Körfubolti

Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðar­enda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Reshawna Rosie Stone var mjög nálægt þrennunni í kvöld.
Reshawna Rosie Stone var mjög nálægt þrennunni í kvöld. Vísir/Anton Brink

Valskonur voru sterkari á lokakaflanum í kvöld og tryggðu sér nauman þriggja sigur á Tindastól, 78-75, í fjórðu umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta.

Valsliðið hefur þar með unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum og situr í öðru til fjórða sæti með liðum KR og Njarðvíkur.

Valskonur tryggðu sér sigurinn með því að vinna fjórða leikhlutann en allt var jafnt fyrir hann. Valsliðið náði fínu forskoti í lokaleikhlutanum en Stólarnir gáfust ekki upp og úr varð mikil spenna aftur í lokin. Valsliðið hélt út og er að byrja mótið vel.

Alyssa Marie Cerino skoraði 24 stig fyrir Val og Reshawna Stone var með 16 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Engin önnur skoraði yfir tíu stig en Sara Líf Boama var stigahæst íslensku stelpnanna með níu stig.

Maddie Sutton var mjög öflug hjá Tindastól og bauð upp á þrennu, skoraði 26 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Hin spænska Marta Hermida skoraði 30 stig. Engin önnur skoraði yfir tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×