Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar 25. október 2025 11:01 Í Norðurþingi höfum við alltaf vitað að styrkur samfélagsins felst ekki í byggingum heldur í fólkinu. Það sem gerir staðinn okkar lifandi eru tengslin, samkenndin og viljinn til að taka höndum saman þegar á reynir. Við notum orðið samfélag á hverjum degi: samfélag kennara, samfélag íþróttafólks, samfélag íbúa. En hvað felst í orðinu samfélag? Það er ekki bara að búa á sama stað. Samfélag verður ekki til nema við viljum bera ábyrgð hvert á öðru. Í litlu sveitarfélagi eins og okkar sést þetta skýrar en víðast hvar annars staðar. Hér hittumst við í sundlauginni, á íþróttaleikjum, á foreldrafundum og í búðinni. Við vitum hverjir eru nýfluttir og hverjir eiga erfitt. Við vitum líka að þegar við stöndum saman getum við tekist á við stór verkefni hvort sem það snýst um að efla bæjarandann, halda betur utan um fólkið okkar eða skapa ný tækifæri í atvinnulífinu. Samfélagið þarf á slíkri samstöðu að halda. En það þarf líka eitthvað frá okkur öllum. Það þarf að við látum okkur hvort annað varða. Að við mætum á opna fundi, tölum saman í stað þess að tala framhjá hvert öðru og að við tökum þátt í að móta framtíðina í stað þess að bíða eftir að einhver annar geri það. Samfélag er ekki þjónusta sem við þiggjum, það er samvinnuverkefni sem við eigum öll hlutdeild í. Verkefnið er stórt og flókið en það léttist umtalsvert ef við leggjum okkar af mörkum. Við sem tilheyrum samfélaginu þurfum að koma með hugmyndir, sjá tækifæri þar sem aðrir sjá vandamál og þora að prófa nýjar leiðir. Samfélag sem vill vaxa þarf ekki bara samstöðu, heldur líka sköpunarkraft og hugrekki til að breyta hlutum til hins betra. Við höfum séð hvað gerist þegar traustið rofnar, þegar umræðan verður beitt og fólki hættir til að sjá fyrst það sem skilur okkur að, í stað þess sem sameinar okkur. Þá gleymum við því að við eigum í raun sömu óskir: að börnin okkar fái tækifæri til að lifa hér góðu lífi, að atvinnulífið sé sterkt og að samfélagið okkar sé öruggt og lifandi. Það er á þessum grunni sem framtíð Norðurþings byggist. Ef við getum hlustað hvert á annað, átt samtöl frekar en rifrildi og unnið sameiginlega að lausnum, þá getum við gert meira en að halda samfélaginu gangandi. Við getum gert það að fyrirmynd þess hvernig litlar byggðir víða um land geta blómstrað með samstöðu og virðingu að leiðarljósi. Samfélag er ekki eitthvað sem við eigum, það er eitthvað sem við gerum, saman. Höfundur er oddviti S-lista Samfylkingar og óháðra í Norðurþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Norðurþing Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í Norðurþingi höfum við alltaf vitað að styrkur samfélagsins felst ekki í byggingum heldur í fólkinu. Það sem gerir staðinn okkar lifandi eru tengslin, samkenndin og viljinn til að taka höndum saman þegar á reynir. Við notum orðið samfélag á hverjum degi: samfélag kennara, samfélag íþróttafólks, samfélag íbúa. En hvað felst í orðinu samfélag? Það er ekki bara að búa á sama stað. Samfélag verður ekki til nema við viljum bera ábyrgð hvert á öðru. Í litlu sveitarfélagi eins og okkar sést þetta skýrar en víðast hvar annars staðar. Hér hittumst við í sundlauginni, á íþróttaleikjum, á foreldrafundum og í búðinni. Við vitum hverjir eru nýfluttir og hverjir eiga erfitt. Við vitum líka að þegar við stöndum saman getum við tekist á við stór verkefni hvort sem það snýst um að efla bæjarandann, halda betur utan um fólkið okkar eða skapa ný tækifæri í atvinnulífinu. Samfélagið þarf á slíkri samstöðu að halda. En það þarf líka eitthvað frá okkur öllum. Það þarf að við látum okkur hvort annað varða. Að við mætum á opna fundi, tölum saman í stað þess að tala framhjá hvert öðru og að við tökum þátt í að móta framtíðina í stað þess að bíða eftir að einhver annar geri það. Samfélag er ekki þjónusta sem við þiggjum, það er samvinnuverkefni sem við eigum öll hlutdeild í. Verkefnið er stórt og flókið en það léttist umtalsvert ef við leggjum okkar af mörkum. Við sem tilheyrum samfélaginu þurfum að koma með hugmyndir, sjá tækifæri þar sem aðrir sjá vandamál og þora að prófa nýjar leiðir. Samfélag sem vill vaxa þarf ekki bara samstöðu, heldur líka sköpunarkraft og hugrekki til að breyta hlutum til hins betra. Við höfum séð hvað gerist þegar traustið rofnar, þegar umræðan verður beitt og fólki hættir til að sjá fyrst það sem skilur okkur að, í stað þess sem sameinar okkur. Þá gleymum við því að við eigum í raun sömu óskir: að börnin okkar fái tækifæri til að lifa hér góðu lífi, að atvinnulífið sé sterkt og að samfélagið okkar sé öruggt og lifandi. Það er á þessum grunni sem framtíð Norðurþings byggist. Ef við getum hlustað hvert á annað, átt samtöl frekar en rifrildi og unnið sameiginlega að lausnum, þá getum við gert meira en að halda samfélaginu gangandi. Við getum gert það að fyrirmynd þess hvernig litlar byggðir víða um land geta blómstrað með samstöðu og virðingu að leiðarljósi. Samfélag er ekki eitthvað sem við eigum, það er eitthvað sem við gerum, saman. Höfundur er oddviti S-lista Samfylkingar og óháðra í Norðurþingi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun