Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir og Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifa 30. október 2025 09:31 Bleiki mánuðurinn október er tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Algengasta krabbamein kvenna er brjóstakrabbamein en árlega greinast um þrjú hundruð konur á Íslandi með brjóstakrabbamein og nýgengi eykst ár frá ári. Sem betur fer eru horfur góður hjá flestum þessum konum en því miður ekki öllum. Í bleika mánuðinum í ár er áhersla lögð á þann stóra hóp sem lifir með ólæknandi eða langvinnt krabbamein. Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi krabbameini? Annars vegar er brjóstakrabbameinið á dreifðu stigi strax við greiningu. Það þýðir að krabbameinsfrumur upprunnar í brjósti komast í blóðrás og þaðan til annarra líffæra þar sem þær mynda ný mein, svokölluð meinvörp. Hins vegar er það þegar sjúklingar sem fengið hafa læknandi meðferð við brjóstakrabbameini greinast með meinvörp í öðrum líffærum síðar, stundum mörgum árum eftir að upphaflega krabbameinið greindist. Þetta leiðir því miður enn sem komið er til ólæknandi sjúkdóms. Þegar grunur er um brjóstakrabbamein á dreifðu stigi er greining mikilvæg, bæði til að staðfesta að um brjóstkrabbamein sé að ræða og til að greina undirtegund, sem stýrir meðferð. Gróflega er um að ræða þrjár undirtegundir sem meðhöndlaðar eru með mismunandi lyfjum. Einnig koma aðrir meðferðarmöguleikar til greina, svo sem geislameðferð, í vissum tilvikum. Undanfarna áratugi hafa orðið gríðarlegar framfarir í meðferð brjóstakrabbameina og lyfjaþróun er mjög hröð. Sjúklingar með brjóstakrabbamein á dreifðu stigi lifa því almennt lengur en áður. Hvert tilfelli er þó alltaf einstakt og sumir sjúklingar fá of stuttan tíma á meðan aðrir lifa lengur. Sífellt er leitast við einstaklingsmiða meðferð með því að kanna hvort krabbameinið sýni ákveðin merki sem spá fyrir um svörun við tiltekinni meðferð. Samhliða lífslengjandi lyfjameðferð við krabbameininu er mikilvægt að sinna einnig góðri einkennameðferð í þeirri von að viðhalda lífsgæðum og draga úr aukaverkunum lyfja. Virk hreyfing og endurhæfing er mjög mikilvæg fyrir þennan sjúklingahóp og margir sækja endurhæfingu í Ljósinu sem gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki sem eina sérhæfða endurhæfingarstöðin sem er í boði fyrir krabbameinsgreinda. Ef heilsa leyfir ná sumir að snúa aftur til vinnu, að hluta til eða að fullu, á meðan aðrir geta það ekki. Með núverandi spám um fjölgun nýrra brjóstakrabbameinstilfella og betri meðferð við sjúkdómnum mun áfram fjölga í hópi þeirra sem lifa með ólæknandi brjóstakrabbamein. Það er von okkar að með tímanum muni frekari framfarir í meðferð krabbameina skila því að fleiri sem greinast með ólæknandi krabbamein lifi enn lengur þar sem hægt verði að halda sjúkdómnum niðri með lyfjum í langan tíma, eins og hverjum öðrum langvinnum sjúkdómi. Höfundar eru krabbameinslæknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Bleiki mánuðurinn október er tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Algengasta krabbamein kvenna er brjóstakrabbamein en árlega greinast um þrjú hundruð konur á Íslandi með brjóstakrabbamein og nýgengi eykst ár frá ári. Sem betur fer eru horfur góður hjá flestum þessum konum en því miður ekki öllum. Í bleika mánuðinum í ár er áhersla lögð á þann stóra hóp sem lifir með ólæknandi eða langvinnt krabbamein. Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi krabbameini? Annars vegar er brjóstakrabbameinið á dreifðu stigi strax við greiningu. Það þýðir að krabbameinsfrumur upprunnar í brjósti komast í blóðrás og þaðan til annarra líffæra þar sem þær mynda ný mein, svokölluð meinvörp. Hins vegar er það þegar sjúklingar sem fengið hafa læknandi meðferð við brjóstakrabbameini greinast með meinvörp í öðrum líffærum síðar, stundum mörgum árum eftir að upphaflega krabbameinið greindist. Þetta leiðir því miður enn sem komið er til ólæknandi sjúkdóms. Þegar grunur er um brjóstakrabbamein á dreifðu stigi er greining mikilvæg, bæði til að staðfesta að um brjóstkrabbamein sé að ræða og til að greina undirtegund, sem stýrir meðferð. Gróflega er um að ræða þrjár undirtegundir sem meðhöndlaðar eru með mismunandi lyfjum. Einnig koma aðrir meðferðarmöguleikar til greina, svo sem geislameðferð, í vissum tilvikum. Undanfarna áratugi hafa orðið gríðarlegar framfarir í meðferð brjóstakrabbameina og lyfjaþróun er mjög hröð. Sjúklingar með brjóstakrabbamein á dreifðu stigi lifa því almennt lengur en áður. Hvert tilfelli er þó alltaf einstakt og sumir sjúklingar fá of stuttan tíma á meðan aðrir lifa lengur. Sífellt er leitast við einstaklingsmiða meðferð með því að kanna hvort krabbameinið sýni ákveðin merki sem spá fyrir um svörun við tiltekinni meðferð. Samhliða lífslengjandi lyfjameðferð við krabbameininu er mikilvægt að sinna einnig góðri einkennameðferð í þeirri von að viðhalda lífsgæðum og draga úr aukaverkunum lyfja. Virk hreyfing og endurhæfing er mjög mikilvæg fyrir þennan sjúklingahóp og margir sækja endurhæfingu í Ljósinu sem gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki sem eina sérhæfða endurhæfingarstöðin sem er í boði fyrir krabbameinsgreinda. Ef heilsa leyfir ná sumir að snúa aftur til vinnu, að hluta til eða að fullu, á meðan aðrir geta það ekki. Með núverandi spám um fjölgun nýrra brjóstakrabbameinstilfella og betri meðferð við sjúkdómnum mun áfram fjölga í hópi þeirra sem lifa með ólæknandi brjóstakrabbamein. Það er von okkar að með tímanum muni frekari framfarir í meðferð krabbameina skila því að fleiri sem greinast með ólæknandi krabbamein lifi enn lengur þar sem hægt verði að halda sjúkdómnum niðri með lyfjum í langan tíma, eins og hverjum öðrum langvinnum sjúkdómi. Höfundar eru krabbameinslæknar.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar