Musk æstur í Reðasafnið Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. október 2025 14:41 Bjarni Benediktsson ræddi við Elon Musk í Louvre-safninu í kringum Ólympíuleikana í fyrra. Vísir/Vilhelm/Getty Bjarni Benediktsson ræddi við auðjöfurinn Elon Musk á kvöldverði í tengslum við Ólympíuleikana í París í fyrra. Musk rifjaði upp heimsóknir sínar til Íslands þar sem Hið íslenzka reðasafn stóð upp úr. Bjarni Benediktsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, er nýjasti gestur hlaðvarpsins Hlaðfréttir sem Hraðfréttabræðurnir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson halda úti. Bjarni fór um víðan völl, ræddi ferilinn í stjórnmálum, lýsti frelsinu sem hann hefur notið eftir að hafa kvatt Alþingi, ræddi tónlistarsmekk sinn og ýmislegt annað. Musk birtist „eins og skrattinn úr sauðarleggnum“ Undir lok þáttarins var Bjarni spurður hvort hann hefði hitt einhverja merkilega menn og konur í ferðum sínum erlendis. Bjarni nefndi tvo viðburði, annars vegar þegar hann var staddur í Hvíta húsinu á 75 ára afmæli NATO í fyrra og hins vegar þegar hann var staddur á Ólympíuleikunum í París sama ár. Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, með fólki úr hópnum sem fylgdi Ólympíuförum Íslands til Parísar. Bjarni var þar staddur í Louvre-safninu og sat við „lengsta langborð“ sem hann hefði nokkurn tímann séð ásamt öðrum mektar- og ráðamönnum. „Elon Musk birtist þarna allt í einu eins og skrattinn úr sauðarleggnum, kom labbandi niður tröppurnar og virtist ekki vita hvar hann ætlaði að sitja. Þá var gripið í hann og honum komið fyrir þarna ská á móti okkur,“ segir Bjarni. Musk tók þá að spjalla við Bjarna og spurði þau hvað væri að frétta frá Íslandi. „Við fórum bara að spjalla á léttum nótum, hann sagðist hafa komið tvisvar til íslands og nefndi sérstaklega að Reðursafnið hefði verið eftirminnilegt,“ segir Bjarni. Elti kærustuna til Íslands Musk hefði haft sérstaklega gaman af því að tala um Reðursafnið og hvað það hefði verið eftirminnilegt. „Hann kom hérna einhvern tímann að elta kærustu sína sem var að vinna að bíómynd fyrir vestan. Síðan í öðru tilviki kom hann með fjölskyldu sína,“ segir Bjarni um heimsóknir Musk til Íslands. Elon Musk rifjaði upp tvær ferðir sínar til Íslands í boðinu.AP Áttu Teslu? „Heyrðu skrýtið að þú skulir spyrja mig að þessu vegna þess að ég var að selja bílinn minn og ég tók Teslu upp í bílinn, þannig ég á Teslu í augnablikinu en hún stendur á bílasölu,“ segir Bjarni. Þú hefur ekkert sagt við hann: „I have a Tesla“ eða eitthvað svona? „Nei, ég var ekkert að gera það,“ segir Bjarni. Á meðan á kvöldverðinum stóð hafi fólk stöðugt verið að trufla Musk en mesta havaríið varð þegar kvöldverðinum lauk. „Um leið og honum var lokið, þá stendur hann upp og það kom fólk alls staðar að og vildi fá mynd eins og mý að mykjuskán. Það var eiginlega ótrúlegt að horfa á það,“ segir Bjarni sem lét sér nægja að rabba við suðurafríska auðjöfurinn. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Elon Musk Frakkland Grín og gaman Söfn Tengdar fréttir Bandaríkjamaður á besta aldri gefur lim sinn á Reðursafnið 52 ára gamall kaupsýslumaður frá Colorado í Bandaríkjunum mun gangast undir aðgerð á næstunni. Þar verður limur hans fjarlægður og ánafnaður Reðursafninu á Húsavík í fullri reisn ásamt eistum. Vísir hefur áður sagt frá manninum sem vill láta kalla sig Tom Mitchell. 26. júní 2008 14:25 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, er nýjasti gestur hlaðvarpsins Hlaðfréttir sem Hraðfréttabræðurnir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson halda úti. Bjarni fór um víðan völl, ræddi ferilinn í stjórnmálum, lýsti frelsinu sem hann hefur notið eftir að hafa kvatt Alþingi, ræddi tónlistarsmekk sinn og ýmislegt annað. Musk birtist „eins og skrattinn úr sauðarleggnum“ Undir lok þáttarins var Bjarni spurður hvort hann hefði hitt einhverja merkilega menn og konur í ferðum sínum erlendis. Bjarni nefndi tvo viðburði, annars vegar þegar hann var staddur í Hvíta húsinu á 75 ára afmæli NATO í fyrra og hins vegar þegar hann var staddur á Ólympíuleikunum í París sama ár. Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, með fólki úr hópnum sem fylgdi Ólympíuförum Íslands til Parísar. Bjarni var þar staddur í Louvre-safninu og sat við „lengsta langborð“ sem hann hefði nokkurn tímann séð ásamt öðrum mektar- og ráðamönnum. „Elon Musk birtist þarna allt í einu eins og skrattinn úr sauðarleggnum, kom labbandi niður tröppurnar og virtist ekki vita hvar hann ætlaði að sitja. Þá var gripið í hann og honum komið fyrir þarna ská á móti okkur,“ segir Bjarni. Musk tók þá að spjalla við Bjarna og spurði þau hvað væri að frétta frá Íslandi. „Við fórum bara að spjalla á léttum nótum, hann sagðist hafa komið tvisvar til íslands og nefndi sérstaklega að Reðursafnið hefði verið eftirminnilegt,“ segir Bjarni. Elti kærustuna til Íslands Musk hefði haft sérstaklega gaman af því að tala um Reðursafnið og hvað það hefði verið eftirminnilegt. „Hann kom hérna einhvern tímann að elta kærustu sína sem var að vinna að bíómynd fyrir vestan. Síðan í öðru tilviki kom hann með fjölskyldu sína,“ segir Bjarni um heimsóknir Musk til Íslands. Elon Musk rifjaði upp tvær ferðir sínar til Íslands í boðinu.AP Áttu Teslu? „Heyrðu skrýtið að þú skulir spyrja mig að þessu vegna þess að ég var að selja bílinn minn og ég tók Teslu upp í bílinn, þannig ég á Teslu í augnablikinu en hún stendur á bílasölu,“ segir Bjarni. Þú hefur ekkert sagt við hann: „I have a Tesla“ eða eitthvað svona? „Nei, ég var ekkert að gera það,“ segir Bjarni. Á meðan á kvöldverðinum stóð hafi fólk stöðugt verið að trufla Musk en mesta havaríið varð þegar kvöldverðinum lauk. „Um leið og honum var lokið, þá stendur hann upp og það kom fólk alls staðar að og vildi fá mynd eins og mý að mykjuskán. Það var eiginlega ótrúlegt að horfa á það,“ segir Bjarni sem lét sér nægja að rabba við suðurafríska auðjöfurinn.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Elon Musk Frakkland Grín og gaman Söfn Tengdar fréttir Bandaríkjamaður á besta aldri gefur lim sinn á Reðursafnið 52 ára gamall kaupsýslumaður frá Colorado í Bandaríkjunum mun gangast undir aðgerð á næstunni. Þar verður limur hans fjarlægður og ánafnaður Reðursafninu á Húsavík í fullri reisn ásamt eistum. Vísir hefur áður sagt frá manninum sem vill láta kalla sig Tom Mitchell. 26. júní 2008 14:25 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Sjá meira
Bandaríkjamaður á besta aldri gefur lim sinn á Reðursafnið 52 ára gamall kaupsýslumaður frá Colorado í Bandaríkjunum mun gangast undir aðgerð á næstunni. Þar verður limur hans fjarlægður og ánafnaður Reðursafninu á Húsavík í fullri reisn ásamt eistum. Vísir hefur áður sagt frá manninum sem vill láta kalla sig Tom Mitchell. 26. júní 2008 14:25