Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar 23. október 2025 14:00 Ungt fólk á Íslandi er að alast upp við þann veruleika að veðmál er að verða eðlilegur partur af hinu daglega lífi. Mögulegt er að stunda veðmál á örskotsstundu hvar og hvenær sem er án eftirlits. Með farsímanum hafa ólöglegar veðmálasíður rutt sér leið inn í daglegt líf fólks m.a. inn í kennslustofuna, inn í búningsklefa íþróttafélaga, inn á heimilið og inn í svefnherbergið. Við sjáum allt niður í 13–14 ára drengi prófa sig áfram í veðmálum án eftirlits eða skilnings á því hvað þeir eru að taka þátt í. Ekki er aðeins verið að elta auðfenginn gróða, heldur einnig spennuna, adrenalínið og að verða hluti af samfélaginu sem hefur myndast að einhverju leyti út frá samfélagsmiðlum og áhrifavöldum. Samkvæmt nýjustu úttekt Kveiks og bandaríska ráðgjafafyrirtækisins Yield Sec eyða Íslendingar allt að 36 milljörðum króna á erlendum veðmálasíðum á ári.Það gerir um 80% allra veðmála Íslendinga sem þrífst án eftirlits. Gríðarlegir fjármunir streyma daglega úr landi til fyrirtækja sem hvorki greiða skatta né leggja nokkuð af mörkum til samfélagsins. Þau fjárfesta ekki í íþróttum, velferð, menntun eða forvörnum. Þau fjárfesta frekar í grípandi auglýsingum í gegnum samfélagsmiðla og áhrifavalda. Á sama tíma fá íslensk fyrirtæki, sem eru með starfsleyfi, aðeins um fimmtung af markaðnum en sú starfsemi hefur það hlutverk að skila ágóðanum til góðra málefna. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra segir réttilega að óbreytt staða sé helsta vandamálið. Það skiptir máli að skapa heilbrigða og gagnsæja umgjörð í stað þess að banna. Í því sambandi er upplagt að skoða hvernig Norðurlöndin náð stjórn á veðmálastarfsemi með reglum, yfirsýn og eftirliti. Lausnin er ekki að loka augunum, heldur að mynda traust og gagnsætt umhverfi sem verndar börn, ungt fólk og samfélagið allt. Til að fjalla um þessa nýju áskorun í íslensku samfélagi hefur Viðreisn boðað til opins fundar laugardaginn 25. október kl. 11:00 í fundarsal Viðreisnar að Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík, þar sem rætt verður um áhrif, ábyrgð og lausnir er varðar ólöglega veðmálastarfsemi á Íslandi. Framsögumenn verða meðal annars Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur, Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, Sverrir Páll Einarsson, formaður Uppreisnar, og Grímur Grímsson, alþingismaður. Fundarstjóri verður Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar. Fundurinn er opinn öllum og um er að ræða gott tækifæri til að ræða brýnt samfélagsmál með opnum huga, ábyrgð og lausnamiðaðri sýn. Höfundur er stjórnarmaður í Viðreisn Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Ungt fólk á Íslandi er að alast upp við þann veruleika að veðmál er að verða eðlilegur partur af hinu daglega lífi. Mögulegt er að stunda veðmál á örskotsstundu hvar og hvenær sem er án eftirlits. Með farsímanum hafa ólöglegar veðmálasíður rutt sér leið inn í daglegt líf fólks m.a. inn í kennslustofuna, inn í búningsklefa íþróttafélaga, inn á heimilið og inn í svefnherbergið. Við sjáum allt niður í 13–14 ára drengi prófa sig áfram í veðmálum án eftirlits eða skilnings á því hvað þeir eru að taka þátt í. Ekki er aðeins verið að elta auðfenginn gróða, heldur einnig spennuna, adrenalínið og að verða hluti af samfélaginu sem hefur myndast að einhverju leyti út frá samfélagsmiðlum og áhrifavöldum. Samkvæmt nýjustu úttekt Kveiks og bandaríska ráðgjafafyrirtækisins Yield Sec eyða Íslendingar allt að 36 milljörðum króna á erlendum veðmálasíðum á ári.Það gerir um 80% allra veðmála Íslendinga sem þrífst án eftirlits. Gríðarlegir fjármunir streyma daglega úr landi til fyrirtækja sem hvorki greiða skatta né leggja nokkuð af mörkum til samfélagsins. Þau fjárfesta ekki í íþróttum, velferð, menntun eða forvörnum. Þau fjárfesta frekar í grípandi auglýsingum í gegnum samfélagsmiðla og áhrifavalda. Á sama tíma fá íslensk fyrirtæki, sem eru með starfsleyfi, aðeins um fimmtung af markaðnum en sú starfsemi hefur það hlutverk að skila ágóðanum til góðra málefna. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra segir réttilega að óbreytt staða sé helsta vandamálið. Það skiptir máli að skapa heilbrigða og gagnsæja umgjörð í stað þess að banna. Í því sambandi er upplagt að skoða hvernig Norðurlöndin náð stjórn á veðmálastarfsemi með reglum, yfirsýn og eftirliti. Lausnin er ekki að loka augunum, heldur að mynda traust og gagnsætt umhverfi sem verndar börn, ungt fólk og samfélagið allt. Til að fjalla um þessa nýju áskorun í íslensku samfélagi hefur Viðreisn boðað til opins fundar laugardaginn 25. október kl. 11:00 í fundarsal Viðreisnar að Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík, þar sem rætt verður um áhrif, ábyrgð og lausnir er varðar ólöglega veðmálastarfsemi á Íslandi. Framsögumenn verða meðal annars Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur, Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, Sverrir Páll Einarsson, formaður Uppreisnar, og Grímur Grímsson, alþingismaður. Fundarstjóri verður Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar. Fundurinn er opinn öllum og um er að ræða gott tækifæri til að ræða brýnt samfélagsmál með opnum huga, ábyrgð og lausnamiðaðri sýn. Höfundur er stjórnarmaður í Viðreisn Reykjavík
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun