Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar 27. október 2025 08:02 Af hverju samþykki ég á hverju ári að taka að mér umsjón? Það er eiginlega fáránlegt. Ekki vegna þess að að það stríði gegn því sem ég vil vera að gera í lífinu eða að ég telji mig ekki valda verkefninu. Nei, það er fáránlegt vegna þess að ég vel starfið þó mér þyki umgjörð starfsins óskiljanlega þversagnakennda. Starf umsjónarkennara er launað og telst því atvinna samkvæmt skilgreiningu. Samkvæmt gildandi kjarasamningi bætast tveir launaflokkar við einstakling sem tekur að sér umsjón samanborið við aðra grunnskólakennara. Í grunnlaunum reiknað gera það um þrjátíuogeittþúsund krónur. Hvort það séu sanngjörn laun fyrir starfið skal ósagt látið. Eitt er víst að þessir tveir launaflokkar eru ekki ástæða þess að ég tek að mér umsjón. En starfið er launað og þar með viðurkennt að verið sé að greiða fyrir einhverjar athafnir. En fyrir hvaða athafnir er greitt? Verkefnalista umsjónarkennara má í raun líkja við óútfylltan tékka. Um lagalegar skyldur umsjónarkennarans má lesa í grunnskólalögunum en sá lagabókstafur lýsir ekki öllum hliðum starfsins. Til að gera langa sögu stutta má súmmera þær í þrjú orð: ,,önnur tilfallandi störf” sem varða umsjónarnemendur okkar. Það væri raunar að æra óstöðugan að þylja upp verkefnalista umsjónarkennara og sosem ekki efni þessarar greinar (þó svo væri gæti ég ekki sett slíkan lista saman). Starfið mun aldrei verða meitlað í stein vegna þess að nemendur okkar og aðstandendur þeirra verða ekki meitlaðir í stein. Hugmyndir fólks um starfið og upplifun verða því alltaf háðar stað, stund og þeim sem mætir starfinu hverju sinni. Það má raunar ganga svo langt að segja að starfið sé ásættanlega óskiljanleg hugmynd. Og ef til vill mætti segja að það væri fáránlegt að reyna að öðlast fullan skilning á starfinu. En starfið er til, það krefst athygli og tíma. Svo mikið er víst. Annað má vera ásættanlega óskiljanlegt. Starfið er launað og það er til. Skilgreiningin á umsjónarkennara er þá einhvern veginn á þessa leið: Umsjónarkennari er grunnskólakennari sem fær greitt fyrir að bæta við sig öðrum tilfallandi verkefnum umsjónarkennarans. Réttast væri kannski að segja: Ég er grunnskóla- og umsjónarkennari. Kannski ættum við að venja okkur á að orða starfið okkar með slíkri langloku, svona eins og ,,Barna- og menningarmálaráðherra”. Kannski er það meira lýsandi af því hann er grunn- og umsjónarkennari. Grunn- og umsjónarkennari ætti að fá einhver kjör umfram aðra grunnskólakennara - ekki bara kaup umfram grunnskólakennara án umsjónar - að mínu mati. Eina leiðin sem ég sé til þess er að minnka kennsluskyldu. Með því móti væri umsjónarkennari í raun grunnskólakennari í hlutastarfi. Summan yrði eftir sem áður fullt starf og því viðurkenning á því að verkefni umsjónarkennarans krefjist tíma og athygli. En hvernig er þetta í raun. Skoðum stöðuna eins og hún er í dag. Grunnlaun grunnskólakennara eru 707.441 kr. Við þær bætast 31.092 kr. fyrir umsjónina. Umsjónarkennslan er sem sé metin 4% af heildarlaunum grunnskóla- og umsjónarkennarans. Ef við reiknum það sem hlutfall af vinnuviku (42,86 klst.) þá gera það um það bil 100 mínútur á viku, ríflega eina og hálfa klukkustund. En er þá verið að greiða fyrir mínútur umfram fullt starf? Ónei. Umsjónarkennarar semja um sömu vinnuskyldu og aðrir grunnskólakennarar. Tíminn sem ég fæ samkvæmt kjarasamningi til að sinna verkefnum umsjónarkennarans umfram aðra grunnskólakennara er því 0 mínútur. Ég hef 0 mínútur á viku til að veita umsjónarnemendum mínum athygli. Ég á bara að vinna hraðar! Veita nemendum athygli hraðar, fylgjast hratt með þeim, vera snöggur að leiðbeina þeim um nám og starf, fara hraðar yfir verkefni og græja kennslurýmið hraðar en aðrir grunnskólakennarar svo eitthvað sé nefnt. Ég fæ jú tvo launaflokka að auki. 0 mínútur en tvo launaflokka. Tilvist umsjónarkennarans einkennist af óskiljanlegri þversögn. Hún er einhvern veginn svona: ,,Það er til starf sem er hlaðið formlegum og óformlegum skyldum sem allar krefjast tíma og athygli en vinna skal á 0 mínútum fyrir þrjátíuogeittþúsund krónur”. Ég get ekki séð að þetta sé ásættanlegt módel. Hvorki fyrir umsjónarkennarann sjálfan né foreldra, nemendur og aðra sem treysta á athygli, fagmennsku og umhyggju umsjónarkennarans. Umsjónarkennari er lykilpersóna þegar kemur að samskiptum heimilis og skóla og gegnir lykilhlutverki í að fylgjast með skólagöngu, þroska og líðan nemenda. Hann er mikilvæg forsenda fyrir því að einhver skólaþróun geti orðið að veruleika. Ég mun líklega áfram sækjast eftir því að vera umsjónarkennari vegna þess að starfið er skemmtilegt, gefandi og mikilvægt. Ég samþykki að hlutverk umsjónarkennarans séu stundum óræð og óskiljanleg. Þess vegna segi ég að þau séu ásættanlega óskiljanleg. En ég mun hugsa mig tvisvar um áður en ég samþykki kjarasamning fyrir umsjónarkennara upp á 0 mínútur og þrjátíuogeittþúsund krónur. Höfundur er kennari og foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Af hverju samþykki ég á hverju ári að taka að mér umsjón? Það er eiginlega fáránlegt. Ekki vegna þess að að það stríði gegn því sem ég vil vera að gera í lífinu eða að ég telji mig ekki valda verkefninu. Nei, það er fáránlegt vegna þess að ég vel starfið þó mér þyki umgjörð starfsins óskiljanlega þversagnakennda. Starf umsjónarkennara er launað og telst því atvinna samkvæmt skilgreiningu. Samkvæmt gildandi kjarasamningi bætast tveir launaflokkar við einstakling sem tekur að sér umsjón samanborið við aðra grunnskólakennara. Í grunnlaunum reiknað gera það um þrjátíuogeittþúsund krónur. Hvort það séu sanngjörn laun fyrir starfið skal ósagt látið. Eitt er víst að þessir tveir launaflokkar eru ekki ástæða þess að ég tek að mér umsjón. En starfið er launað og þar með viðurkennt að verið sé að greiða fyrir einhverjar athafnir. En fyrir hvaða athafnir er greitt? Verkefnalista umsjónarkennara má í raun líkja við óútfylltan tékka. Um lagalegar skyldur umsjónarkennarans má lesa í grunnskólalögunum en sá lagabókstafur lýsir ekki öllum hliðum starfsins. Til að gera langa sögu stutta má súmmera þær í þrjú orð: ,,önnur tilfallandi störf” sem varða umsjónarnemendur okkar. Það væri raunar að æra óstöðugan að þylja upp verkefnalista umsjónarkennara og sosem ekki efni þessarar greinar (þó svo væri gæti ég ekki sett slíkan lista saman). Starfið mun aldrei verða meitlað í stein vegna þess að nemendur okkar og aðstandendur þeirra verða ekki meitlaðir í stein. Hugmyndir fólks um starfið og upplifun verða því alltaf háðar stað, stund og þeim sem mætir starfinu hverju sinni. Það má raunar ganga svo langt að segja að starfið sé ásættanlega óskiljanleg hugmynd. Og ef til vill mætti segja að það væri fáránlegt að reyna að öðlast fullan skilning á starfinu. En starfið er til, það krefst athygli og tíma. Svo mikið er víst. Annað má vera ásættanlega óskiljanlegt. Starfið er launað og það er til. Skilgreiningin á umsjónarkennara er þá einhvern veginn á þessa leið: Umsjónarkennari er grunnskólakennari sem fær greitt fyrir að bæta við sig öðrum tilfallandi verkefnum umsjónarkennarans. Réttast væri kannski að segja: Ég er grunnskóla- og umsjónarkennari. Kannski ættum við að venja okkur á að orða starfið okkar með slíkri langloku, svona eins og ,,Barna- og menningarmálaráðherra”. Kannski er það meira lýsandi af því hann er grunn- og umsjónarkennari. Grunn- og umsjónarkennari ætti að fá einhver kjör umfram aðra grunnskólakennara - ekki bara kaup umfram grunnskólakennara án umsjónar - að mínu mati. Eina leiðin sem ég sé til þess er að minnka kennsluskyldu. Með því móti væri umsjónarkennari í raun grunnskólakennari í hlutastarfi. Summan yrði eftir sem áður fullt starf og því viðurkenning á því að verkefni umsjónarkennarans krefjist tíma og athygli. En hvernig er þetta í raun. Skoðum stöðuna eins og hún er í dag. Grunnlaun grunnskólakennara eru 707.441 kr. Við þær bætast 31.092 kr. fyrir umsjónina. Umsjónarkennslan er sem sé metin 4% af heildarlaunum grunnskóla- og umsjónarkennarans. Ef við reiknum það sem hlutfall af vinnuviku (42,86 klst.) þá gera það um það bil 100 mínútur á viku, ríflega eina og hálfa klukkustund. En er þá verið að greiða fyrir mínútur umfram fullt starf? Ónei. Umsjónarkennarar semja um sömu vinnuskyldu og aðrir grunnskólakennarar. Tíminn sem ég fæ samkvæmt kjarasamningi til að sinna verkefnum umsjónarkennarans umfram aðra grunnskólakennara er því 0 mínútur. Ég hef 0 mínútur á viku til að veita umsjónarnemendum mínum athygli. Ég á bara að vinna hraðar! Veita nemendum athygli hraðar, fylgjast hratt með þeim, vera snöggur að leiðbeina þeim um nám og starf, fara hraðar yfir verkefni og græja kennslurýmið hraðar en aðrir grunnskólakennarar svo eitthvað sé nefnt. Ég fæ jú tvo launaflokka að auki. 0 mínútur en tvo launaflokka. Tilvist umsjónarkennarans einkennist af óskiljanlegri þversögn. Hún er einhvern veginn svona: ,,Það er til starf sem er hlaðið formlegum og óformlegum skyldum sem allar krefjast tíma og athygli en vinna skal á 0 mínútum fyrir þrjátíuogeittþúsund krónur”. Ég get ekki séð að þetta sé ásættanlegt módel. Hvorki fyrir umsjónarkennarann sjálfan né foreldra, nemendur og aðra sem treysta á athygli, fagmennsku og umhyggju umsjónarkennarans. Umsjónarkennari er lykilpersóna þegar kemur að samskiptum heimilis og skóla og gegnir lykilhlutverki í að fylgjast með skólagöngu, þroska og líðan nemenda. Hann er mikilvæg forsenda fyrir því að einhver skólaþróun geti orðið að veruleika. Ég mun líklega áfram sækjast eftir því að vera umsjónarkennari vegna þess að starfið er skemmtilegt, gefandi og mikilvægt. Ég samþykki að hlutverk umsjónarkennarans séu stundum óræð og óskiljanleg. Þess vegna segi ég að þau séu ásættanlega óskiljanleg. En ég mun hugsa mig tvisvar um áður en ég samþykki kjarasamning fyrir umsjónarkennara upp á 0 mínútur og þrjátíuogeittþúsund krónur. Höfundur er kennari og foreldri.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar