Viðskipti innlent

Kristjana til Sam­taka at­vinnu­lífsins

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Kristjana Arnarsdóttir.
Kristjana Arnarsdóttir. ÍSÍ

Kristjana Arnarsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, hefur sagt starfi sínu lausu sem verkefnastjóri kynningarmála hjá Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Þess í stað snýr hún sér að kynningarmálum Samtaka atvinnulífsins.

„Ég er að koma þar inn í stöðu sem losnaði í haust og fannst spennandi,“ segir Kristjana í samtali við fréttastofu.

Hún klárar að ganga frá málum hjá ÍSÍ í þessari viku en hún gekk í þeirra raðir í apríl síðastliðnum. Kristjana hefur störf hjá Samtökum atvinnulífsins í næstu viku.

„Ég er að klára málin hér og vippa mér svo yfir.“

Kristjana er með B.A.-próf í mannfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og MSc-próf í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði um árabil sem íþróttafréttamaður og þáttastjórnandi hjá Ríkisútvarpinu en skipti um vettvang í desember 2024 og tók við sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar á meðan hann gengdi embætti mennta- og barnamálaráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×