Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. október 2025 12:25 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. vísir/Lýður Aukin jaðarsetning innflytjenda getur haft áhrif á afbrotahegðun þeirra segir afbrotafræðingur. Ungir innflytjendur hérlendis upplifi almennt minni jaðarsetningu heldur en í öðrum höfuðborgum á Norðurlöndunum. Í nýrri rannsókn Margrétar Valdimarsdóttur afbrotafræðings kemur fram að innflytjendur á Íslandi á aldrinum þrettán til sautján ára upplifi minni jaðarsetningu heldur en ungmenni í höfuðborgum Svíþjóðar og Finnlands. Rannsókn hennar sýnir fram á að aukin jaðarsetning ungmennanna getur haft áhrif á hvort þau brjóti af sér síðar meir. „Eins og er nokkuð vel þekkt hefur umræða um innflytjendur aukist töluvert á síðustu árum og líkt og víða annars staðar snýst umræðan hér á landi að hluta til um ógn við öryggi landsmanna sem einn fylgisfisk fjölmenningar, að með auknum fjölda innflytjenda muni afbrotum og ofbeldi fjölga, “ segir Margrét. Hún hyggst kynna niðurstöður rannsóknarinnar á ráðstefnunni Þjóðarspegillinn á morgun. Engar rannsóknir hafa verið framkvæmdar hérlendis um hvort tengsl séu til staðar á milli fjölda innflytjenda og afbrota. Margrét segir slík tengsl vera háð samfélagslegu samhengi, til að mynda innflytjendastöðu. „Mínar niðurstöður eru meðal annars að það er mjög mismunandi hvort að ungt fólk upplifi jaðarsetningu á milli þessara þriggja landa-borga, hún er mest í Stokkhólmi eins og ég átti von á. En minnst á Íslandi og hérna og hvað varðar afbrot og ofbeldi að þá hefur jaðarsetning áhrif á það.“ „Þegar ég er að skoða stóran hóp af þrettán til sautján ára ungmennum og er að gera þetta í samstarfi við afbrotafræðinga á öðrum Norðurlöndum þá er enginn munur eftir innflytjendastöðu hjá þessum hópi þegar við erum að skoða hvort að ungmennin hafi brotið af sér eða beitt ofbeldi á síðustu tólf mánuðum. En ég er að sjá mun á mörgum öðrum þáttum eins og til dæmis hvort að þau séu jaðarsett í samfélaginu og svo framvegis. Ég set þetta svona í samhengi og fer yfir þessar niðurstöður á Þjóðarspeglinum á morgun,“ segir Margrét. Innflytjendur á Íslandi séu samt auðvitað afskaplega fjölbreyttur hópur. „Af því að það er auðvitað mjög mikilvægt að þessar upplýsingar komi fram í umræðuna því að það er stundum talað um þetta eins og þetta sé frekar einfalt, annaðhvort stafi okkur einhver sérstök ógn af innflytjendum af því að þeir séu líklegri til að brjóta af sér eða ekki.“ Innflytjendamál Vísindi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Í nýrri rannsókn Margrétar Valdimarsdóttur afbrotafræðings kemur fram að innflytjendur á Íslandi á aldrinum þrettán til sautján ára upplifi minni jaðarsetningu heldur en ungmenni í höfuðborgum Svíþjóðar og Finnlands. Rannsókn hennar sýnir fram á að aukin jaðarsetning ungmennanna getur haft áhrif á hvort þau brjóti af sér síðar meir. „Eins og er nokkuð vel þekkt hefur umræða um innflytjendur aukist töluvert á síðustu árum og líkt og víða annars staðar snýst umræðan hér á landi að hluta til um ógn við öryggi landsmanna sem einn fylgisfisk fjölmenningar, að með auknum fjölda innflytjenda muni afbrotum og ofbeldi fjölga, “ segir Margrét. Hún hyggst kynna niðurstöður rannsóknarinnar á ráðstefnunni Þjóðarspegillinn á morgun. Engar rannsóknir hafa verið framkvæmdar hérlendis um hvort tengsl séu til staðar á milli fjölda innflytjenda og afbrota. Margrét segir slík tengsl vera háð samfélagslegu samhengi, til að mynda innflytjendastöðu. „Mínar niðurstöður eru meðal annars að það er mjög mismunandi hvort að ungt fólk upplifi jaðarsetningu á milli þessara þriggja landa-borga, hún er mest í Stokkhólmi eins og ég átti von á. En minnst á Íslandi og hérna og hvað varðar afbrot og ofbeldi að þá hefur jaðarsetning áhrif á það.“ „Þegar ég er að skoða stóran hóp af þrettán til sautján ára ungmennum og er að gera þetta í samstarfi við afbrotafræðinga á öðrum Norðurlöndum þá er enginn munur eftir innflytjendastöðu hjá þessum hópi þegar við erum að skoða hvort að ungmennin hafi brotið af sér eða beitt ofbeldi á síðustu tólf mánuðum. En ég er að sjá mun á mörgum öðrum þáttum eins og til dæmis hvort að þau séu jaðarsett í samfélaginu og svo framvegis. Ég set þetta svona í samhengi og fer yfir þessar niðurstöður á Þjóðarspeglinum á morgun,“ segir Margrét. Innflytjendur á Íslandi séu samt auðvitað afskaplega fjölbreyttur hópur. „Af því að það er auðvitað mjög mikilvægt að þessar upplýsingar komi fram í umræðuna því að það er stundum talað um þetta eins og þetta sé frekar einfalt, annaðhvort stafi okkur einhver sérstök ógn af innflytjendum af því að þeir séu líklegri til að brjóta af sér eða ekki.“
Innflytjendamál Vísindi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira