gagnvart börnum og ungmennum er líka alvarlegt samfélagsmein en 15% stúlkna og 6% drengja í 10. bekk hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi annars unglings. Stafrænt kynferðisofbeldi er nú orðið hluti af veruleika margra barna og unglinga, 58% stúlkna og 35% drengja hafa upplifað slíka misnotkun. Þau sem vinna með ungum brotaþolum lýsa sífellt sterkari tengslum milli klámneyslu og lýsinga þolenda á ofbeldinu. Klám hefur því miður orðið aðalfræðsla margra ungmenna um kynlíf en þar sést ekki nánd heldur valdatengsl, niðurlæging og skortur á samþykki. Við verðum að bregðast við með markvissri kynfræðslu, hinseginfræðslu og menntun um samskipti og virðingu í grunn- og framhaldsskólum sem skyldunámi. Stjórnvöld verða einnig að tryggja að brotaþolar fái raunverulega vernd og aðstoð. Það felur í sér aðgengi að túlkaþjónustu, sérþjálfun fyrir lögreglu, ákærendur og dómara, og að nálgunarbann hafi raunverulegar afleiðingar þegar brotið er gegn því. Brotaþolum þarf að treysta, ekki draga upplifun þeirra í efa og löggjöf um vernd uppljóstrara í kynferðisbrotamálum er brýn nauðsyn. Það er óásættanlegt að þaggað sé niður í konum og kvárum sem stíga fram með hótunum um meiðyrðamál eða fjárhagslegu tjóni. Hatursorðræða gegn konum, kvárum og hinsegin fólki er orðin útbreidd og skaðleg. Ísland verður að fylgja tilmælum CEDAW-nefndar Sameinuðu þjóðanna og gera slíka orðræðu refsiverða. Ofbeldi, vændi og misnotkun tengjast oft efnahagslegu óöryggi. Þess vegna er fjárhagslegt sjálfstæði, húsnæðisöryggi og félagslegur stuðningur forsenda þess að fólk geti losnað úr ofbeldis- og mansalssamböndum. Það þarf að tryggja fólki leið út úr sínum aðstæðum á félagslegum forsendum, ekki með refsingu heldur stuðningi. Kynbundið ofbeldi er ekki einkamál. Það er samfélagslegt mein sem krefst pólitískrar ábyrgðar og samstöðu okkar allra. Brýnasta aðgerðin er þó að tryggja að brotaþolum sé trúað og að verklag réttarkerfisins virki. Stjórnvöld, sveitarfélög, skólar og vinnustaðir, samfélagið allt verður að bregðist við, núna er komið gott af meðvirkni og þöggun! Höfundar eru leik- og grunnskólakennarar.