Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 22. október 2025 12:00 Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að bíllinn er orðinn eins og fjölskyldumeðlimur hjá mörgum Íslendingum. Hann fær sitt eigið bílastæði sem er stærra en hjónaherbergið hjá flestum, sínar eigin tryggingar og jafnvel nafn hjá sumum. Þess vegna hljómar það kannski dramatískt þegar rætt er um „aðför að einkabílnum“. En spurningin er: er þetta í alvöru aðför eða bara tímabært frelsi? Við erum að lifa á tímum þar sem það er í raunverulegur möguleiki að komast á milli staða í Reykjavík án þess að eiga bíl. Rafskútur eru frábærar fyrir stuttar ferðir, deilibílar þegar þú þarft fjögur sæti og skott, og leigubílar þegar þú vilt bara sitja, slaka á og láta einhvern annan sjá um umferðina. Þetta er svolítið eins og að fara í sund, þú borgar bara fyrir þína sundferð en þarft ekki að eiga sundlaugina. Það merkilega er að þegar fólk talar um „aðför að einkabílnum“ þá er það yfirleitt ekki vegna þess að einhver hafi bannað bílinn heldur vegna þess að nú eru komnir valkostir. Þessir valkostir þurfa smá rými til þess að festast í sessi og stundum þarf tíma til þess að læra á nýjar leikreglur. Við eigum stundum erfitt með nýja valkosti og viljum mögulega meira frelsi en helst án þess að þurfa að endurskoða venjurnar okkar. Aðförin að einkabílnum er því kannski ekki meiri en svo að hann þarf þarf að deila sviðsljósinu. Kannski fær hann ögn minna pláss en hjónaherbergið í framtíðinni og fær ekki lengur að vera eini valkosturinn. Og ef við erum heiðarleg, þá er það kannski bara gott mál. Því raunverulegt frelsi felst ekki í því að eiga eitthvað heldur í því að hafa val. Höfundur er framkvæmdastjóri Hopp Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Rafhlaupahjól Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að bíllinn er orðinn eins og fjölskyldumeðlimur hjá mörgum Íslendingum. Hann fær sitt eigið bílastæði sem er stærra en hjónaherbergið hjá flestum, sínar eigin tryggingar og jafnvel nafn hjá sumum. Þess vegna hljómar það kannski dramatískt þegar rætt er um „aðför að einkabílnum“. En spurningin er: er þetta í alvöru aðför eða bara tímabært frelsi? Við erum að lifa á tímum þar sem það er í raunverulegur möguleiki að komast á milli staða í Reykjavík án þess að eiga bíl. Rafskútur eru frábærar fyrir stuttar ferðir, deilibílar þegar þú þarft fjögur sæti og skott, og leigubílar þegar þú vilt bara sitja, slaka á og láta einhvern annan sjá um umferðina. Þetta er svolítið eins og að fara í sund, þú borgar bara fyrir þína sundferð en þarft ekki að eiga sundlaugina. Það merkilega er að þegar fólk talar um „aðför að einkabílnum“ þá er það yfirleitt ekki vegna þess að einhver hafi bannað bílinn heldur vegna þess að nú eru komnir valkostir. Þessir valkostir þurfa smá rými til þess að festast í sessi og stundum þarf tíma til þess að læra á nýjar leikreglur. Við eigum stundum erfitt með nýja valkosti og viljum mögulega meira frelsi en helst án þess að þurfa að endurskoða venjurnar okkar. Aðförin að einkabílnum er því kannski ekki meiri en svo að hann þarf þarf að deila sviðsljósinu. Kannski fær hann ögn minna pláss en hjónaherbergið í framtíðinni og fær ekki lengur að vera eini valkosturinn. Og ef við erum heiðarleg, þá er það kannski bara gott mál. Því raunverulegt frelsi felst ekki í því að eiga eitthvað heldur í því að hafa val. Höfundur er framkvæmdastjóri Hopp Reykjavíkur.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar