„Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Árni Sæberg skrifar 27. október 2025 17:10 Ingólfur Bender er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Vísir/Arnar Halldórsson Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir að ef löggjafinn og Seðlabankinn bregðast ekki við því ástandi sem nú er uppi á lánamarkaði af festu, sé viðbúið að lendingin verði hörð. „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin. Störfum í greininni er að fækka og veltan að dragast saman. Gjaldþrotum hefur ekki fjölgað enn en hins vegar hefur arðsemi fyrirtækja í greininni dregist saman og var hún nú ekki mikil fyrir,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, inntur eftir viðbrögðum við nýjustu vendingum á lánamarkaði. Landsbankinn hefur tilkynnt um víðtækar breytingar á lánaframboði bankans og aðrir lánveitendur hafa gert tímabundnar breytingar vegna dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. „Það blasir við að það þarf að lækka vexti og lántökuskilyrði Seðlabankans þarf líka að milda. Óvissan um framtíð húsnæðislána sem nú er uppi á heima á forgangslista ríkisstjórnarinnar og taka þarf málið fyrir hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Endurskoða þarf kerfi húsnæðislána þannig að það mæti þörfum landsmanna til framtíðar,“ segir Ingólfur. Dragi verulega úr möguleikum Hann segir að takmarkað framboð á lánamarkaði dragi verulega úr möguleikum kaupenda á íbúðamarkaðinum að fjármagna sín kaup með lánum. Í fyrra hafi verðtryggð lán verið um 70 prósent allra veittra nýrra lána og það hlutfall hafi verið 60 prósent það sem af er þessu ári. „Staðan er óviðunandi og óvissan sem þessu fylgir má ekki vara lengi. Ljóst er að hver dagur sem líður hefur umtalsverð áhrif á íbúðamarkaði þar sem fjöldi kaupasamninga falla niður og sölukeðjur rofna. Hver dagur sem líður veldur kostnaði fyrir kaupendur og seljendur á íbúðamarkaði og þar með samfélagið í heild.“ Ekki á ástandið bætandi Ingólfur segir þetta hlé á lánveitingum og þessi auknu óvissu koma á mjög slæmum tíma fyrir byggingariðnaðinn, sem hafi mátt glíma við versnandi starfsumhverfi undanfarið. Vaxtakostnaður framkvæmdalána sé hár og sölutími nýrra eigna hafi lengst. Hann sé nú um 250 dagar að jafnaði. Hár vaxtakostnaður telji því á eignum sem seljast ekki í þessu óvissuástandi. Kynslóðum sé haldið á hliðarlínunni og fólk fái ekki að mæta sínum þörfum á sama tíma og þessar íbúðir eru til. Þessu til viðbótar hafi byggingarkostnaður farið hækkandi, meðal annars vegna mikilla hækkana sveitarfélaga á gatnagerðar- og byggingarréttargjöldum. Við þetta bætist að nýtt regluverk Evrópusambandsins, CRR III, um eiginfjárkröfur banka, sem innleiða á á árinu gæti hækkað vexti um 1-1,9 prósentustig á framkvæmdalánum. „Þetta hækkar vaxtakostnað greinarinnar um fjóra til fimm milljarða króna árlega. Einnig hefur skattbyrði á greinina aukist vegna hækkunar virðisaukaskatts á vinnu á verkstað sem síðasta ríkisstjórn kom á. Þetta umhverfi hefur valdið samdrætti í greininni sem við sjáum nú t.d. í því að velta í greininni er að dragast saman og starfsfólki að fækka. Það er því ekki á það bætandi að óvissa ríkir nú um stöðu lántakenda og að lánamöguleikar þeirra hafa verið skertir,“ segir Ingólfur að lokum. Fjármálafyrirtæki Byggingariðnaður Húsnæðismál Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Seðlabankinn Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
„Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin. Störfum í greininni er að fækka og veltan að dragast saman. Gjaldþrotum hefur ekki fjölgað enn en hins vegar hefur arðsemi fyrirtækja í greininni dregist saman og var hún nú ekki mikil fyrir,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, inntur eftir viðbrögðum við nýjustu vendingum á lánamarkaði. Landsbankinn hefur tilkynnt um víðtækar breytingar á lánaframboði bankans og aðrir lánveitendur hafa gert tímabundnar breytingar vegna dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. „Það blasir við að það þarf að lækka vexti og lántökuskilyrði Seðlabankans þarf líka að milda. Óvissan um framtíð húsnæðislána sem nú er uppi á heima á forgangslista ríkisstjórnarinnar og taka þarf málið fyrir hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Endurskoða þarf kerfi húsnæðislána þannig að það mæti þörfum landsmanna til framtíðar,“ segir Ingólfur. Dragi verulega úr möguleikum Hann segir að takmarkað framboð á lánamarkaði dragi verulega úr möguleikum kaupenda á íbúðamarkaðinum að fjármagna sín kaup með lánum. Í fyrra hafi verðtryggð lán verið um 70 prósent allra veittra nýrra lána og það hlutfall hafi verið 60 prósent það sem af er þessu ári. „Staðan er óviðunandi og óvissan sem þessu fylgir má ekki vara lengi. Ljóst er að hver dagur sem líður hefur umtalsverð áhrif á íbúðamarkaði þar sem fjöldi kaupasamninga falla niður og sölukeðjur rofna. Hver dagur sem líður veldur kostnaði fyrir kaupendur og seljendur á íbúðamarkaði og þar með samfélagið í heild.“ Ekki á ástandið bætandi Ingólfur segir þetta hlé á lánveitingum og þessi auknu óvissu koma á mjög slæmum tíma fyrir byggingariðnaðinn, sem hafi mátt glíma við versnandi starfsumhverfi undanfarið. Vaxtakostnaður framkvæmdalána sé hár og sölutími nýrra eigna hafi lengst. Hann sé nú um 250 dagar að jafnaði. Hár vaxtakostnaður telji því á eignum sem seljast ekki í þessu óvissuástandi. Kynslóðum sé haldið á hliðarlínunni og fólk fái ekki að mæta sínum þörfum á sama tíma og þessar íbúðir eru til. Þessu til viðbótar hafi byggingarkostnaður farið hækkandi, meðal annars vegna mikilla hækkana sveitarfélaga á gatnagerðar- og byggingarréttargjöldum. Við þetta bætist að nýtt regluverk Evrópusambandsins, CRR III, um eiginfjárkröfur banka, sem innleiða á á árinu gæti hækkað vexti um 1-1,9 prósentustig á framkvæmdalánum. „Þetta hækkar vaxtakostnað greinarinnar um fjóra til fimm milljarða króna árlega. Einnig hefur skattbyrði á greinina aukist vegna hækkunar virðisaukaskatts á vinnu á verkstað sem síðasta ríkisstjórn kom á. Þetta umhverfi hefur valdið samdrætti í greininni sem við sjáum nú t.d. í því að velta í greininni er að dragast saman og starfsfólki að fækka. Það er því ekki á það bætandi að óvissa ríkir nú um stöðu lántakenda og að lánamöguleikar þeirra hafa verið skertir,“ segir Ingólfur að lokum.
Fjármálafyrirtæki Byggingariðnaður Húsnæðismál Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Seðlabankinn Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira