Erlent

Segja Rússa elta al­menna borgara með drónum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Íbúar leita skjóls á leikvelli eftir að drónaárás var gerð á heimili þeirra í Kænugarði.
Íbúar leita skjóls á leikvelli eftir að drónaárás var gerð á heimili þeirra í Kænugarði. Getty/Maxym Marusenko

Yfirvöld í Rússlandi hafa verið að nota dróna til að elta almenna borgara við framlínuna í Úkraínu, hrekja þá frá heimilum sínum og ráðast á þá þegar þeir freista þess að leita skjóls.

Þetta eru niðurstöður sjálfstæðrar rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna um málefni Úkraínu.

Í skýrslu nefndarinnar segir að drónarnir hafi verið látnir elta fólk langar leiðir og að þúsundir hafi þannig verið hraktir burtu af stórum svæðum. Um sé að ræða klárt brot á alþjóðalögum og glæp gegn mannkyninu.

Nefndin segir aðgerðir Rússa falla undir skilgreininguna á þvinguðum fólksflutningum.

Niðurstöðurnar byggja á viðtölum við 226 einstaklinga, þar á meðal fórnarlömb, vitni, hjálparstarfsmenn og yfirvöld á staðnum. Þá er einnig stuðst við hundruð vottaðra myndskeiða.

Kona frá Kherson lýsti því hvernig dróni hefði veitt henni eftirför þegar hún yfirgaf bifreið sína og ráðist á hana. Rússar eru taldir hafa drepið þúsundir með þessum hætti en hafa sjálfir neitað að ráðast viljandi á almenna borgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×