Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar 22. október 2025 15:02 Það hafa verið stofnaðar fjölmargar rannsóknarnefndir, sem taka til starfa þegar það verða slys. Tökum sem dæmi rannsóknarnefndir flugslysa, sem eru til í flestum löndum. Það þurfa ekki einu sinni að verða dauðaslys, það dugir að flugvél verði fyrir einhverjum skakkaföllum, að þá kemur nefndin og rannsakar málið. Ef flugvél lendir í sjóinn er lagt í mikinn kostnað til að ná upp flakinu til að reyna að finna ástæður slyssins. Slysin eiga sér oft langan aðdraganda. Það hafa verið komnar sprungur í vængfestingu löngu áður en vængurinn dettur af. Með því að skoða festingarnar reglulega má finna litlar sprungur, sem með tíð og tíma gætu stækkað og orðið til þess að vængurinn dytti af. Þessi aðferðarfræði hefur án efa orðið til þess að gera flugvélar öruggari og þannig koma í veg fyrir mörg flugslys og bjarga mörgum mannslífum. Það eru ekki margir sem deyja í flugslysum miðað við mannfall í styrjöldum. Þó ekki séu styrjaldir og flugslys að öllu leiti sambærileg má vel líta á styrjaldir sem slys. Styrjaldir eins og flugslys eiga oft langan aðdraganda. Það eru komnar sprungur í samskipti löngu áður en stríðið brýst út. Það er samt sjaldnast gert nokkuð í málunum fyrr en stríðið er byrjað eða allavegana er orðið óumflýjanlegt. Versalasamningarnir voru til dæmis ávísun á stríð. Vissulega eru margir sem kannað hafa orsakir styrjalda og eins hafa menn lært af reynslunni og reynt að skipa málum þannig að ekki verði endurtekningar á fyrri stríðum. Þannig var Efnahagsbandalagið tilraun í þá átt. Það er sjaldnast litið á stríð sem slys. Úkraníu slysið, af hverju ekki tókst að gera Rússland hluta af vestrænum þjóðfélögum eftir að Sovétið hrundi, er verðugt rannsóknarefni. Það er sjálfsagt að stofna rannsóknarnefnd stríða, sem færi yfir aðdraganda styrjalda. Þó svona rannsóknarnefndir, væru ekki fullkomnar, þá mætti með tíð og tíma læra margt af þeim og ef vel tækist til kenna okkur að skynja bresti í samskiptum, áður en þeir leiði til styrjalda. Einhverjir gætu sagt eitthvað á þá leið að skítlegt eðli mannsins sé þannig að það þurfi lítið til, það sé jafnvel oft orsökin. Rannsóknarnefnd styrjalda myndi kasta ljósi á þennan þátt eins og fjölmarga aðra þætti, sem leiða til styrjalda. Það stoppaði ekki öll stríð, en gæti vel dregið úr tíðni þeirra. Það er dapurlegt að heyra í íslenskum ráðamönnum blása út hætturnar sem stafa af „andstæðingnum“, og berja stríðsbumburnar, eitthvað sem oft er undirbúningur að stríði. Friður er líka lausn. Fulltrúar okkar ættu að benda á það á öllum fundum að friður væri besta lausnin og að við ættum að líta á styrjaldir sem slys. Við ættum líka að mæla fyrir því og fá með okkur í lið, aðrar friðelskandi þjóðir til að stofna rannsóknarnefnd stríðsátaka. Þó ekki væri annað gagn af tillögum af þessu tagi, en að beina umræðunni frá hervæðingu og stríði að umræðu um frið, væri það árangur. Eitt ættum við að hafa lært af öllum stríðunum, að ekki er hægt að lýsa stríðum, sem baráttu hins góða og hins illa. Höfundur er fyrrverandi bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hafa verið stofnaðar fjölmargar rannsóknarnefndir, sem taka til starfa þegar það verða slys. Tökum sem dæmi rannsóknarnefndir flugslysa, sem eru til í flestum löndum. Það þurfa ekki einu sinni að verða dauðaslys, það dugir að flugvél verði fyrir einhverjum skakkaföllum, að þá kemur nefndin og rannsakar málið. Ef flugvél lendir í sjóinn er lagt í mikinn kostnað til að ná upp flakinu til að reyna að finna ástæður slyssins. Slysin eiga sér oft langan aðdraganda. Það hafa verið komnar sprungur í vængfestingu löngu áður en vængurinn dettur af. Með því að skoða festingarnar reglulega má finna litlar sprungur, sem með tíð og tíma gætu stækkað og orðið til þess að vængurinn dytti af. Þessi aðferðarfræði hefur án efa orðið til þess að gera flugvélar öruggari og þannig koma í veg fyrir mörg flugslys og bjarga mörgum mannslífum. Það eru ekki margir sem deyja í flugslysum miðað við mannfall í styrjöldum. Þó ekki séu styrjaldir og flugslys að öllu leiti sambærileg má vel líta á styrjaldir sem slys. Styrjaldir eins og flugslys eiga oft langan aðdraganda. Það eru komnar sprungur í samskipti löngu áður en stríðið brýst út. Það er samt sjaldnast gert nokkuð í málunum fyrr en stríðið er byrjað eða allavegana er orðið óumflýjanlegt. Versalasamningarnir voru til dæmis ávísun á stríð. Vissulega eru margir sem kannað hafa orsakir styrjalda og eins hafa menn lært af reynslunni og reynt að skipa málum þannig að ekki verði endurtekningar á fyrri stríðum. Þannig var Efnahagsbandalagið tilraun í þá átt. Það er sjaldnast litið á stríð sem slys. Úkraníu slysið, af hverju ekki tókst að gera Rússland hluta af vestrænum þjóðfélögum eftir að Sovétið hrundi, er verðugt rannsóknarefni. Það er sjálfsagt að stofna rannsóknarnefnd stríða, sem færi yfir aðdraganda styrjalda. Þó svona rannsóknarnefndir, væru ekki fullkomnar, þá mætti með tíð og tíma læra margt af þeim og ef vel tækist til kenna okkur að skynja bresti í samskiptum, áður en þeir leiði til styrjalda. Einhverjir gætu sagt eitthvað á þá leið að skítlegt eðli mannsins sé þannig að það þurfi lítið til, það sé jafnvel oft orsökin. Rannsóknarnefnd styrjalda myndi kasta ljósi á þennan þátt eins og fjölmarga aðra þætti, sem leiða til styrjalda. Það stoppaði ekki öll stríð, en gæti vel dregið úr tíðni þeirra. Það er dapurlegt að heyra í íslenskum ráðamönnum blása út hætturnar sem stafa af „andstæðingnum“, og berja stríðsbumburnar, eitthvað sem oft er undirbúningur að stríði. Friður er líka lausn. Fulltrúar okkar ættu að benda á það á öllum fundum að friður væri besta lausnin og að við ættum að líta á styrjaldir sem slys. Við ættum líka að mæla fyrir því og fá með okkur í lið, aðrar friðelskandi þjóðir til að stofna rannsóknarnefnd stríðsátaka. Þó ekki væri annað gagn af tillögum af þessu tagi, en að beina umræðunni frá hervæðingu og stríði að umræðu um frið, væri það árangur. Eitt ættum við að hafa lært af öllum stríðunum, að ekki er hægt að lýsa stríðum, sem baráttu hins góða og hins illa. Höfundur er fyrrverandi bóndi.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun