Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar 21. október 2025 06:33 Örorkubyrði einstakra lífeyrissjóða og jöfnunarframlag ríkissjóðs til sjóða með mikla örorkubyrði hafa verið nokkuð í umræðunni á síðustu mánuðum. Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að þetta jöfnunarframlag verði aflagt. Í sinni allra einföldustu mynd snýst málið um þetta: -Framlög lífeyrissjóða til örorkulífeyris eru að jafnaði tæp 11% af reiknuðum framtíðarskuldbindingum þeirra. -Þungi örorkugreiðslna er mjög mismikill á milli sjóða. Í sjóðum með hátt hlutfall verkafólks er örorkubyrðin að jafnaði hærri en hjá öðrum sjóðum (á bilinu 14-17%). -Mismikilli örorkubyrði milli sjóða hefur verið mætt með framlögum úr ríkissjóði. Að öðrum kosti væru ekki önnur ráð en að skerða ellilífeyri sjóðsfélaga til að standa undir örorkugreiðslum. -Sjóðsfélagar sjóða með háa örorkubyrði hafa ekki val um að færa framlög sín til sjóða með lægri örorkubyrði. Því er jöfnun örorkubyrða samfélagslegt réttlætismál. Eins og áður sagði er í frumvarpi til fjárlaga ekki gert ráð fyrir jöfnunarframlagi til að rétta hag sjóðsfélaga þeirra lífeyrissjóða sem búa við hæstu örorkubyrði. Sjóðsfélögum er ætlað að standa undir þeirri byrði sjálfir. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að sjóðsfélagar þessara sjóða eru að jafnaði með lægri laun og þar með talið lægri væntar lífeyrisgreiðslur en sjóðsfélagar í flestum öðrum lífeyrissjóðum. Á mannamáli þýðir ofangreint að launalægstu starfsmönnum á vinnumarkaði er ætlað að standa undir örorkubyrði vegna meðbræðra sinna í viðkomandi sjóðum. Þannig er þeim sem munu hafa lægstu lífeyrisgreiðslurnar við starfslok ætlað að bera áhættu vegna erfiðra vinnuskilyrða, sem kalla á hærri tíðni örorku. Með þessu verður til meiri ójöfnuður á milli ellilífeyrisþega en var á meðan viðkomandi aðilar voru enn á vinnumarkaði. Rétt er að hafa í huga að lífeyrissjóðir eru ekki fyrirtæki með eigið fé sem hægt er að nota í verkefni eins og að jafna örorkubyrði. Lífeyrissjóðir eru samlög sjóðsfélaga, sem eiga alla fjármuni í sjóðnum. Að óbreyttu munu þeir fjármunir sem þarf til að bera þetta tjón ekki koma úr vösum annarra en almennra sjóðsfélaga. Það eru engin önnur ráð til að bregðast við þessu en að skerða réttindi sjóðsfélaga, annaðhvort til ellilífeyris eða annarra greiðslna. Þessi umræða er miklum mun alvarlegri og mikilvægari fyrir samfélagsgerð okkar en að það eigi að taka hana sem eitthvað aukaatriði við gerð fjárlaga hvers árs. Það er löngu kominn tími til að þetta umhverfi sé rætt og grundvallarreglur séu mótaðar. Þessi málaflokkur er stærri og mikilvægari en svo að réttlætanlegt sé að vinnubrögð séu með þessum hætti. Þessi togstreita er þeim mun undarlegri í ljósi þess að nú situr við völd ríkisstjórn sem hefur talað með mjög skýrum hætti um að réttindi öryrkja skuli bætt. Það má ekki gerast á þann hátt að lægst launuðustu launþegar landsins greiði þá bót með lækkuðum ellilífeyrisgreiðslum. Slíkt er eingöngu til þess fallið að auka ójöfnuð í samfélagi okkar. Höfundur er formaður stjórnar Gildis lífeyrissjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Örorkubyrði einstakra lífeyrissjóða og jöfnunarframlag ríkissjóðs til sjóða með mikla örorkubyrði hafa verið nokkuð í umræðunni á síðustu mánuðum. Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að þetta jöfnunarframlag verði aflagt. Í sinni allra einföldustu mynd snýst málið um þetta: -Framlög lífeyrissjóða til örorkulífeyris eru að jafnaði tæp 11% af reiknuðum framtíðarskuldbindingum þeirra. -Þungi örorkugreiðslna er mjög mismikill á milli sjóða. Í sjóðum með hátt hlutfall verkafólks er örorkubyrðin að jafnaði hærri en hjá öðrum sjóðum (á bilinu 14-17%). -Mismikilli örorkubyrði milli sjóða hefur verið mætt með framlögum úr ríkissjóði. Að öðrum kosti væru ekki önnur ráð en að skerða ellilífeyri sjóðsfélaga til að standa undir örorkugreiðslum. -Sjóðsfélagar sjóða með háa örorkubyrði hafa ekki val um að færa framlög sín til sjóða með lægri örorkubyrði. Því er jöfnun örorkubyrða samfélagslegt réttlætismál. Eins og áður sagði er í frumvarpi til fjárlaga ekki gert ráð fyrir jöfnunarframlagi til að rétta hag sjóðsfélaga þeirra lífeyrissjóða sem búa við hæstu örorkubyrði. Sjóðsfélögum er ætlað að standa undir þeirri byrði sjálfir. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að sjóðsfélagar þessara sjóða eru að jafnaði með lægri laun og þar með talið lægri væntar lífeyrisgreiðslur en sjóðsfélagar í flestum öðrum lífeyrissjóðum. Á mannamáli þýðir ofangreint að launalægstu starfsmönnum á vinnumarkaði er ætlað að standa undir örorkubyrði vegna meðbræðra sinna í viðkomandi sjóðum. Þannig er þeim sem munu hafa lægstu lífeyrisgreiðslurnar við starfslok ætlað að bera áhættu vegna erfiðra vinnuskilyrða, sem kalla á hærri tíðni örorku. Með þessu verður til meiri ójöfnuður á milli ellilífeyrisþega en var á meðan viðkomandi aðilar voru enn á vinnumarkaði. Rétt er að hafa í huga að lífeyrissjóðir eru ekki fyrirtæki með eigið fé sem hægt er að nota í verkefni eins og að jafna örorkubyrði. Lífeyrissjóðir eru samlög sjóðsfélaga, sem eiga alla fjármuni í sjóðnum. Að óbreyttu munu þeir fjármunir sem þarf til að bera þetta tjón ekki koma úr vösum annarra en almennra sjóðsfélaga. Það eru engin önnur ráð til að bregðast við þessu en að skerða réttindi sjóðsfélaga, annaðhvort til ellilífeyris eða annarra greiðslna. Þessi umræða er miklum mun alvarlegri og mikilvægari fyrir samfélagsgerð okkar en að það eigi að taka hana sem eitthvað aukaatriði við gerð fjárlaga hvers árs. Það er löngu kominn tími til að þetta umhverfi sé rætt og grundvallarreglur séu mótaðar. Þessi málaflokkur er stærri og mikilvægari en svo að réttlætanlegt sé að vinnubrögð séu með þessum hætti. Þessi togstreita er þeim mun undarlegri í ljósi þess að nú situr við völd ríkisstjórn sem hefur talað með mjög skýrum hætti um að réttindi öryrkja skuli bætt. Það má ekki gerast á þann hátt að lægst launuðustu launþegar landsins greiði þá bót með lækkuðum ellilífeyrisgreiðslum. Slíkt er eingöngu til þess fallið að auka ójöfnuð í samfélagi okkar. Höfundur er formaður stjórnar Gildis lífeyrissjóðs.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar