Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 27. október 2025 09:01 Þann 24. október var kvennaverkfallið haldið í 50. sinn. Í hálfa öld hafa konur á Íslandi staðið saman og minnt á að án þeirra stöðvast samfélagið. Þær hafa krafist þess að störf þeirra séu metin, að laun þeirra endurspegli ábyrgðina sem þær bera og að rödd þeirra heyrist. En jafnvel í samfélagi sem telur sig vera í fararbroddi í jafnréttismálum er enn einn geiri þar sem misréttið lifir og hrærir: heilbrigðiskerfið. Um 80% starfsmanna Landspítalans eru konur. Konur sjá um umönnun, hjúkrun, aðstoð og mannlega nærveru. Þættina sem halda kerfinu uppi dag frá degi. Ef konurnar myndu leggja niður störf myndi heilbrigðiskerfið lamast á örfáum dögum. Það er óumdeilanlegt. Þrátt fyrir þetta blasir kaldhæðnin við, sama kerfi og þær halda uppi, tekur þær síður alvarlega þegar þær stíga þar inn sem sjúklingar. Það er sorgleg staðreynd að margar konur á Íslandi upplifa að þær séu ekki teknar alvarlega þegar þær leita sér læknisaðstoðar. Einkenni þeirra eru oft afskrifuð sem kvíði, streita eða hormónar. Þær fá ráð um að „slaka á“ þegar í raun eru þær að lýsa alvarlegum veikindum. Fjölmargar konur segja frá því að þær hafi þurft að hafa karlmann með sér til að fá lækninn til að hlusta. Að sama lýsingin, sögð með djúpri karlrödd, veki allt í einu viðbrögð, rannsóknir og meðferð. Þegar konan talar ein, er henni hins vegar mætt með efa eða hunsun. Þetta er ekki tilviljun, heldur kerfislægur kynjamismunur innbyggður í menningu heilbrigðiskerfisins, í kennslubókum, í greiningum og jafnvel í rannsóknum. Flestir sjúkdómar sem hrjá konur hafa lengi verið vanrannsakaðir, misskildir eða einfaldlega hunsaðir. Þetta á við um sjúkdóma eins og Endó, PCOS, POTS, króníska þreytu, hormónatengda sjúkdóma, sársauka og ónæmisraskanir. Þeir eru oft taldir „óútskýrðir“ en það sem raunverulega skortir er ekki svör, heldur áhugi, rannsóknarfé og virðing fyrir reynslu kvenna. Heilbrigðiskerfið var í áratugi byggt á rannsóknum á karlmönnum. Að svokallaðir kvensjúkdómar voru rannsakaðir á karlkynslíkömum. Líkami karlsins var talinn „sjálfgefinn“ líkami mannsins og af því leiddi að konur voru undantekningin. Þess vegna eru einkenni hjartaáfalla hjá konum síður þekkt, verkir þeirra teknir minna alvarlega og sjúkdómar þeirra greindir seinna. Þetta hefur ekki bara áhrif á lífsgæði kvenna, heldur getur bókstaflega kostað þær lífið. Þegar konur lýsa veikindum sínum eru þær alltof oft sakaðar um að ýkja eða vera „of næmar“. Þegar þær krefjast útskýringa eru þær merktar sem „erfiðar“. Þegar þær spyrja of margra spurninga eru þær sagt að hætta að googla. Þetta er ekki jafnræði, þetta er valdbeiting, fínleg, menningarleg og kerfisbundin. Við megum ekki sætta okkur við heilbrigðiskerfi þar sem trúverðugleiki sjúklings ræðst af kyni hans. Kvennaverkfallið minnir okkur á að jafnrétti er ekki aflokið verkefni. Það þarf að berjast fyrir því á hverjum degi, á vinnustöðum, í skólum og já, á heilsugæslum og spítölum landsins. Það er ekki hægt að tala um jafnrétti á Íslandi á meðan heilbrigðiskerfið hlustar frekar á karla en konur. Það er ekki hægt að hrósa sér af jafnrétti á meðan sjúkdómar kvenna eru hunsaðir, rannsóknir á þeim vanræktar og reynsla þeirra gerð ósýnileg. Konur halda heilbrigðiskerfinu gangandi en kerfið verður ekki heilbrigt fyrr en það hlustar líka á þær. Það er kominn tími til að stjórnvöld, heilbrigðisyfirvöld og fagfólk í kerfinu taki þessu alvarlega. Það þarf að breyta menningunni, viðhorfunum og verklaginu. Ekki með einhverjum fallegum orðum, heldur með aðgerðum. Við krefjumst þess að konur séu teknar jafn alvarlega og karlar, að veikindi þeirra fái sömu athygli og að rödd þeirra verði ekki lengur þögguð. Jafnrétti má ekki enda við hurð spítalans. Það á að byrja þar. Höfundur er kennaranemi við HA og sjúklingur með POTS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Þann 24. október var kvennaverkfallið haldið í 50. sinn. Í hálfa öld hafa konur á Íslandi staðið saman og minnt á að án þeirra stöðvast samfélagið. Þær hafa krafist þess að störf þeirra séu metin, að laun þeirra endurspegli ábyrgðina sem þær bera og að rödd þeirra heyrist. En jafnvel í samfélagi sem telur sig vera í fararbroddi í jafnréttismálum er enn einn geiri þar sem misréttið lifir og hrærir: heilbrigðiskerfið. Um 80% starfsmanna Landspítalans eru konur. Konur sjá um umönnun, hjúkrun, aðstoð og mannlega nærveru. Þættina sem halda kerfinu uppi dag frá degi. Ef konurnar myndu leggja niður störf myndi heilbrigðiskerfið lamast á örfáum dögum. Það er óumdeilanlegt. Þrátt fyrir þetta blasir kaldhæðnin við, sama kerfi og þær halda uppi, tekur þær síður alvarlega þegar þær stíga þar inn sem sjúklingar. Það er sorgleg staðreynd að margar konur á Íslandi upplifa að þær séu ekki teknar alvarlega þegar þær leita sér læknisaðstoðar. Einkenni þeirra eru oft afskrifuð sem kvíði, streita eða hormónar. Þær fá ráð um að „slaka á“ þegar í raun eru þær að lýsa alvarlegum veikindum. Fjölmargar konur segja frá því að þær hafi þurft að hafa karlmann með sér til að fá lækninn til að hlusta. Að sama lýsingin, sögð með djúpri karlrödd, veki allt í einu viðbrögð, rannsóknir og meðferð. Þegar konan talar ein, er henni hins vegar mætt með efa eða hunsun. Þetta er ekki tilviljun, heldur kerfislægur kynjamismunur innbyggður í menningu heilbrigðiskerfisins, í kennslubókum, í greiningum og jafnvel í rannsóknum. Flestir sjúkdómar sem hrjá konur hafa lengi verið vanrannsakaðir, misskildir eða einfaldlega hunsaðir. Þetta á við um sjúkdóma eins og Endó, PCOS, POTS, króníska þreytu, hormónatengda sjúkdóma, sársauka og ónæmisraskanir. Þeir eru oft taldir „óútskýrðir“ en það sem raunverulega skortir er ekki svör, heldur áhugi, rannsóknarfé og virðing fyrir reynslu kvenna. Heilbrigðiskerfið var í áratugi byggt á rannsóknum á karlmönnum. Að svokallaðir kvensjúkdómar voru rannsakaðir á karlkynslíkömum. Líkami karlsins var talinn „sjálfgefinn“ líkami mannsins og af því leiddi að konur voru undantekningin. Þess vegna eru einkenni hjartaáfalla hjá konum síður þekkt, verkir þeirra teknir minna alvarlega og sjúkdómar þeirra greindir seinna. Þetta hefur ekki bara áhrif á lífsgæði kvenna, heldur getur bókstaflega kostað þær lífið. Þegar konur lýsa veikindum sínum eru þær alltof oft sakaðar um að ýkja eða vera „of næmar“. Þegar þær krefjast útskýringa eru þær merktar sem „erfiðar“. Þegar þær spyrja of margra spurninga eru þær sagt að hætta að googla. Þetta er ekki jafnræði, þetta er valdbeiting, fínleg, menningarleg og kerfisbundin. Við megum ekki sætta okkur við heilbrigðiskerfi þar sem trúverðugleiki sjúklings ræðst af kyni hans. Kvennaverkfallið minnir okkur á að jafnrétti er ekki aflokið verkefni. Það þarf að berjast fyrir því á hverjum degi, á vinnustöðum, í skólum og já, á heilsugæslum og spítölum landsins. Það er ekki hægt að tala um jafnrétti á Íslandi á meðan heilbrigðiskerfið hlustar frekar á karla en konur. Það er ekki hægt að hrósa sér af jafnrétti á meðan sjúkdómar kvenna eru hunsaðir, rannsóknir á þeim vanræktar og reynsla þeirra gerð ósýnileg. Konur halda heilbrigðiskerfinu gangandi en kerfið verður ekki heilbrigt fyrr en það hlustar líka á þær. Það er kominn tími til að stjórnvöld, heilbrigðisyfirvöld og fagfólk í kerfinu taki þessu alvarlega. Það þarf að breyta menningunni, viðhorfunum og verklaginu. Ekki með einhverjum fallegum orðum, heldur með aðgerðum. Við krefjumst þess að konur séu teknar jafn alvarlega og karlar, að veikindi þeirra fái sömu athygli og að rödd þeirra verði ekki lengur þögguð. Jafnrétti má ekki enda við hurð spítalans. Það á að byrja þar. Höfundur er kennaranemi við HA og sjúklingur með POTS.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar