„Við þurfum að vera betri varnarlega“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. október 2025 13:46 Arnar Guðjónsson er viss um að Ægir Þór Steinarsson verði með Stjörnunni í kvöld og vill sjá Tindastól herða varnarleikinn. pawel Tindastóll tekur á móti Stjörnunni á Sauðárkróki í kvöld. Liðin mættust síðast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn og Stólarnir eru fullir tilhlökkunar að hefna þeirra hörmuna, en verða að bæta varnarleikinn að mati þjálfarans. Arnar Guðjónsson er þjálfari Tindastóls og mætir fyrrum félögum í kvöld. Hann var þjálfari Stjörnunnar um árabil, áður en hann hætti eftir tímabilið 2023-24. Stjörnuliðið hefur tekið töluverðum breytingum síðan þá og Arnar segir enga sérstaka spenna fylgja því að mæta Stjörnunni. „Það er spenna fyrir öllum leikjum. Það er nú þannig með þessu vinnu, þetta er yfirleitt helvíti gaman, þannig að það er alltaf tilhlökkun fyrir hverjum leik. Sama hver andstæðingurinn er. Ægir og Orri eru þeir einu í liðinu sem voru einhvern tímann hjá mér og einhverjir yngri flokka strákar líka. Það er spenna auðvitað að mæta Íslandsmeisturunum og einu af betri liðum deildarinnar, en ekkert sérstaklega af því þetta er Stjarnan“ sagði Arnar í samtali við Vísi. Viss um að Ægir verði með Stjörnunni Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa ekki farið vel af stað á þessu tímabili og tapað þremur af fyrstu fjórum leikjunum. Landsliðsfyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson var ekki með í síðasta leik gegn ÍR, en Arnar er viss um að hann keppi í kvöld og segir gengi Stjörnunnar upp á síðkastið ekki skipta öllu máli. „Ég held að það skipti ekki alveg öllu máli hvernig síðustu leikir hafa farið hjá þeim. Svo er auðvitað svolítill munur á því hvort Ægir verður með þeim eða ekki og ég efast ekki um að hann spili í kvöld. Það hefur svolítið mikið að segja, hvort einn besti kallinn í deildinni er með eða ekki“ sagði Arnar og ítrekaði að hann væri fullviss um að Ægir yrði með í kvöld. Ragnar verður ekki með í kvöld Tindastóll verður hins vegar ekki með fullskipað lið. Leikjaálagið undanfarið er ekki ástæðan fyrir því, Ragnar Ágústsson fékk högg á lærið í síðasta leik gegn Njarðvík. „Hann verður ekki með okkur, hann fékk hné í læri tvisvar á móti Njarðvík, beinmar og bólgur sem halda honum frá vellinum. Sem er djöfull fúlt, hann er búinn að vera góður fyrir okkur í vetur, en það stíga bara einhverjir aðrir upp á móti.“ Vill bæta varnarleikinn Njarðvíkingar tóku Ragnar ekki einungis úr leik heldur afhentu þeir Tindastóli fyrsta tap tímabilsins. „Mér fannst við byrja leikinn illa varnarlega og það komu augnablik sóknarlega þar sem menn voru sjálfhverfir. Það lagaðist talsvert, allavega sóknarleikurinn, á móti Hetti [í 98-125 stórsigri 16-liða úrslitum VÍS bikarsins fyrr í vikunni]. En það eru alltaf einhverjir hlutir sem maður vill bæta milli leikja og við þurfum að vera betri varnarlega í kvöld en við vorum í Njarðvíkurleiknum“ sagði Arnar. Mikil tilhlökkun á Króknum Síðasti keppnisleikur Tindastóls og Stjörnunnar var oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn, sem Stjarnan vann í vor. Stólarnir og samfélagið á Sauðárkróki vill eflaust hefna fyrir það í kvöld. „Sigur í deildarleik hefnir svosem ekki fyrir tap í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn, en það er engin spurning að það er spenna og tilhlökkun fyrir þessum leik. Liðin kepptu ansi vel hérna síðasta vor, þannig að það er mikil tilhlökkun hjá okkar fólki fyrir þessum leik.“ Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Arnar Guðjónsson er þjálfari Tindastóls og mætir fyrrum félögum í kvöld. Hann var þjálfari Stjörnunnar um árabil, áður en hann hætti eftir tímabilið 2023-24. Stjörnuliðið hefur tekið töluverðum breytingum síðan þá og Arnar segir enga sérstaka spenna fylgja því að mæta Stjörnunni. „Það er spenna fyrir öllum leikjum. Það er nú þannig með þessu vinnu, þetta er yfirleitt helvíti gaman, þannig að það er alltaf tilhlökkun fyrir hverjum leik. Sama hver andstæðingurinn er. Ægir og Orri eru þeir einu í liðinu sem voru einhvern tímann hjá mér og einhverjir yngri flokka strákar líka. Það er spenna auðvitað að mæta Íslandsmeisturunum og einu af betri liðum deildarinnar, en ekkert sérstaklega af því þetta er Stjarnan“ sagði Arnar í samtali við Vísi. Viss um að Ægir verði með Stjörnunni Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa ekki farið vel af stað á þessu tímabili og tapað þremur af fyrstu fjórum leikjunum. Landsliðsfyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson var ekki með í síðasta leik gegn ÍR, en Arnar er viss um að hann keppi í kvöld og segir gengi Stjörnunnar upp á síðkastið ekki skipta öllu máli. „Ég held að það skipti ekki alveg öllu máli hvernig síðustu leikir hafa farið hjá þeim. Svo er auðvitað svolítill munur á því hvort Ægir verður með þeim eða ekki og ég efast ekki um að hann spili í kvöld. Það hefur svolítið mikið að segja, hvort einn besti kallinn í deildinni er með eða ekki“ sagði Arnar og ítrekaði að hann væri fullviss um að Ægir yrði með í kvöld. Ragnar verður ekki með í kvöld Tindastóll verður hins vegar ekki með fullskipað lið. Leikjaálagið undanfarið er ekki ástæðan fyrir því, Ragnar Ágústsson fékk högg á lærið í síðasta leik gegn Njarðvík. „Hann verður ekki með okkur, hann fékk hné í læri tvisvar á móti Njarðvík, beinmar og bólgur sem halda honum frá vellinum. Sem er djöfull fúlt, hann er búinn að vera góður fyrir okkur í vetur, en það stíga bara einhverjir aðrir upp á móti.“ Vill bæta varnarleikinn Njarðvíkingar tóku Ragnar ekki einungis úr leik heldur afhentu þeir Tindastóli fyrsta tap tímabilsins. „Mér fannst við byrja leikinn illa varnarlega og það komu augnablik sóknarlega þar sem menn voru sjálfhverfir. Það lagaðist talsvert, allavega sóknarleikurinn, á móti Hetti [í 98-125 stórsigri 16-liða úrslitum VÍS bikarsins fyrr í vikunni]. En það eru alltaf einhverjir hlutir sem maður vill bæta milli leikja og við þurfum að vera betri varnarlega í kvöld en við vorum í Njarðvíkurleiknum“ sagði Arnar. Mikil tilhlökkun á Króknum Síðasti keppnisleikur Tindastóls og Stjörnunnar var oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn, sem Stjarnan vann í vor. Stólarnir og samfélagið á Sauðárkróki vill eflaust hefna fyrir það í kvöld. „Sigur í deildarleik hefnir svosem ekki fyrir tap í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn, en það er engin spurning að það er spenna og tilhlökkun fyrir þessum leik. Liðin kepptu ansi vel hérna síðasta vor, þannig að það er mikil tilhlökkun hjá okkar fólki fyrir þessum leik.“
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira