Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 24. október 2025 06:48 Fyrir 111 árum, þann 25. október 1914, komu konur í Reykjavík saman og stofnuðu verkakvennafélagið Framsókn. Hugmyndin um sérstakt stéttarfélag fyrir konur spratt úr kvenréttindahreyfingunni, sem lagði áherslu á að fjárhagslegt sjálfstæði og mannsæmandi vinnuaðstæður væru forsenda borgaralegra réttinda kvenna og jafnréttis kynjanna. Baráttan fyrir kjarajafnrétti og öryggi á vinnustað hefur því frá upphafi verið samfléttuð baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti. Það var krafan um jöfn laun sem fékk konur á Íslandi til að ganga út af vinnustöðum og heimilum á kvennafrídegi 1975. Og það er krafan um jöfn laun og frelsi frá ofbeldi, hvort sem er á vinnustað eða utan, sem hefur verið drifkraftur kvennaverkfalla á Íslandi síðan þá. Ofbeldi og áreitni er landlægt í samfélaginu Við höfum náð langt síðustu áratugina við að tryggja sjálfsögð mannréttindi og kjör kvenna, en við eigum þó enn töluvert í land til að ná fullu jafnrétti kynjanna. Ein stærsta meinsemdin í samfélaginu er ofbeldi gegn konum, ofbeldi sem á sér stað ekki aðeins innan veggja heimilanna eða í myrkum skuggasundum, heldur einnig á björtum vinnustöðum. Einelti og áreitni er landlægt á íslenskum vinnumarkaði. #MeToo-byltingin árið 2018 afhjúpaði skelfilegar frásagnir af ofbeldi og áreitni sem konur hafa orðið fyrir í vinnunni, frásagnir sem því miður eru ekki einsdæmi. Í rannsókn sem Félagsmálaráðuneytið lét gera á umfangi eineltis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni á vinnumarkaði árið 2020 kom fram að rúmlega 20% launafólks hefur á starfsferli sínum orðið fyrir einelti á vinnustað, 16% hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni og um 10% hefur orðið fyrir kynbundinni áreitni. Hlutfall kvenna sem hafa orðið fyrir áreitni á vinnustað er hærra, en í rannsókninni Áfallasögu kvenna við Háskóla Íslands kemur fram að 32% kvenna hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Ísland uppfyllir ekki alþjóðlegar skuldbindingar um að uppræta ofbeldi Árið 2019 samþykkti Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) samþykkt sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnustað – Samþykkt ILO nr. 190, aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni á vinnustöðum. Samþykktin skuldbindur aðildarríki til að grípa til forvarna og aðgerða gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu og kallar á virkar aðgerðir atvinnurekenda og stjórnvalda til að koma í veg fyrir og bregðast við slíkum brotum. Ekki er enn búið að fullgilda þennan sáttmála hér á Íslandi. Erum við þar eftirbátar norrænu frændþjóða, en Noregur fullgilti sáttmálann árið 2023 og Danmörk og Finnland árið 2024. Minnumst baráttu formæðra okkar Í ár minnumst við þess að fimmtíu ár eru liðin frá því að konur fóru fyrst í verkfall og sameinuðust í kröfu um jöfn kjör á vinnumarkaði. Við minnumst einnig þess að 140 ár eru liðin frá upphafi skipulagðrar kvenréttindabaráttu á Íslandi, þegar Bríet Bjarnhéðinsdóttir birti grein í tímaritinu Fjallkonunni og tók þannig til máls um kvenréttindi og stöðu kvenna, fyrst kvenna á Íslandi. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu Bríetar og allra þeirra kvenna, karla og kvára sem hafa fylgt í hennar spor, höfum við ekki enn náð að tryggja fullt jafnrétti kynjanna, hvorki á vinnumarkaði né í samfélaginu í heild. Skref í rétta átt væri að fullgilda samþykkt ILO nr. 190 og tryggja þannig að atvinnurekendur og stjórnvöld beri ábyrgð á að koma í veg fyrir ofbeldi á vinnustöðum og styðja þolendur. Viska hvetur íslensk stjórnvöld til að fullgilda samþykkt ILO nr. 190 um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni á vinnustöðum tafarlaust. Höfundur er formaður Visku – stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Fyrir 111 árum, þann 25. október 1914, komu konur í Reykjavík saman og stofnuðu verkakvennafélagið Framsókn. Hugmyndin um sérstakt stéttarfélag fyrir konur spratt úr kvenréttindahreyfingunni, sem lagði áherslu á að fjárhagslegt sjálfstæði og mannsæmandi vinnuaðstæður væru forsenda borgaralegra réttinda kvenna og jafnréttis kynjanna. Baráttan fyrir kjarajafnrétti og öryggi á vinnustað hefur því frá upphafi verið samfléttuð baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti. Það var krafan um jöfn laun sem fékk konur á Íslandi til að ganga út af vinnustöðum og heimilum á kvennafrídegi 1975. Og það er krafan um jöfn laun og frelsi frá ofbeldi, hvort sem er á vinnustað eða utan, sem hefur verið drifkraftur kvennaverkfalla á Íslandi síðan þá. Ofbeldi og áreitni er landlægt í samfélaginu Við höfum náð langt síðustu áratugina við að tryggja sjálfsögð mannréttindi og kjör kvenna, en við eigum þó enn töluvert í land til að ná fullu jafnrétti kynjanna. Ein stærsta meinsemdin í samfélaginu er ofbeldi gegn konum, ofbeldi sem á sér stað ekki aðeins innan veggja heimilanna eða í myrkum skuggasundum, heldur einnig á björtum vinnustöðum. Einelti og áreitni er landlægt á íslenskum vinnumarkaði. #MeToo-byltingin árið 2018 afhjúpaði skelfilegar frásagnir af ofbeldi og áreitni sem konur hafa orðið fyrir í vinnunni, frásagnir sem því miður eru ekki einsdæmi. Í rannsókn sem Félagsmálaráðuneytið lét gera á umfangi eineltis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni á vinnumarkaði árið 2020 kom fram að rúmlega 20% launafólks hefur á starfsferli sínum orðið fyrir einelti á vinnustað, 16% hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni og um 10% hefur orðið fyrir kynbundinni áreitni. Hlutfall kvenna sem hafa orðið fyrir áreitni á vinnustað er hærra, en í rannsókninni Áfallasögu kvenna við Háskóla Íslands kemur fram að 32% kvenna hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Ísland uppfyllir ekki alþjóðlegar skuldbindingar um að uppræta ofbeldi Árið 2019 samþykkti Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) samþykkt sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnustað – Samþykkt ILO nr. 190, aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni á vinnustöðum. Samþykktin skuldbindur aðildarríki til að grípa til forvarna og aðgerða gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu og kallar á virkar aðgerðir atvinnurekenda og stjórnvalda til að koma í veg fyrir og bregðast við slíkum brotum. Ekki er enn búið að fullgilda þennan sáttmála hér á Íslandi. Erum við þar eftirbátar norrænu frændþjóða, en Noregur fullgilti sáttmálann árið 2023 og Danmörk og Finnland árið 2024. Minnumst baráttu formæðra okkar Í ár minnumst við þess að fimmtíu ár eru liðin frá því að konur fóru fyrst í verkfall og sameinuðust í kröfu um jöfn kjör á vinnumarkaði. Við minnumst einnig þess að 140 ár eru liðin frá upphafi skipulagðrar kvenréttindabaráttu á Íslandi, þegar Bríet Bjarnhéðinsdóttir birti grein í tímaritinu Fjallkonunni og tók þannig til máls um kvenréttindi og stöðu kvenna, fyrst kvenna á Íslandi. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu Bríetar og allra þeirra kvenna, karla og kvára sem hafa fylgt í hennar spor, höfum við ekki enn náð að tryggja fullt jafnrétti kynjanna, hvorki á vinnumarkaði né í samfélaginu í heild. Skref í rétta átt væri að fullgilda samþykkt ILO nr. 190 og tryggja þannig að atvinnurekendur og stjórnvöld beri ábyrgð á að koma í veg fyrir ofbeldi á vinnustöðum og styðja þolendur. Viska hvetur íslensk stjórnvöld til að fullgilda samþykkt ILO nr. 190 um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni á vinnustöðum tafarlaust. Höfundur er formaður Visku – stéttarfélags.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun