Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar 27. október 2025 10:32 Í viðtali sem birtist nýlega á Vísi lýsti skólastjóri því hvernig kennarar hefðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og ógn af hendi nemenda – atvik sem hefur vakið mikla athygli og áhyggjur víða. Þessi reynsla endurspeglar alvarlega þróun sem margir sérfræðingar hafa bent á, að ógn og ofbeldi gagnvart starfsfólki sé að aukast, ekki aðeins í skólum heldur einnig í verslun og þjónustugreinum, t.d. ferðaþjónustu, velferðarþjónustu, heilbrigðisþjónustu og hjá opinberum stofnunum. Slík atvik hafa djúp áhrif á líðan, starfsanda og öryggi starfsfólks. En jafn mikilvægt og það er að styðja við starfsfólk eftir á, er enn mikilvægara að byggja upp forvarnir sem byggja á raunverulegum gögnum og kerfisbundnu utanumhaldi. Sjá það sem gerist – áður en það stigmagnast Reynslan og rannsóknir sýna að stjórnendur geta ekki brugðist við því sem þeir sjá ekki eða ef þeir eru ekki upplýstir um atvikin. Þegar öll atvik til dæmis eins og ógn/ofbeldi eða vinnuslys á vinnustöðum eru skráð í miðlægt atvikaskráningarkerfi kerfi skapast heildarmynd þannig að stjórnendur geti gripið til aðgerða áður en ástand versnar. Það er ekki tilviljun að fyrirtæki og sveitarfélög sem vinna kerfisbundið með slík gögn sjá áþreifanlegan árangur í öryggi og starfsánægju starfsfólks. Slíkt miðlægt atvikaskráningarkerfi er notað af fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum um allt land. Kerfið gerir starfsmönnum kleift að skrá atvik á einfaldan hátt í gegnum snjalltæki, og stjórnendur fá rauntímayfirlit, tölfræði og greiningartól sem styðja við markvissar ákvarðanir til efla forvarnir og öryggi á vinnustaðnum. Frá viðbrögðum til forvarna Kerfisbundin skráning atvika er verkfæri til að sjá mynstur, greina áhættur og bregðast við áður en atvik endurtaka sig. Þegar fyrirtæki og stofnanir nýta slíka tækni verða þau fær um að byggja upp vinnustaðamenningu gagnsæis og trausts, þar sem starfsfólk upplifir að auðvelt sé að tilkynna um atvik og að brugðist sé við á faglegan hátt. Tæknin leysir ekki mannlegan vanda, en hún gerir okkur kleift að sjá hann og grípa til markvissra forvarnaraðgerða. Kerfisbundin skráning er þannig ekki aðeins hluti af lögbundinni vinnuvernd heldur raunveruleg leið til að styrkja öryggi og líðan starfsfólks í samfélagi sem krefst sífellt meiri aðhalds og ábyrgðar. Höfundur er sérfræðingur í áhættustjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Sjá meira
Í viðtali sem birtist nýlega á Vísi lýsti skólastjóri því hvernig kennarar hefðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og ógn af hendi nemenda – atvik sem hefur vakið mikla athygli og áhyggjur víða. Þessi reynsla endurspeglar alvarlega þróun sem margir sérfræðingar hafa bent á, að ógn og ofbeldi gagnvart starfsfólki sé að aukast, ekki aðeins í skólum heldur einnig í verslun og þjónustugreinum, t.d. ferðaþjónustu, velferðarþjónustu, heilbrigðisþjónustu og hjá opinberum stofnunum. Slík atvik hafa djúp áhrif á líðan, starfsanda og öryggi starfsfólks. En jafn mikilvægt og það er að styðja við starfsfólk eftir á, er enn mikilvægara að byggja upp forvarnir sem byggja á raunverulegum gögnum og kerfisbundnu utanumhaldi. Sjá það sem gerist – áður en það stigmagnast Reynslan og rannsóknir sýna að stjórnendur geta ekki brugðist við því sem þeir sjá ekki eða ef þeir eru ekki upplýstir um atvikin. Þegar öll atvik til dæmis eins og ógn/ofbeldi eða vinnuslys á vinnustöðum eru skráð í miðlægt atvikaskráningarkerfi kerfi skapast heildarmynd þannig að stjórnendur geti gripið til aðgerða áður en ástand versnar. Það er ekki tilviljun að fyrirtæki og sveitarfélög sem vinna kerfisbundið með slík gögn sjá áþreifanlegan árangur í öryggi og starfsánægju starfsfólks. Slíkt miðlægt atvikaskráningarkerfi er notað af fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum um allt land. Kerfið gerir starfsmönnum kleift að skrá atvik á einfaldan hátt í gegnum snjalltæki, og stjórnendur fá rauntímayfirlit, tölfræði og greiningartól sem styðja við markvissar ákvarðanir til efla forvarnir og öryggi á vinnustaðnum. Frá viðbrögðum til forvarna Kerfisbundin skráning atvika er verkfæri til að sjá mynstur, greina áhættur og bregðast við áður en atvik endurtaka sig. Þegar fyrirtæki og stofnanir nýta slíka tækni verða þau fær um að byggja upp vinnustaðamenningu gagnsæis og trausts, þar sem starfsfólk upplifir að auðvelt sé að tilkynna um atvik og að brugðist sé við á faglegan hátt. Tæknin leysir ekki mannlegan vanda, en hún gerir okkur kleift að sjá hann og grípa til markvissra forvarnaraðgerða. Kerfisbundin skráning er þannig ekki aðeins hluti af lögbundinni vinnuvernd heldur raunveruleg leið til að styrkja öryggi og líðan starfsfólks í samfélagi sem krefst sífellt meiri aðhalds og ábyrgðar. Höfundur er sérfræðingur í áhættustjórnun.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun