Innherji

Takist vel til að sam­þætta rekstur Dranga gæti virðið hækkað í nærri 40 milljarða

Hörður Ægisson skrifar
Auður Daníelsdóttir er forstjóri Dranga. Hún hefur jafnframt stýrt Orkunni undanfarin þrjú ár og var í liðnum mánuði ráðin forstjóri Samkaupa, en bæði félögin heyra undir samstæðu Dranga. 
Auður Daníelsdóttir er forstjóri Dranga. Hún hefur jafnframt stýrt Orkunni undanfarin þrjú ár og var í liðnum mánuði ráðin forstjóri Samkaupa, en bæði félögin heyra undir samstæðu Dranga. 

Ef vel tekst til við samþættingu rekstrarfélaga sem heyra undir Dranga, móðurfélag Orkunnar, Samkaupa og Lyfjavals, þá er „ekki óvarlegt“ að ætla að virði hins nýja stóra leikenda á smásölumarkaði geti verið nálægt 40 milljörðum króna, samkvæmt nýrri greiningu. Drangar vinna nú að undirbúningi hlutafjárútboðs þar sem félagið er verðmetið á ríflega 24 milljarða, um fjórðungi hærra en virði þess var í viðskiptum fyrr á árinu þegar samstæðan var mynduð.


Tengdar fréttir

Samkaup segja upp tuttugu og tveimur

Tutt­ugu og tveim­ur var í dag sagt upp á skrif­stofu Sam­kaupa í hagræðingarskyni. Nýlega var gengið frá kaupum Orkunnar á félaginu.

Heimilar samruna og for­stjórinn stígur til hliðar

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Samkaupa og Atlögu, áður Heimkaup, en félögin höfðu fengið sérstaka heimild til að byrja að framkvæma sameininguna á meðan hún var til rannsóknar hjá eftirlitinu. Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa undanfarin þrjú ár, segist af því tilefni hafa ákveðið að meta eigin stöðu og því tilkynnt stjórnarformanni að hann ætli að stíga til hliðar.

Kaupin í Sýn gætu verið „öfug leið“ að skráningu verslunarfélaga í eigu SKEL

Markmiðið með kaupum SKEL á ríflega tíu prósenta hlut í Sýn gæti verið undanfari þess að vilja láta reyna á samrunaviðræður við Samkaup/Heimkaup og þannig fara öfuga leið að boðaðri skráningu verslunarsamsteypunnar á hlutabréfamarkað, að mati hlutabréfagreinanda. Kaupin hjá SKEL voru gerð aðeins örfáum dögum fyrir aðalfund Sýnar en sennilegt er talið að stjórnendur fjárfestingafélagsins muni fara fram á að boðað verði til nýs hluthafafundar í því skyni að tilnefna fulltrúa sinn í stjórn fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×