Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar 25. október 2025 11:33 Á kvennafrídaginn 2025 voru fréttamiðlar undirlagðir umfjöllun um samstöðu kvenna um allt land, akkúrat hálfri öld frá því að 90% íslenskra kvenna fjölmenntu á Arnarhól með kröfur um jafnrétti, framþróun og frið. Samdægurs birtist frétt á Vísi um að þingsályktunartillögu fyrir fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum hafi verið dreift á Alþingi. Hún felur í sér áherslu á „aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki“. Fréttin af aukinni þátttöku Íslands í hernaðarbrölti er blaut tuska í andlitið á kvennabaráttunni á þessum degi, þegar það eru 50 ár síðan verkalýðsforinginn Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir mælti þessi orð á Kvennafrídeginum á Arnarhóli: „Við íslenskar konur bárum gæfu til þess að verða fyrstar kvenna í heiminum til að ná samstöðu um þennan dag. Ég er stolt af því. En fleiri koma á eftir. Konan er að vakna. Hún veit að karlmenn hafa ráðið heiminum frá því sögur hófust. Og hvernig hefur sá heimur verið? Hann hefur löðrað í blóði og logað af kvöl. Ég trúi því að þessi heimur breytist þegar konur fara að stjórna honum til jafns við karla. Ég vil og ég trúi því að þið viljið það allar, að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni. Við viljum leysa ágreiningsmál án vopna. Við viljum ekki byggja fangelsi heldur opna þau í hvaða landi sem er þar sem fangar eru lokaðir inni og kvaldir vegna skoðana sinna. Við tökum undir við alþjóðafangahjálpina: „Kvöl þeirra er samviska vor.“ Við viljum mannúðina í öndvegið en grimmdina og græðgina á dyr.“ Ég spyr mig hvað Aðalheiði hefði fundist um það að nú þegar konur eru utanríkisráðherrar okkar og forsætisráðherrar, taki þær fullan þátt í hernaðarhyggjunni sem Aðalheiður talaði gegn? Utanríkisráðherra okkar er tíðrætt um öryggi og varnarsamstarf Íslands og hikar Valkyrjuríkisstjórnin svokallaða ekki við að halla sér upp að Bandaríkjunum, þjóð sem er hvað stórtækust í að brjóta alþjóðalög með því að vopnvæða Ísrael, fjármagna þjóðarmorðið á Gaza. Þau grafa undan alþjóðadómstólum með því að bjóða ísraelska stríðsglæpamenn velkomna og varpa sprengjum á skip í Karabíska og Miðjarahafinu án nokkurra haldbærra réttlætinga, svo fátt eitt sé nefnt. Bandaríkin, með níðinginn og fjárglæpamanninn Donald Trump í fararbroddi vinna nú markvisst að eyðileggingu á réttindum kvenna, hinsegin fólks, innflytjenda og fjölmiðlafrelsis. Allt tal Þorgerðar Katrínar um frið, lýðræði og mannréttindi verður því í besta falli að innantómu orðagljáfri og í versta falli að vísvitandi gaslýsingu gagnvart íslensku þjóðinni þegar þau eru sett í samhengi við samstarf við Bandaríkin. Tilraun til þess að telja okkur trú um að Valkyrjustjórnin sé að vinna að frið og öryggi í heiminum, þegar raunin er sú að þessi ríkisstjórn vill ekki standa fyrir öruggari heimi, heldur heimi þar sem þjóðarmorðingjar og vinir þeirra ráða ríkjum óháð alþjóðalögum. Og hvað ætli Aðalheiði heitinni fyndist um að dómsmálaráðherra vor, sem er jú einnig kona, hafi skálað við konur í Gamla Bíó í dag að loknum útifundi, svona rétt á milli þess sem hún undirbjó fangelsisvist fyrir flóttabörn? Ætli hafi verið skálað fyrir meðferðinni á kynsystur dómsmálaráðherra, henni Mariiam, sem var enn að jafna sig eftir keisaraskurð eftir tvíburafæðingu hér á landi þegar henni og börnunum var brottvísað til Króatíu? Mariiam þarf aðstoð við nánast allar daglegar athafnir vegna veikinda en er nú ein með börnin þar sem faðirinn hefur verið fluttur í varðhald. Þau bíða öll brottflutnings til Rússlands. Ólíkt Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur á kvennafrídaginn 1975 þá trúi ég því miður ekki að heimurinn breytist þegar konur fara að stjórna honum til jafns við karla. Ekki þegar þær konur hafa ekki haft hugrekki til annars en að halla sér að hrottum heimsins á kostnað þeirra þjáðu, og fórna í leiðinni sjálfstæði þjóðarinnar. Ég vona að í kjölfar þeirrar mögnuðu samstöðu sem náðist enn á ný 24.október 2025, getum við rutt brautina í átt að þeirri hugrökku heimssýn sem Aðalheiður hafði: Ég vil og ég trúi því að þið viljið það allar, að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni. [...] Við viljum mannúðina í öndvegið en grimmdina og græðgina á dyr. Höfundur er sviðslistakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Á kvennafrídaginn 2025 voru fréttamiðlar undirlagðir umfjöllun um samstöðu kvenna um allt land, akkúrat hálfri öld frá því að 90% íslenskra kvenna fjölmenntu á Arnarhól með kröfur um jafnrétti, framþróun og frið. Samdægurs birtist frétt á Vísi um að þingsályktunartillögu fyrir fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum hafi verið dreift á Alþingi. Hún felur í sér áherslu á „aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki“. Fréttin af aukinni þátttöku Íslands í hernaðarbrölti er blaut tuska í andlitið á kvennabaráttunni á þessum degi, þegar það eru 50 ár síðan verkalýðsforinginn Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir mælti þessi orð á Kvennafrídeginum á Arnarhóli: „Við íslenskar konur bárum gæfu til þess að verða fyrstar kvenna í heiminum til að ná samstöðu um þennan dag. Ég er stolt af því. En fleiri koma á eftir. Konan er að vakna. Hún veit að karlmenn hafa ráðið heiminum frá því sögur hófust. Og hvernig hefur sá heimur verið? Hann hefur löðrað í blóði og logað af kvöl. Ég trúi því að þessi heimur breytist þegar konur fara að stjórna honum til jafns við karla. Ég vil og ég trúi því að þið viljið það allar, að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni. Við viljum leysa ágreiningsmál án vopna. Við viljum ekki byggja fangelsi heldur opna þau í hvaða landi sem er þar sem fangar eru lokaðir inni og kvaldir vegna skoðana sinna. Við tökum undir við alþjóðafangahjálpina: „Kvöl þeirra er samviska vor.“ Við viljum mannúðina í öndvegið en grimmdina og græðgina á dyr.“ Ég spyr mig hvað Aðalheiði hefði fundist um það að nú þegar konur eru utanríkisráðherrar okkar og forsætisráðherrar, taki þær fullan þátt í hernaðarhyggjunni sem Aðalheiður talaði gegn? Utanríkisráðherra okkar er tíðrætt um öryggi og varnarsamstarf Íslands og hikar Valkyrjuríkisstjórnin svokallaða ekki við að halla sér upp að Bandaríkjunum, þjóð sem er hvað stórtækust í að brjóta alþjóðalög með því að vopnvæða Ísrael, fjármagna þjóðarmorðið á Gaza. Þau grafa undan alþjóðadómstólum með því að bjóða ísraelska stríðsglæpamenn velkomna og varpa sprengjum á skip í Karabíska og Miðjarahafinu án nokkurra haldbærra réttlætinga, svo fátt eitt sé nefnt. Bandaríkin, með níðinginn og fjárglæpamanninn Donald Trump í fararbroddi vinna nú markvisst að eyðileggingu á réttindum kvenna, hinsegin fólks, innflytjenda og fjölmiðlafrelsis. Allt tal Þorgerðar Katrínar um frið, lýðræði og mannréttindi verður því í besta falli að innantómu orðagljáfri og í versta falli að vísvitandi gaslýsingu gagnvart íslensku þjóðinni þegar þau eru sett í samhengi við samstarf við Bandaríkin. Tilraun til þess að telja okkur trú um að Valkyrjustjórnin sé að vinna að frið og öryggi í heiminum, þegar raunin er sú að þessi ríkisstjórn vill ekki standa fyrir öruggari heimi, heldur heimi þar sem þjóðarmorðingjar og vinir þeirra ráða ríkjum óháð alþjóðalögum. Og hvað ætli Aðalheiði heitinni fyndist um að dómsmálaráðherra vor, sem er jú einnig kona, hafi skálað við konur í Gamla Bíó í dag að loknum útifundi, svona rétt á milli þess sem hún undirbjó fangelsisvist fyrir flóttabörn? Ætli hafi verið skálað fyrir meðferðinni á kynsystur dómsmálaráðherra, henni Mariiam, sem var enn að jafna sig eftir keisaraskurð eftir tvíburafæðingu hér á landi þegar henni og börnunum var brottvísað til Króatíu? Mariiam þarf aðstoð við nánast allar daglegar athafnir vegna veikinda en er nú ein með börnin þar sem faðirinn hefur verið fluttur í varðhald. Þau bíða öll brottflutnings til Rússlands. Ólíkt Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur á kvennafrídaginn 1975 þá trúi ég því miður ekki að heimurinn breytist þegar konur fara að stjórna honum til jafns við karla. Ekki þegar þær konur hafa ekki haft hugrekki til annars en að halla sér að hrottum heimsins á kostnað þeirra þjáðu, og fórna í leiðinni sjálfstæði þjóðarinnar. Ég vona að í kjölfar þeirrar mögnuðu samstöðu sem náðist enn á ný 24.október 2025, getum við rutt brautina í átt að þeirri hugrökku heimssýn sem Aðalheiður hafði: Ég vil og ég trúi því að þið viljið það allar, að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni. [...] Við viljum mannúðina í öndvegið en grimmdina og græðgina á dyr. Höfundur er sviðslistakona.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun