Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. október 2025 15:52 Rannsóknin var hluti af mastersnámi Þórunnar. Samsett Mannekla meðal fangavarða á Íslandi hefur töluverð áhrif á tilfinningalíf þeirra en samstaða meðal varðanna vegur á móti álaginu. Þetta kemur fram í nýrri mastersrannsókn Laufeyjar Sifjar Ingólfsdóttur. Hún kynnti niðurstöðurnar í Þjóðarspeglinum í dag. „Ég vinn í þannig umhverfi sem trúnaður ríkir yfir starfinu, það getur komið ýmislegt upp og þú þarft að bera það á herðum þínum. Ég vinn þannig sjálf svo að það var kveikjan að grunninum,“ segir Laufey Sif Ingólfsdóttir, mastersnemi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun í Háskólanum á Bifröst. Hún ákvað að rannsaka starf fangavarða þar sem málefni þeirra voru mikið til umræðu á þeim tíma. Engar nýlegar rannsóknir höfðu verið framkvæmdar á starfi fangavarða sem Laufey Sif fannst furðulegt. Eftir að hafa, með smá erfiðleikum, fundið átta fangaverði til að ræða við kom í ljós að þeir upplifa gríðarlegt álag í starfi sínu. „Það kom skýrt fram að andlegt álag er alveg klárlega viðvarandi,“ segir Laufey Sif. „Það er oftast nær ekki sýnilegt í starfinu, þeir þurfa oft að byggja upp brynju og vera eins konar veggur í starfinu. Margir lýstu álaginu sem bakgrunnshljóð, það er alltaf þarna.“ Mannekla spili stórt hlutverk hvað varði álag og streitu. Oft á tíðum þurfi fangaverðirnir að grípa vaktir fyrir kollega sína vegna til dæmis veikinda eða persónulegra aðstæðna. Laufey Sif segir helsta álagsmeinið vera sífelldar aukavaktir. Þrátt fyrir það upplifi fangaverðirnir að þeir hafi ákveðinn sveigjanleika í starfi og hafi tækifæri til að fara úr vinnu sé það nauðsynlegt. Hins vegar eykst álagið á aðra vegna þess. „Einn viðmælandi nefndi að sá aðili fann hægt og rólega fyrir því að ef maður tekur ekki heila helgi í frí þá hefur það áhrif,“ segir Laufey Sif. „En að sama skapi það sem að mér fannst áhugaverðast var að það er rosalega sterk samstaða í þessum starfsmannahóp svona heilt yfir og flestir nefndu að þeir væru ekki að þessu nema það væri svo frábært fólk að vinna með þeim.“ Stuðningur frá Fangelsismálastofnun skipti einnig sköpum þar sem fangaverðir fá fræðslu og ræða málin á jafningjagrundvelli. Þá sé í gangi ákveðin vitundarvakning í starfi fangavarðanna um álag og streitu, með nýliðun í faginu opnast umræðan. Laufey Sif kynnti rannsóknina sína á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Fangelsismál Vísindi Geðheilbrigði Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Ég vinn í þannig umhverfi sem trúnaður ríkir yfir starfinu, það getur komið ýmislegt upp og þú þarft að bera það á herðum þínum. Ég vinn þannig sjálf svo að það var kveikjan að grunninum,“ segir Laufey Sif Ingólfsdóttir, mastersnemi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun í Háskólanum á Bifröst. Hún ákvað að rannsaka starf fangavarða þar sem málefni þeirra voru mikið til umræðu á þeim tíma. Engar nýlegar rannsóknir höfðu verið framkvæmdar á starfi fangavarða sem Laufey Sif fannst furðulegt. Eftir að hafa, með smá erfiðleikum, fundið átta fangaverði til að ræða við kom í ljós að þeir upplifa gríðarlegt álag í starfi sínu. „Það kom skýrt fram að andlegt álag er alveg klárlega viðvarandi,“ segir Laufey Sif. „Það er oftast nær ekki sýnilegt í starfinu, þeir þurfa oft að byggja upp brynju og vera eins konar veggur í starfinu. Margir lýstu álaginu sem bakgrunnshljóð, það er alltaf þarna.“ Mannekla spili stórt hlutverk hvað varði álag og streitu. Oft á tíðum þurfi fangaverðirnir að grípa vaktir fyrir kollega sína vegna til dæmis veikinda eða persónulegra aðstæðna. Laufey Sif segir helsta álagsmeinið vera sífelldar aukavaktir. Þrátt fyrir það upplifi fangaverðirnir að þeir hafi ákveðinn sveigjanleika í starfi og hafi tækifæri til að fara úr vinnu sé það nauðsynlegt. Hins vegar eykst álagið á aðra vegna þess. „Einn viðmælandi nefndi að sá aðili fann hægt og rólega fyrir því að ef maður tekur ekki heila helgi í frí þá hefur það áhrif,“ segir Laufey Sif. „En að sama skapi það sem að mér fannst áhugaverðast var að það er rosalega sterk samstaða í þessum starfsmannahóp svona heilt yfir og flestir nefndu að þeir væru ekki að þessu nema það væri svo frábært fólk að vinna með þeim.“ Stuðningur frá Fangelsismálastofnun skipti einnig sköpum þar sem fangaverðir fá fræðslu og ræða málin á jafningjagrundvelli. Þá sé í gangi ákveðin vitundarvakning í starfi fangavarðanna um álag og streitu, með nýliðun í faginu opnast umræðan. Laufey Sif kynnti rannsóknina sína á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.
Fangelsismál Vísindi Geðheilbrigði Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira