„Getum verið fjandi góðir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. október 2025 21:49 Jóhann Þór Ólafsson er þjálfari Grindvíkinga. Vísir/Anton „Ég verð að segja að ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir 35 stiga sigur liðsins gegn Val í kvöld, 55-90. „Ég bjóst við Völsurunum talsvert sterkari, en það verður ekki tekið af okkur að við vorum góðir. Sérstaklega á varnarhelmingi vallarins.“ „Við vorum feykilega góðir, sérstaklega varnarlega. Við höldum þeim í 55 stigum og náðum held ég mest 38 stiga forskoti. Þannig ég er bara mjög ánægður með mitt lið í kvöld.“ En hvað gerði Grindvíkinga svona góða varnarlega í kvöld? „Við vorum bara hreyfanlegir og það er lítið um augljósa galla á liðinu. Þegar við erum svona samstilltir þá getum við bara verið fjandi góðir varnarlega. Við sýndum það líka á móti Álftanesi þar sem við unnum góðan sigur. Svo snýst þetta líka stundum um hvað við ætlum og hvert við erum að stefna. Það vinnst á varnarleik. Varnarleikurinn er það sem við erum að einblína á.“ Grindvíkingar eru nú búnir að vinna fimm af fyrstu fimm leikjum tímabilsins, en Jóhann segir að liðið þurfi að halda sig á jörðinni. „Við erum bara með báða fætur á jörðinni. Við erum ekki einu sinni komnir inn í nóvember. Við erum bara rétt að leggja af stað út og erum ekki einu sinni búnir að leggja línuna. Við erum bara ennþá á útstími og það á enn eftir að leggja línuna, draga og fara í land. Við erum varla komnir af stað.“ „En það er alltaf meira gaman að vinna en að tapa og það gefur manni gott bragð í munninn. Það er það góða í þessu.“ Að lokum var Jóhann spurður út í Isaiah Coddon, sem sat á varamannabekk Grindvíkinga í kvöld, en hann virðist vera að ganga í raðir liðsins. „Okkur vantar bara skrokka. Við erum búnir að vera í sambandi við hann í einhvern hálfan mánuð. Mér sýnist hann vera búinn að yfirgefa Njarðvík og þetta er eitthvað sem við erum bara að skoða. Við erum bara ellefu akkúrat núna þannig það má lítið út af bregða. Það er í rauninni það sem við erum að hugsa. Auðvitað fær hann sína sénsa ef hann stendur sig og ef þetta gengur upp. Það er það sem við erum að hugsa með þessu,“ sagði Jóhann að lokum. UMF Grindavík Valur Bónus-deild karla Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira
„Ég bjóst við Völsurunum talsvert sterkari, en það verður ekki tekið af okkur að við vorum góðir. Sérstaklega á varnarhelmingi vallarins.“ „Við vorum feykilega góðir, sérstaklega varnarlega. Við höldum þeim í 55 stigum og náðum held ég mest 38 stiga forskoti. Þannig ég er bara mjög ánægður með mitt lið í kvöld.“ En hvað gerði Grindvíkinga svona góða varnarlega í kvöld? „Við vorum bara hreyfanlegir og það er lítið um augljósa galla á liðinu. Þegar við erum svona samstilltir þá getum við bara verið fjandi góðir varnarlega. Við sýndum það líka á móti Álftanesi þar sem við unnum góðan sigur. Svo snýst þetta líka stundum um hvað við ætlum og hvert við erum að stefna. Það vinnst á varnarleik. Varnarleikurinn er það sem við erum að einblína á.“ Grindvíkingar eru nú búnir að vinna fimm af fyrstu fimm leikjum tímabilsins, en Jóhann segir að liðið þurfi að halda sig á jörðinni. „Við erum bara með báða fætur á jörðinni. Við erum ekki einu sinni komnir inn í nóvember. Við erum bara rétt að leggja af stað út og erum ekki einu sinni búnir að leggja línuna. Við erum bara ennþá á útstími og það á enn eftir að leggja línuna, draga og fara í land. Við erum varla komnir af stað.“ „En það er alltaf meira gaman að vinna en að tapa og það gefur manni gott bragð í munninn. Það er það góða í þessu.“ Að lokum var Jóhann spurður út í Isaiah Coddon, sem sat á varamannabekk Grindvíkinga í kvöld, en hann virðist vera að ganga í raðir liðsins. „Okkur vantar bara skrokka. Við erum búnir að vera í sambandi við hann í einhvern hálfan mánuð. Mér sýnist hann vera búinn að yfirgefa Njarðvík og þetta er eitthvað sem við erum bara að skoða. Við erum bara ellefu akkúrat núna þannig það má lítið út af bregða. Það er í rauninni það sem við erum að hugsa. Auðvitað fær hann sína sénsa ef hann stendur sig og ef þetta gengur upp. Það er það sem við erum að hugsa með þessu,“ sagði Jóhann að lokum.
UMF Grindavík Valur Bónus-deild karla Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira