„Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar 26. október 2025 08:30 Þann 10. október birtist grein í Läkartidningen, sænska læknablaðinu, eftir Leif Elinder, barnalækni á eftirlaunum. Hér á eftir fylgir samantekt á efni greinarinnar, sem er mikilvægt og áhrifamikið innlegg í umræðuna um dánaraðstoð. Elinder fangar í fáum en vel völdum orðum kjarnann í því sem málið snýst um: „Að lina þjáningar er kjarninn í læknislistinni. Að neyða fólk til að þrauka hið óbærilega er hið gagnstæða.“ Greinin var skrifuð í kjölfar umfjöllunar Läkartidningen um bókina Dödshjälp. Perspektiv och begrepp eftir Gunillu Silfverberg þar sem kallað var eftir opnari og kjarkmeiri umræðu. Elinder tekur undir þá áskorun og segir að Svíþjóð þurfi að setja skýr lög sem heimila dánaraðstoð við strangar og vel skilgreindar aðstæður. Hann bendir á að þetta sé ekki fræðileg spurning heldur áþreifanlegur raunveruleiki fyrir fólk sem þjáist á lokaskeiði lífsins. „Þar má nefna einstaklinga með MND, sem vita að líkaminn mun smám saman verða að fangelsi, eða krabbameinssjúka sem þrátt fyrir bestu líknarmeðferð búa við óbærilegar kvalir. Fyrir þetta fólk nægir ekki alltaf að draga úr sársauka – það þarf að fá réttinn til að ákveða sjálft hvenær nóg sé komið.“ Gagnrýnendur dánaraðstoðar tala gjarnan um að heimild til dánaraðstoðar gæti smám saman leitt til víðtækari notkunar eða misnotkunar. Elinder bendir á að það sé nú þegar til staðar mikill ójöfnuður þrátt fyrir að ekki sé búið að lögleiða dánaraðstoð. „Sá sem hefur efni á því getur ferðast til Sviss og fengið dánaraðstoð, en hinn, sem ekki hefur fjárráð, er skilinn eftir einn til að þola sínar eigin lífslokakvalir.“ Hann minnir á að Svíþjóð sé langt á eftir öðrum löndum. Belgía, Holland, Kanada, Sviss og sum ríki Bandaríkjanna hafa þegar lögfest rétt sjúklinga til að deyja með reisn. Það sé óskiljanlegt að sænskir sjúklingar skuli ekki njóta sömu réttinda. „Við læknar berum ábyrgð á að tala skýrt. Það er ekki í samræmi við mannlega reisn að skilja fólk eftir án valkosta. Líknarmeðferð er nauðsynleg, en hún er ekki alltaf nægileg. Að veita fólki tækifæri til að ljúka lífi sínu við vandlega stýrðar og öruggar aðstæður er ekki uppgjöf heldur viðurkenning á sjálfræði og mannlegri reisn sjúklingsins.“ Að lokum spyr Elinder einfaldrar en afgerandi spurningar: „Ætlum við að leyfa sjúklingum okkar að deyja á þann hátt sem endurspeglar vilja þeirra og reisn – eða ætlum við að halda áfram að loka augunum fyrir þjáningu þeirra? Nú er kominn tími til að sýna hugrekki og ábyrgð.“ Orð Leifs Elinder minna á að umræðan um dánaraðstoð snýst ekki fyrst og fremst um dauðann, heldur um lífið – um réttinn til að lifa og deyja með reisn, í samræmi við eigin gildi og vilja. Staðan á Íslandi er auðvitað sú sama og í Svíþjóð og við tökum undir með Leif Elinder að tími sé kominn til að ræða dánaraðstoð af hreinskilni og hugrekki. Að útiloka dánaraðstoð er ekki hlutleysi heldur ákvörðun um að láta fólk án valkosta. Ef við viljum virða sjálfræði, mannúð og reisn þurfum við að bjóða upp á þann möguleika sem önnur framsækin samfélög hafa þegar samþykkt – að leyfa fólki að deyja með reisn. Ingrid Kuhlman þýddi greinina. Hún er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Þann 10. október birtist grein í Läkartidningen, sænska læknablaðinu, eftir Leif Elinder, barnalækni á eftirlaunum. Hér á eftir fylgir samantekt á efni greinarinnar, sem er mikilvægt og áhrifamikið innlegg í umræðuna um dánaraðstoð. Elinder fangar í fáum en vel völdum orðum kjarnann í því sem málið snýst um: „Að lina þjáningar er kjarninn í læknislistinni. Að neyða fólk til að þrauka hið óbærilega er hið gagnstæða.“ Greinin var skrifuð í kjölfar umfjöllunar Läkartidningen um bókina Dödshjälp. Perspektiv och begrepp eftir Gunillu Silfverberg þar sem kallað var eftir opnari og kjarkmeiri umræðu. Elinder tekur undir þá áskorun og segir að Svíþjóð þurfi að setja skýr lög sem heimila dánaraðstoð við strangar og vel skilgreindar aðstæður. Hann bendir á að þetta sé ekki fræðileg spurning heldur áþreifanlegur raunveruleiki fyrir fólk sem þjáist á lokaskeiði lífsins. „Þar má nefna einstaklinga með MND, sem vita að líkaminn mun smám saman verða að fangelsi, eða krabbameinssjúka sem þrátt fyrir bestu líknarmeðferð búa við óbærilegar kvalir. Fyrir þetta fólk nægir ekki alltaf að draga úr sársauka – það þarf að fá réttinn til að ákveða sjálft hvenær nóg sé komið.“ Gagnrýnendur dánaraðstoðar tala gjarnan um að heimild til dánaraðstoðar gæti smám saman leitt til víðtækari notkunar eða misnotkunar. Elinder bendir á að það sé nú þegar til staðar mikill ójöfnuður þrátt fyrir að ekki sé búið að lögleiða dánaraðstoð. „Sá sem hefur efni á því getur ferðast til Sviss og fengið dánaraðstoð, en hinn, sem ekki hefur fjárráð, er skilinn eftir einn til að þola sínar eigin lífslokakvalir.“ Hann minnir á að Svíþjóð sé langt á eftir öðrum löndum. Belgía, Holland, Kanada, Sviss og sum ríki Bandaríkjanna hafa þegar lögfest rétt sjúklinga til að deyja með reisn. Það sé óskiljanlegt að sænskir sjúklingar skuli ekki njóta sömu réttinda. „Við læknar berum ábyrgð á að tala skýrt. Það er ekki í samræmi við mannlega reisn að skilja fólk eftir án valkosta. Líknarmeðferð er nauðsynleg, en hún er ekki alltaf nægileg. Að veita fólki tækifæri til að ljúka lífi sínu við vandlega stýrðar og öruggar aðstæður er ekki uppgjöf heldur viðurkenning á sjálfræði og mannlegri reisn sjúklingsins.“ Að lokum spyr Elinder einfaldrar en afgerandi spurningar: „Ætlum við að leyfa sjúklingum okkar að deyja á þann hátt sem endurspeglar vilja þeirra og reisn – eða ætlum við að halda áfram að loka augunum fyrir þjáningu þeirra? Nú er kominn tími til að sýna hugrekki og ábyrgð.“ Orð Leifs Elinder minna á að umræðan um dánaraðstoð snýst ekki fyrst og fremst um dauðann, heldur um lífið – um réttinn til að lifa og deyja með reisn, í samræmi við eigin gildi og vilja. Staðan á Íslandi er auðvitað sú sama og í Svíþjóð og við tökum undir með Leif Elinder að tími sé kominn til að ræða dánaraðstoð af hreinskilni og hugrekki. Að útiloka dánaraðstoð er ekki hlutleysi heldur ákvörðun um að láta fólk án valkosta. Ef við viljum virða sjálfræði, mannúð og reisn þurfum við að bjóða upp á þann möguleika sem önnur framsækin samfélög hafa þegar samþykkt – að leyfa fólki að deyja með reisn. Ingrid Kuhlman þýddi greinina. Hún er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar