Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar 28. október 2025 12:30 Það er mánudagsmorgun. Hafnfirskur fjölskyldufaðir situr fastur í umferðinni á leið heim af næturvakt. Hann starir á bremsuljósin fyrir framan sig og hugsar með sér að umferðarþunginn aukist frá ári til árs. Umferðin var slæm fyrir tuttugu árum, en nú er hún orðin fastur liður í lífinu. Eins og bensínverð, loftlagsskattar og reglugerðir frá Brussel sem enginn skilur, eða veit af hverju við þurfum að innleiða. Í útvarpinu byrja morgunfréttirnar. Fyrsta frétt: Vaxtalækkunarferlinu er lokið. Önnur: Sérfræðingur segir fyrstu kaupendur þurfi 1,8 milljónir í tekjur til að eignast fyrstu íbúð. Þriðja: Seðlabankastjóri kveður verðbólguna þráláta.Fjórða: Utanríkisráðherra fer yfir verkefni vikunnar. 150 milljónir voru settar í launakostnað hinsegin samtaka í New York og 60 milljónir í að rampa upp Úkraínu. Fimmta: Kostnaður vegna hælisleitenda á Íslandi nálgast 100 milljarða á ári. Umferðin léttist þegar hann nálgast Hafnarfjörð og hann hugsar með létti að nú sé hið versta afstaðið. En svo, stopp. Hann hafði gleymt því að Betri Samgöngur ohf. eru að tengja Hafnarfjörð við Garðabæ með göngu- og hjólastígum sem enginn sem hann þekkir hefur óskað eftir. Hann situr þögull í bílnum og horfir á einn mann standa og horfa á veginn. Ekki vinna. Bara horfa.Í útvarpinu heldur sérfræðingurinn áfram að útskýra hvernig fólk með milljón í mánaðarlaun sé í raun í fátækt í þessu efnahagsumhverfi, og má það að miklu leyti rekja til óstjórnar í efnahagsmálum ríkisstjórnarinnar. Hann hugsar með sér að maðurinn mætti kannski flýta sér aðeins að leggja þessa hjólastíga, svo hann komist nú einhverntímann heim. Þessi vinna hefur verið í gangi í fimmtíu daga, og ekkert bendir til að neitt sé að klárast. Hann ekur framhjá ruslatunnum í götunni sinni. Græna tunnan átti að vera tæmd í gær. Hún er enn full. Honum finnst það óþolandi. Ekki endilega að ruslið safnist upp, heldur að hann þurfi að flokka það í þrjár tunnur og hann er bara með skýli fyrir tvær. Enginn í fjölskyldunni er viss hvort mjólkurfernur eigi að fara í græna, gráa eða bláa tunnu. Hann skilur bara að ruslið fer ekki. Og hann þolir það ekki þegar stjórnvöld, sveitarfélög eða einhver evrópsk nefnd, fara að skipta sér af hlutum sem hann áður réð bara sjálfur. Rusli, drykkjartöppum, akstri, bílastæðum. Allt orðin einhver stefna eða skýrsla starfshóps. Þegar hann loks kemur heim bíður þrítug dóttir hans í innkeyrslunni. „Pabbi, má ég innrétta bílskúrinn? Ég fékk ekki lán fyrir 60 fermetra íbúð. Ég er bara með 900.000 í mánaðarlaun.“ Hann hummar. Það er ekki einu sinni reiði eftir, bara þreyta. Hann labbar inn, opnar ísskápinn, nær sér í gos. Tappinn, áfastur samkvæmt nýlega innleiddri ESB-reglugerð, skýst til baka í andlitið á honum og kókið hellist niður á sokkana. Dinglað er á dyrabjölluna.Hann nennir þessu ekki. En samt. Hann opnar. Fyrir utan stendur Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, með brosandi félögum úr Samfylkingunni. Hún heldur á dreifibréfi með slagorðinu „Við hlustum“ og spyr: „Hvernig léttum við daglega lífið þitt?“ Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mánudagsmorgun. Hafnfirskur fjölskyldufaðir situr fastur í umferðinni á leið heim af næturvakt. Hann starir á bremsuljósin fyrir framan sig og hugsar með sér að umferðarþunginn aukist frá ári til árs. Umferðin var slæm fyrir tuttugu árum, en nú er hún orðin fastur liður í lífinu. Eins og bensínverð, loftlagsskattar og reglugerðir frá Brussel sem enginn skilur, eða veit af hverju við þurfum að innleiða. Í útvarpinu byrja morgunfréttirnar. Fyrsta frétt: Vaxtalækkunarferlinu er lokið. Önnur: Sérfræðingur segir fyrstu kaupendur þurfi 1,8 milljónir í tekjur til að eignast fyrstu íbúð. Þriðja: Seðlabankastjóri kveður verðbólguna þráláta.Fjórða: Utanríkisráðherra fer yfir verkefni vikunnar. 150 milljónir voru settar í launakostnað hinsegin samtaka í New York og 60 milljónir í að rampa upp Úkraínu. Fimmta: Kostnaður vegna hælisleitenda á Íslandi nálgast 100 milljarða á ári. Umferðin léttist þegar hann nálgast Hafnarfjörð og hann hugsar með létti að nú sé hið versta afstaðið. En svo, stopp. Hann hafði gleymt því að Betri Samgöngur ohf. eru að tengja Hafnarfjörð við Garðabæ með göngu- og hjólastígum sem enginn sem hann þekkir hefur óskað eftir. Hann situr þögull í bílnum og horfir á einn mann standa og horfa á veginn. Ekki vinna. Bara horfa.Í útvarpinu heldur sérfræðingurinn áfram að útskýra hvernig fólk með milljón í mánaðarlaun sé í raun í fátækt í þessu efnahagsumhverfi, og má það að miklu leyti rekja til óstjórnar í efnahagsmálum ríkisstjórnarinnar. Hann hugsar með sér að maðurinn mætti kannski flýta sér aðeins að leggja þessa hjólastíga, svo hann komist nú einhverntímann heim. Þessi vinna hefur verið í gangi í fimmtíu daga, og ekkert bendir til að neitt sé að klárast. Hann ekur framhjá ruslatunnum í götunni sinni. Græna tunnan átti að vera tæmd í gær. Hún er enn full. Honum finnst það óþolandi. Ekki endilega að ruslið safnist upp, heldur að hann þurfi að flokka það í þrjár tunnur og hann er bara með skýli fyrir tvær. Enginn í fjölskyldunni er viss hvort mjólkurfernur eigi að fara í græna, gráa eða bláa tunnu. Hann skilur bara að ruslið fer ekki. Og hann þolir það ekki þegar stjórnvöld, sveitarfélög eða einhver evrópsk nefnd, fara að skipta sér af hlutum sem hann áður réð bara sjálfur. Rusli, drykkjartöppum, akstri, bílastæðum. Allt orðin einhver stefna eða skýrsla starfshóps. Þegar hann loks kemur heim bíður þrítug dóttir hans í innkeyrslunni. „Pabbi, má ég innrétta bílskúrinn? Ég fékk ekki lán fyrir 60 fermetra íbúð. Ég er bara með 900.000 í mánaðarlaun.“ Hann hummar. Það er ekki einu sinni reiði eftir, bara þreyta. Hann labbar inn, opnar ísskápinn, nær sér í gos. Tappinn, áfastur samkvæmt nýlega innleiddri ESB-reglugerð, skýst til baka í andlitið á honum og kókið hellist niður á sokkana. Dinglað er á dyrabjölluna.Hann nennir þessu ekki. En samt. Hann opnar. Fyrir utan stendur Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, með brosandi félögum úr Samfylkingunni. Hún heldur á dreifibréfi með slagorðinu „Við hlustum“ og spyr: „Hvernig léttum við daglega lífið þitt?“ Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar