Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir og Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifa 24. október 2025 11:01 Í kjölfar samskipta milli eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og matvælaráðuneytisins árið 2023 var reglugerð sem gilti um blóðmerahald frá árinu 2022 felld úr gildi og starfsemin felld undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, sem innleiðir tilskipun 2010/63/EB sem felld var inn í EES samninginn árið 2014. Í formlegu áminningarbéfi ESA, í formi ítarlegrar álitsgerðar, kom fram skýr niðurstaða stofnunarinnar um að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum framangreindrar tilskipunar og ákvæðum EES samningsins með því að setja sér reglur um blóðtöku úr fylfullum hryssum og framleiðslu á PMSG hormóni. Féllust íslensk stjórnvöld í kjölfarið á að sú starfsemi falli innan gildissviðs reglugerðar um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni 460/2017. Nánar má lesa um ESA álitsgerðina í grein þessari frá því í maí 2023. Í dag gildir því reglugerð 460/2017 um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni um starfsemina. Hins vegar hefur líftæknifyrirtækið Ísteka haft gilt starfsleyfi á grunni reglugerðar 900/2022 sem nú er fallin úr gildi ásamt leyfinu sem rann út í byrjun október 2025. Nú njóta hryssurnar meiri verndar. Það mun hafa afleiðingar fyrir starfsemi Ísteka sem hefur mótmælt þessu harðlega. Fyrirtækið stendur nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa. Tilskipunin um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, var sett til að tryggja að lifandi dýr séu aðeins notuð í verkefni sem þjóna siðferðilega réttlætanlegu og raunverulega nauðsynlegu markmiði og að engin önnur leið sé til, til að ná sama markmiði. Þegar hægt er að komast hjá því að nota lifandi dýr, á alls ekki að nota þau. Tilgangur tilskipunarinnar er því að takmarka notkun lifandi dýra og hlífa dýrum við óþarfa þjáningu. Þar sem til eru staðkvæmdarlausnir við PMSG hormónið sem hægt er að framleiða án þess að nota lifandi dýr, stenst notkun hryssa í þessu skyni hvorki lagaleg né siðferðileg viðmið. Framleiðsla og notkun PMSG hormónsins stenst heldur ekki skilyrði sem alfarið er drifinn áfram af hagrænum hvötum til að hámarka framleiðni og gróða í kjötiðnaði. Tekið er fram í tilskipuninni að hagrænn ávinningur er ekki tækur ávinningur og á ekki að hafa áhrif á ákvörðun um hvort skuli leyfa notkun lifandi dýra. Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir læknir og formaður Samtaka um dýravelferð og Guðrún Scheving Thorsteinsson læknir og meðlimur Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Blóðmerahald Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar samskipta milli eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og matvælaráðuneytisins árið 2023 var reglugerð sem gilti um blóðmerahald frá árinu 2022 felld úr gildi og starfsemin felld undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, sem innleiðir tilskipun 2010/63/EB sem felld var inn í EES samninginn árið 2014. Í formlegu áminningarbéfi ESA, í formi ítarlegrar álitsgerðar, kom fram skýr niðurstaða stofnunarinnar um að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum framangreindrar tilskipunar og ákvæðum EES samningsins með því að setja sér reglur um blóðtöku úr fylfullum hryssum og framleiðslu á PMSG hormóni. Féllust íslensk stjórnvöld í kjölfarið á að sú starfsemi falli innan gildissviðs reglugerðar um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni 460/2017. Nánar má lesa um ESA álitsgerðina í grein þessari frá því í maí 2023. Í dag gildir því reglugerð 460/2017 um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni um starfsemina. Hins vegar hefur líftæknifyrirtækið Ísteka haft gilt starfsleyfi á grunni reglugerðar 900/2022 sem nú er fallin úr gildi ásamt leyfinu sem rann út í byrjun október 2025. Nú njóta hryssurnar meiri verndar. Það mun hafa afleiðingar fyrir starfsemi Ísteka sem hefur mótmælt þessu harðlega. Fyrirtækið stendur nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa. Tilskipunin um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, var sett til að tryggja að lifandi dýr séu aðeins notuð í verkefni sem þjóna siðferðilega réttlætanlegu og raunverulega nauðsynlegu markmiði og að engin önnur leið sé til, til að ná sama markmiði. Þegar hægt er að komast hjá því að nota lifandi dýr, á alls ekki að nota þau. Tilgangur tilskipunarinnar er því að takmarka notkun lifandi dýra og hlífa dýrum við óþarfa þjáningu. Þar sem til eru staðkvæmdarlausnir við PMSG hormónið sem hægt er að framleiða án þess að nota lifandi dýr, stenst notkun hryssa í þessu skyni hvorki lagaleg né siðferðileg viðmið. Framleiðsla og notkun PMSG hormónsins stenst heldur ekki skilyrði sem alfarið er drifinn áfram af hagrænum hvötum til að hámarka framleiðni og gróða í kjötiðnaði. Tekið er fram í tilskipuninni að hagrænn ávinningur er ekki tækur ávinningur og á ekki að hafa áhrif á ákvörðun um hvort skuli leyfa notkun lifandi dýra. Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir læknir og formaður Samtaka um dýravelferð og Guðrún Scheving Thorsteinsson læknir og meðlimur Samtaka um dýravelferð.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun