Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar 22. október 2025 15:32 Það er skrýtið að hugsa til þess að það sem kallað var „frekja“ í æsku, kallast „leiðtogahæfni“ í dag. Þegar ég var lítil stelpa heyrði ég oft að ég væri frekja, stjórnsöm og „bossy“. Ég var alltaf að ráðskast. „Þú átt að vera þessi dúkka og ég er þessi.“ Það er nú kannski bara eðlilegt fyrir leikskólabarn, er það ekki? Í grunnskóla fann ég að ég átti að bæla þetta niður. Ekki taka pláss. Ég mátti sjá um atriði fyrir samsönginn en ekki gera samt of mikið, eða það var allavega upplifunin. Helst ekki segja mína skoðun og ef ég þurfti að spyrja spurninga þá átti ég ekki hafa þær of langar. Mér leið eins og ég mætti ekki vera ég sjálf. Ég átti að passa í hópinn, en ég gerði það samt ekkert. Ég bældi sjálfa mig meira og meira niður, þó svo að litla stelpan í mér reyndi sífellt að brjótast út. Í seinni tíð hef ég talað við konur með svipaða upplifun. Við hlæjum að því hvernig hópaverkefnin í skólunum enduðu oft á okkur. Afsökunin „þú ert svo góð í þessu“ virðist hafa virkað á okkur allar. En góðar í hverju? Var það skipulagið á verkefninu, glærurnar, kynningin sjálf, eða bara allt af þessu? Við lærðum ekki sem börn að setja öðrum mörk í hópaverkefnunum svo hvernig áttum við að vita að við ættum ekki að sætta okkur við þetta? Síðan á eldri árum var ég oft kölluð mamman í hópnum. Þessi sem passaði upp á að dagskráin gengi upp og að allir væru með og kæmust síðan öruggir heim af djamminu. En ef maður rýnir nánar í þetta, þá sé ég ekki betur en að mömmur í þessum skilningi séu leiðtogar. Manneskjan sem passar upp á að hlutirnir gangi upp. Það var nefnilega ekki fyrr en nýlega sem að allir þessir eiginlegar sem ég átti að bæla, voru dregnir upp á yfirborðið og þeim fagnað. Ég var ekki stjórnsöm, ég hafði frumkvæði. Ég var ekki frekja, ég hafði sterkar skoðanir. Ég var ekki bossy, ég var leiðtogi. Það skiptir svo miklu máli að við segjum stelpum hvað þær eru flottar og nota ekki orð yfir þær sem hafa gríðarlega mótandi áhrifa á þeirra sjálfsmynd. Kennum þeim að það er í lagi að hafa sterkar skoðanir og að aðrir megi líka hafa skoðanir. Kennum þeim að rökræða, fara með ræður, styrkja sig til að verða kröftugu konurnar sem búa í þeim. Ef við viljum sjá konur leiða með sjálfstrausti á vinnustöðum, í stjórnmálum og í samfélaginu, þá verðum við að byrja í leikskólanum, með stelpunum sem eru að skipuleggja dúkkuleiki og trúa því að þær séu „frekjur“. Þær eru framtíðar leiðtogarnir okkar. Bælum ekki niður stelpur, byggjum þær upp, hvetjum þær til að taka pláss og verum samfélag þar sem þær mega vera þær sjálfar. Höfundur er mamma og félagi í JCI (Junior Chamber International). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er skrýtið að hugsa til þess að það sem kallað var „frekja“ í æsku, kallast „leiðtogahæfni“ í dag. Þegar ég var lítil stelpa heyrði ég oft að ég væri frekja, stjórnsöm og „bossy“. Ég var alltaf að ráðskast. „Þú átt að vera þessi dúkka og ég er þessi.“ Það er nú kannski bara eðlilegt fyrir leikskólabarn, er það ekki? Í grunnskóla fann ég að ég átti að bæla þetta niður. Ekki taka pláss. Ég mátti sjá um atriði fyrir samsönginn en ekki gera samt of mikið, eða það var allavega upplifunin. Helst ekki segja mína skoðun og ef ég þurfti að spyrja spurninga þá átti ég ekki hafa þær of langar. Mér leið eins og ég mætti ekki vera ég sjálf. Ég átti að passa í hópinn, en ég gerði það samt ekkert. Ég bældi sjálfa mig meira og meira niður, þó svo að litla stelpan í mér reyndi sífellt að brjótast út. Í seinni tíð hef ég talað við konur með svipaða upplifun. Við hlæjum að því hvernig hópaverkefnin í skólunum enduðu oft á okkur. Afsökunin „þú ert svo góð í þessu“ virðist hafa virkað á okkur allar. En góðar í hverju? Var það skipulagið á verkefninu, glærurnar, kynningin sjálf, eða bara allt af þessu? Við lærðum ekki sem börn að setja öðrum mörk í hópaverkefnunum svo hvernig áttum við að vita að við ættum ekki að sætta okkur við þetta? Síðan á eldri árum var ég oft kölluð mamman í hópnum. Þessi sem passaði upp á að dagskráin gengi upp og að allir væru með og kæmust síðan öruggir heim af djamminu. En ef maður rýnir nánar í þetta, þá sé ég ekki betur en að mömmur í þessum skilningi séu leiðtogar. Manneskjan sem passar upp á að hlutirnir gangi upp. Það var nefnilega ekki fyrr en nýlega sem að allir þessir eiginlegar sem ég átti að bæla, voru dregnir upp á yfirborðið og þeim fagnað. Ég var ekki stjórnsöm, ég hafði frumkvæði. Ég var ekki frekja, ég hafði sterkar skoðanir. Ég var ekki bossy, ég var leiðtogi. Það skiptir svo miklu máli að við segjum stelpum hvað þær eru flottar og nota ekki orð yfir þær sem hafa gríðarlega mótandi áhrifa á þeirra sjálfsmynd. Kennum þeim að það er í lagi að hafa sterkar skoðanir og að aðrir megi líka hafa skoðanir. Kennum þeim að rökræða, fara með ræður, styrkja sig til að verða kröftugu konurnar sem búa í þeim. Ef við viljum sjá konur leiða með sjálfstrausti á vinnustöðum, í stjórnmálum og í samfélaginu, þá verðum við að byrja í leikskólanum, með stelpunum sem eru að skipuleggja dúkkuleiki og trúa því að þær séu „frekjur“. Þær eru framtíðar leiðtogarnir okkar. Bælum ekki niður stelpur, byggjum þær upp, hvetjum þær til að taka pláss og verum samfélag þar sem þær mega vera þær sjálfar. Höfundur er mamma og félagi í JCI (Junior Chamber International).
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun