Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar 3. nóvember 2025 11:02 Í stjórnmálum eru skoðanaskipti ekki frávik – þau eru hryggjarstykki lýðræðisins. Þar takast á ólík sjónarmið, hagsmunir og hugmyndafræði, og úr því sprettur samtal sem mótar samfélagið. Á síðustu árum hafa gamlir draugar tekið sig upp í Evrópu. Átökin eru ekki lengur afleiðing stefnumótunar í efnahagsmálum eða öðrum grundvallarmálum samfélagsins – þau eru orðin sjálf stefnan. Og þó það sé ekki í fyrsta sinn í sögunni sem slíkt gerist, virðist samtíminn bjóða þeim einkar frjóan jarðveg – þó fóðrið sé hið sama: ótti, gremja og þörfin fyrir einfaldar skýringar á flóknum veruleika. Í Evrópu hafa öfgaöfl til hægri náð miklum árangri með því að stökkva á viðkvæmar átakalínur og dýpka þær. Þau tala ekki um mál til að leysa þau, heldur til að magna þau upp og viðhalda þeim. Fóðrið er kunnuglegt: innflytjendur, trú, sjálfsmynd og þjóðerni – vel valin vopn til að kynda undir menningarstríði. Því meiri sundrung, því tryggari verður fylkingin – og því sterkari tilfinningin um að flokkurinn sé sá eini sem þori að segja hlutina eins og þeir eru. Þetta er pólitík sem nærist á ótta – og lifir ekki án hans. Þetta er þó ekki nýtt fyrirbæri. Pólitík sem nærist á óánægju og gremju hefur alltaf virkað, sérstaklega þegar almenningur finnur fyrir misskiptingu eða vantrausti á valdastofnanir. En samfélagsmiðlar hafa gert hana markvissari – hauk í horni þeirra sem kunna að nýta óánægju, hneykslun og reiði sem vopn og markaðsvöru. Engin mál eru lengur of persónuleg eða viðkvæm; öllu er snúið þannig að það falli inn í orðræðuna sem fylkingin lifir á. Við höfum séð þetta áður – til dæmis á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar íslenskar konur sem litu erlenda hermenn hýru auga voru gerðar að tákni svika og siðrofs. Þá eins og nú var sama uppskrift notuð: að einfalda veruleikann, ala á ótta og breyta öllu í pólitískt fóður. Á Íslandi hefur Miðflokkurinn tekið upp álíka taktík. Flokkurinn beitir málum eins og innflytjendum, kyni, trú og sjálfsmynd til að ýta undir tilfinningu um klofning milli þeirra sem sagðir eru ógna viðteknum menningarheimi og þeirra sem telja sig verja hann. Þessi pólitíska aðferð snýst ekki um stefnu eða lausnir, heldur um að virkja djúpt óöryggi – ekki endilega gagnvart hinu nýja, heldur við tilhugsunina um að missa það gamla; það sem hefur mótað okkur, gefið tilverunni samhengi og okkur sannfæringu um hver við erum í þessum heimi. Vandinn við slíka pólitík er ekki bara sá að hún skapar sundrungu – heldur að hún þarf sundrungu og átök til að dafna. Hún þrífst á því að átakalínur dýpki, að samfélagið sé sífellt á tánum, alltaf reiðubúið til átaka. Þegar reiðin verður hráefnið, þá verður málamiðlun ekki styrkur heldur svik - jafnvel sturlun. Lýðræðið byggir á ólíkum skoðunum, en það hrynur þegar skoðanaágreiningur eða átök verða sjálfstætt markmið. Því raunveruleg forysta felst ekki í að kynda undir ótta, heldur að dempa hann. Að reyna að stilla hljóðfæri samfélagsins þannig að þau myndi eina heild – ekki að dúndra upp í græjunum við hvert tækifæri og fella öll mál ofan í útbólgnar átakalínur. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í stjórnmálum eru skoðanaskipti ekki frávik – þau eru hryggjarstykki lýðræðisins. Þar takast á ólík sjónarmið, hagsmunir og hugmyndafræði, og úr því sprettur samtal sem mótar samfélagið. Á síðustu árum hafa gamlir draugar tekið sig upp í Evrópu. Átökin eru ekki lengur afleiðing stefnumótunar í efnahagsmálum eða öðrum grundvallarmálum samfélagsins – þau eru orðin sjálf stefnan. Og þó það sé ekki í fyrsta sinn í sögunni sem slíkt gerist, virðist samtíminn bjóða þeim einkar frjóan jarðveg – þó fóðrið sé hið sama: ótti, gremja og þörfin fyrir einfaldar skýringar á flóknum veruleika. Í Evrópu hafa öfgaöfl til hægri náð miklum árangri með því að stökkva á viðkvæmar átakalínur og dýpka þær. Þau tala ekki um mál til að leysa þau, heldur til að magna þau upp og viðhalda þeim. Fóðrið er kunnuglegt: innflytjendur, trú, sjálfsmynd og þjóðerni – vel valin vopn til að kynda undir menningarstríði. Því meiri sundrung, því tryggari verður fylkingin – og því sterkari tilfinningin um að flokkurinn sé sá eini sem þori að segja hlutina eins og þeir eru. Þetta er pólitík sem nærist á ótta – og lifir ekki án hans. Þetta er þó ekki nýtt fyrirbæri. Pólitík sem nærist á óánægju og gremju hefur alltaf virkað, sérstaklega þegar almenningur finnur fyrir misskiptingu eða vantrausti á valdastofnanir. En samfélagsmiðlar hafa gert hana markvissari – hauk í horni þeirra sem kunna að nýta óánægju, hneykslun og reiði sem vopn og markaðsvöru. Engin mál eru lengur of persónuleg eða viðkvæm; öllu er snúið þannig að það falli inn í orðræðuna sem fylkingin lifir á. Við höfum séð þetta áður – til dæmis á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar íslenskar konur sem litu erlenda hermenn hýru auga voru gerðar að tákni svika og siðrofs. Þá eins og nú var sama uppskrift notuð: að einfalda veruleikann, ala á ótta og breyta öllu í pólitískt fóður. Á Íslandi hefur Miðflokkurinn tekið upp álíka taktík. Flokkurinn beitir málum eins og innflytjendum, kyni, trú og sjálfsmynd til að ýta undir tilfinningu um klofning milli þeirra sem sagðir eru ógna viðteknum menningarheimi og þeirra sem telja sig verja hann. Þessi pólitíska aðferð snýst ekki um stefnu eða lausnir, heldur um að virkja djúpt óöryggi – ekki endilega gagnvart hinu nýja, heldur við tilhugsunina um að missa það gamla; það sem hefur mótað okkur, gefið tilverunni samhengi og okkur sannfæringu um hver við erum í þessum heimi. Vandinn við slíka pólitík er ekki bara sá að hún skapar sundrungu – heldur að hún þarf sundrungu og átök til að dafna. Hún þrífst á því að átakalínur dýpki, að samfélagið sé sífellt á tánum, alltaf reiðubúið til átaka. Þegar reiðin verður hráefnið, þá verður málamiðlun ekki styrkur heldur svik - jafnvel sturlun. Lýðræðið byggir á ólíkum skoðunum, en það hrynur þegar skoðanaágreiningur eða átök verða sjálfstætt markmið. Því raunveruleg forysta felst ekki í að kynda undir ótta, heldur að dempa hann. Að reyna að stilla hljóðfæri samfélagsins þannig að þau myndi eina heild – ekki að dúndra upp í græjunum við hvert tækifæri og fella öll mál ofan í útbólgnar átakalínur. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur.
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar