Fótbolti

Stuðnings­maður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gær­kvöldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Raum, leikmaður RB Leipzig, var niðurlútur þrátt fyrir sigurinn þegar hann þakkaði áhorfendum fyrir stuðninginn.
David Raum, leikmaður RB Leipzig, var niðurlútur þrátt fyrir sigurinn þegar hann þakkaði áhorfendum fyrir stuðninginn. Getty/Robert Michael

Þýska knattspyrnufélagið RB Leipzig tilkynnti á miðlum sínum að einn stuðningsmanna liðsins hefði látist á bikarleik liðsins á móti Energie Cottbus í gærkvöldi.

Leipzig sagði frá því á samfélagsmiðlinum X að stuðningsmaðurinn hefði veikst þegar hann kom inn á völlinn og síðar látist á sjúkrahúsi. Atvikið átti sér stað „án utanaðkomandi afskipta,“ sagði félagið. 

„Á þessari stundu færist fótboltinn í bakgrunninn,“ bætti Leipzig við í færslu sinni.

Cottbus sagði að maðurinn hefði hrunið niður á meðan stuðningsmenn útiliðsins voru að koma sér inn á völlinn og látist á leiðinni á sjúkrahús.

Stemningin var hljóðlát á leikvangi Cottbus þar sem stuðningsmenn beggja félaga hættu að hrópa eftir að tilkynnt var um atvikið. Leipzig vann 4-1 og komst áfram í þýska bikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×