Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir, Guðrún Margrét Njálsdóttir og Þröstur Sverrisson skrifa 24. október 2025 13:16 Greinin Leikur að lýðræðinu sem þrír sveitarstjórnarmenn í Grímsnes- og Grafningshreppi birtu 23. október á Visir.is, er dæmi um hvernig pólitískur meirihluti reynir að afvegaleiða umræðuna með því að sá tortryggni og ótta meðal íbúa. Það er ekki ólöglegt að búa í frístundahúsi Félagið Búsetufrelsi tekur þó undir eitt atriði með greinarhöfundum: ef einstaklingur skráir sig í sveitarfélag eingöngu til að kjósa og flytur sig strax út aftur, þá er það ekki til fyrirmyndar og brýtur í bága við anda laganna. En slíkt er ekki það sem er til umræðu í þessari grein. Greinarhöfundar vísa í „bann við fastri búsetu í frístundabyggð“. Slíkt bann er ekki til í íslenskum lögum. Lög nr. 80/2018 um lögheimili og aðsetur segja einfaldlega að einstaklingur skrái lögheimili þar sem hann býr að staðaldri — óháð því hvort húsið er merkt sem íbúðarhús eða frístundahús. Ef einstaklingur dvelur í frístundahúsi sínu mestan hluta ársins, sefur þar, geymir eigur sínar og lifir sínu daglega lífi þar, þá er það lögheimili hans samkvæmt anda laganna. Þjóðskrá Íslands hefur heimild og skyldu til að skrá slíkt sem ótilgreint lögheimili — ekki sveitarfélagið. Það að meirihluti sveitarstjórnar haldi öðru fram er ekki aðeins rangt, heldur grefur undan réttarríkinu. Dómsmálaráðuneytið úrskurðaði gegn sveitarfélaginu Það virðist greinarhöfundum þægilegt að þegja yfir staðreynd sem skiptir hér öllu máli: Dómsmálaráðuneytið úrskurðaði nýlega gegn Grímsnes- og Grafningshreppi í máli gegn Þjóðskrá Íslands. Í þeim úrskurði var skýrt tekið fram að sveitarfélagið hafi ekki heimild til að hafa afskipti af lögheimilisskráningu einstaklinga, né að leggja mat á lögmæti hennar. Það vald er alfarið hjá Þjóðskrá samkvæmt landslögum. Þrátt fyrir þetta heldur meirihlutinn áfram að halda fram rangfærslum — líkt og úrskurður ráðuneytisins hafi aldrei verið kveðinn upp. Það er sérkennilegt að sveitarstjórn sem segist tala fyrir „heiðarleika og ábyrgð“ skuli af ásetningi hunsa úrskurð æðra stjórnvalds. Tillögur sem ganga gegn stjórnarskrá og mannréttindum Greinarhöfundar fara jafnvel lengra og hvetja til lagabreytinga sem myndu útiloka fólk sem býr í frístundahúsi frá því að skrá lögheimili í því sveitarfélagi þar sem það býr. Þær tillögur eru ekki bara ólýðræðislegar — þær væru andstæðar stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Réttur til að ráða búsetu sinni og taka þátt í lýðræðislegu samfélagi er verndaður í: 65. gr. stjórnarskrárinnar (jafnræðisreglan 75. gr. stjórnarskrárinnar (réttur til frjálsrar búsetu) 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (réttur til friðhelgi heimilis) Að setja fólk sem býr í frístundahúsi í sérstakan flokk, svipta það rétti til þjónustu af hendi sveitarfélagsins, kjörgengi og kosningarétti og merkja það sem ,,óraunverulega íbúa”, væri bæði mismunun og brot á grundvallarréttindum. Að gera lítið úr íbúum – í nafni lýðræðis Í grein þeirra er hópur fólks — þeir sem hafa löglega skráð sig með „ótilgreint heimilisfang“ eða búa í frístundahúsi — settur upp sem vandamál. Þeir eru sagðir „raska lýðræðinu“, „spila með kerfið“ og skapa ójafnvægi í samfélaginu. Þetta er ekki bara ósanngjarnt – þetta er niðrandi gagnvart íbúum sem hafa farið eftir lögum og úrskurðum stjórnvalda. Það er dapurlegt að kjörnir fulltrúar noti vettvang fjölmiðla til að draga úr trúverðugleika eigin íbúa í stað þess að vinna með þeim. Lýðræði byggir á virðingu og jafnræði – ekki á útilokun og hræðsluáróðri. Lýðræði er ekki einkamál meirihlutans Það er kaldhæðnislegt að greinarhöfundar skuli tala um „leik að lýðræðinu“ þegar þeir sjálfir reyna að draga úr þátttöku fólks í kosningum með röngum upplýsingum og rangfærslum á lögum. Lýðræði verður brothætt, ekki þegar fólk vill taka þátt – heldur þegar fulltrúar valdsins, fyrrnefndir greinarhöfundar reyna að velja hverjir fá að taka þátt í samfélaginu. Það er ekki óheiðarlegt að vilja hafa rödd í sveitarfélaginu sem maður býr í. Það sem er óheiðarlegt, er að reyna að þagga niður í þeirri rödd með villandi upplýsingum. Við sem búum í Grímsnes- og Grafningshreppi – hvort sem er í frístundahúsi með ótilgreint lögheimili eða íbúðarhúsi – erum íbúar þessa sveitarfélags í augum laga og samkvæmt úrskurði æðra stjórnvalds. Við eigum rétt til að kjósa, taka þátt og njóta virðingar – rétt eins og allir aðrir. Fyrir hönd stjórnar Búsetufrelsis, samtaka fólks með fasta búsetu í heilsárshúsi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ragna Ívarsdóttir, Guðrún Margrét Njálsdóttir og Þröstur Sverrisson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Greinin Leikur að lýðræðinu sem þrír sveitarstjórnarmenn í Grímsnes- og Grafningshreppi birtu 23. október á Visir.is, er dæmi um hvernig pólitískur meirihluti reynir að afvegaleiða umræðuna með því að sá tortryggni og ótta meðal íbúa. Það er ekki ólöglegt að búa í frístundahúsi Félagið Búsetufrelsi tekur þó undir eitt atriði með greinarhöfundum: ef einstaklingur skráir sig í sveitarfélag eingöngu til að kjósa og flytur sig strax út aftur, þá er það ekki til fyrirmyndar og brýtur í bága við anda laganna. En slíkt er ekki það sem er til umræðu í þessari grein. Greinarhöfundar vísa í „bann við fastri búsetu í frístundabyggð“. Slíkt bann er ekki til í íslenskum lögum. Lög nr. 80/2018 um lögheimili og aðsetur segja einfaldlega að einstaklingur skrái lögheimili þar sem hann býr að staðaldri — óháð því hvort húsið er merkt sem íbúðarhús eða frístundahús. Ef einstaklingur dvelur í frístundahúsi sínu mestan hluta ársins, sefur þar, geymir eigur sínar og lifir sínu daglega lífi þar, þá er það lögheimili hans samkvæmt anda laganna. Þjóðskrá Íslands hefur heimild og skyldu til að skrá slíkt sem ótilgreint lögheimili — ekki sveitarfélagið. Það að meirihluti sveitarstjórnar haldi öðru fram er ekki aðeins rangt, heldur grefur undan réttarríkinu. Dómsmálaráðuneytið úrskurðaði gegn sveitarfélaginu Það virðist greinarhöfundum þægilegt að þegja yfir staðreynd sem skiptir hér öllu máli: Dómsmálaráðuneytið úrskurðaði nýlega gegn Grímsnes- og Grafningshreppi í máli gegn Þjóðskrá Íslands. Í þeim úrskurði var skýrt tekið fram að sveitarfélagið hafi ekki heimild til að hafa afskipti af lögheimilisskráningu einstaklinga, né að leggja mat á lögmæti hennar. Það vald er alfarið hjá Þjóðskrá samkvæmt landslögum. Þrátt fyrir þetta heldur meirihlutinn áfram að halda fram rangfærslum — líkt og úrskurður ráðuneytisins hafi aldrei verið kveðinn upp. Það er sérkennilegt að sveitarstjórn sem segist tala fyrir „heiðarleika og ábyrgð“ skuli af ásetningi hunsa úrskurð æðra stjórnvalds. Tillögur sem ganga gegn stjórnarskrá og mannréttindum Greinarhöfundar fara jafnvel lengra og hvetja til lagabreytinga sem myndu útiloka fólk sem býr í frístundahúsi frá því að skrá lögheimili í því sveitarfélagi þar sem það býr. Þær tillögur eru ekki bara ólýðræðislegar — þær væru andstæðar stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Réttur til að ráða búsetu sinni og taka þátt í lýðræðislegu samfélagi er verndaður í: 65. gr. stjórnarskrárinnar (jafnræðisreglan 75. gr. stjórnarskrárinnar (réttur til frjálsrar búsetu) 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (réttur til friðhelgi heimilis) Að setja fólk sem býr í frístundahúsi í sérstakan flokk, svipta það rétti til þjónustu af hendi sveitarfélagsins, kjörgengi og kosningarétti og merkja það sem ,,óraunverulega íbúa”, væri bæði mismunun og brot á grundvallarréttindum. Að gera lítið úr íbúum – í nafni lýðræðis Í grein þeirra er hópur fólks — þeir sem hafa löglega skráð sig með „ótilgreint heimilisfang“ eða búa í frístundahúsi — settur upp sem vandamál. Þeir eru sagðir „raska lýðræðinu“, „spila með kerfið“ og skapa ójafnvægi í samfélaginu. Þetta er ekki bara ósanngjarnt – þetta er niðrandi gagnvart íbúum sem hafa farið eftir lögum og úrskurðum stjórnvalda. Það er dapurlegt að kjörnir fulltrúar noti vettvang fjölmiðla til að draga úr trúverðugleika eigin íbúa í stað þess að vinna með þeim. Lýðræði byggir á virðingu og jafnræði – ekki á útilokun og hræðsluáróðri. Lýðræði er ekki einkamál meirihlutans Það er kaldhæðnislegt að greinarhöfundar skuli tala um „leik að lýðræðinu“ þegar þeir sjálfir reyna að draga úr þátttöku fólks í kosningum með röngum upplýsingum og rangfærslum á lögum. Lýðræði verður brothætt, ekki þegar fólk vill taka þátt – heldur þegar fulltrúar valdsins, fyrrnefndir greinarhöfundar reyna að velja hverjir fá að taka þátt í samfélaginu. Það er ekki óheiðarlegt að vilja hafa rödd í sveitarfélaginu sem maður býr í. Það sem er óheiðarlegt, er að reyna að þagga niður í þeirri rödd með villandi upplýsingum. Við sem búum í Grímsnes- og Grafningshreppi – hvort sem er í frístundahúsi með ótilgreint lögheimili eða íbúðarhúsi – erum íbúar þessa sveitarfélags í augum laga og samkvæmt úrskurði æðra stjórnvalds. Við eigum rétt til að kjósa, taka þátt og njóta virðingar – rétt eins og allir aðrir. Fyrir hönd stjórnar Búsetufrelsis, samtaka fólks með fasta búsetu í heilsárshúsi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ragna Ívarsdóttir, Guðrún Margrét Njálsdóttir og Þröstur Sverrisson
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar