Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar 29. október 2025 15:02 Það er mikið ánægjuefni og markar tímamót í sögu lands og þjóðar að samþykkt hafi verið á Alþingi að framfylgja eigi ítarlegri borgarstefnu fyrir höfuðborgina Reykjavík og svæðisborgina Akureyri. Með því er lögð áhersla á að ríkið horfi til uppbyggingar á tveimur borgarsvæðum í landinu sem verður til heilla fyrir landið allt. Nú skiptir höfuðmáli að vinna hratt og örugglega að aðgerðaáætlun í öllum helstu málaflokkum svo samþykkt þingsályktunartillaga verði ekki bara orðin tóm og marklaust plagg. Bæjarstjórn Akureyrar er reiðubúin að leggja af mörkum alla þá vinnu sem þarf svo raungera megi þá miklu uppbyggingu sem tíunduð er í borgarstefnunni. Svæðisborgin getur þannig orðið enn samkeppnishæfari við höfuðborgina sem spennandi búsetukostur og öflugt atvinnusvæði. Hún ber skyldur gagnvart íbúum sínum og nálægum byggðunum og verður miðja þjónustu og mun þá um leið renna styrkari stoðum undir samfélögin á áhrifasvæði sínu. Nefna má að styrkja þarf stöðu Sjúkrahússins á Akureyri, klára uppbyggingu þess og gera að háskólasjúkrahúsi með auknu samstarfi við Háskólann á Akureyri. Um leið er nauðsynlegt að auka námsframboð á háskólastigi með fjölgun námsgreina. Treysta þarf millilandaflugið sem grundvöll fyrir öflugri ferðaþjónustu og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Hækka þarf framlög til menningarsamnings Akureyrarbæjar og ríkisvaldsins. Allt þetta og meira til rennir styrkum stoðum undir bætt búsetuskilyrði á svæðinu og er liður í að efla borgarhlutverk Akureyrar. Öflugt atvinnulíf er algjör forsenda þess að hægt sé að þróa öflugt borgarsvæði. Á Akureyri viljum við byggja upp grænan iðnað og hátæknifyrirtæki, metnaðarfulla og sjálfbæra ferðaþjónustu, beint flug alla daga vikunnar allan ársins hring til annarra Evrópulanda, sterkt atvinnu- og þjónustusvæði fyrir allt Norður- og Austurland. Það er mikilvægt að í boði séu fjölbreytt og spennandi störf sem laða að íbúa og að landshlutinn sé samkeppnishæfur á alþjóðavísu. Með ítarlegri aðgerðaráætlun í öllum helstu málaflokkum samhliða auknum fjárveitingum verður nýsamþykkt borgarstefna trúverðug og mikils virði til framtíðar. Við horfum ótrauð og full sjálfstrausts fram á veginn því Akureyri hefur alla möguleika til þess að vaxa og eflast enn frekar. Ég hvet alþingismenn, þvert á flokka, til að vinna með ráðum og dáð að framgangi borgarstefnunnar. Hér hefur verið stigið stórt skref sem ég er fullviss um að verður okkur öllum til góðs. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er mikið ánægjuefni og markar tímamót í sögu lands og þjóðar að samþykkt hafi verið á Alþingi að framfylgja eigi ítarlegri borgarstefnu fyrir höfuðborgina Reykjavík og svæðisborgina Akureyri. Með því er lögð áhersla á að ríkið horfi til uppbyggingar á tveimur borgarsvæðum í landinu sem verður til heilla fyrir landið allt. Nú skiptir höfuðmáli að vinna hratt og örugglega að aðgerðaáætlun í öllum helstu málaflokkum svo samþykkt þingsályktunartillaga verði ekki bara orðin tóm og marklaust plagg. Bæjarstjórn Akureyrar er reiðubúin að leggja af mörkum alla þá vinnu sem þarf svo raungera megi þá miklu uppbyggingu sem tíunduð er í borgarstefnunni. Svæðisborgin getur þannig orðið enn samkeppnishæfari við höfuðborgina sem spennandi búsetukostur og öflugt atvinnusvæði. Hún ber skyldur gagnvart íbúum sínum og nálægum byggðunum og verður miðja þjónustu og mun þá um leið renna styrkari stoðum undir samfélögin á áhrifasvæði sínu. Nefna má að styrkja þarf stöðu Sjúkrahússins á Akureyri, klára uppbyggingu þess og gera að háskólasjúkrahúsi með auknu samstarfi við Háskólann á Akureyri. Um leið er nauðsynlegt að auka námsframboð á háskólastigi með fjölgun námsgreina. Treysta þarf millilandaflugið sem grundvöll fyrir öflugri ferðaþjónustu og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Hækka þarf framlög til menningarsamnings Akureyrarbæjar og ríkisvaldsins. Allt þetta og meira til rennir styrkum stoðum undir bætt búsetuskilyrði á svæðinu og er liður í að efla borgarhlutverk Akureyrar. Öflugt atvinnulíf er algjör forsenda þess að hægt sé að þróa öflugt borgarsvæði. Á Akureyri viljum við byggja upp grænan iðnað og hátæknifyrirtæki, metnaðarfulla og sjálfbæra ferðaþjónustu, beint flug alla daga vikunnar allan ársins hring til annarra Evrópulanda, sterkt atvinnu- og þjónustusvæði fyrir allt Norður- og Austurland. Það er mikilvægt að í boði séu fjölbreytt og spennandi störf sem laða að íbúa og að landshlutinn sé samkeppnishæfur á alþjóðavísu. Með ítarlegri aðgerðaráætlun í öllum helstu málaflokkum samhliða auknum fjárveitingum verður nýsamþykkt borgarstefna trúverðug og mikils virði til framtíðar. Við horfum ótrauð og full sjálfstrausts fram á veginn því Akureyri hefur alla möguleika til þess að vaxa og eflast enn frekar. Ég hvet alþingismenn, þvert á flokka, til að vinna með ráðum og dáð að framgangi borgarstefnunnar. Hér hefur verið stigið stórt skref sem ég er fullviss um að verður okkur öllum til góðs. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun