Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar 6. nóvember 2025 07:02 Enginn ber meiri ábyrgð á þeirri stöðu sem ríkir á íslenskum húsnæðismarkaði en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn. Þeir lögðu saman niður félagslega íbúðakerfið um síðustu aldarmót í nýfrjálshyggjutilraun sem mislukkaðist stórkostlega og hafði skelfilegar afleiðingar. Þeir slepptu því að fjárfesta í innviðum eins og húsnæðismarkaði þegar íbúum landsins og ferðamönnum sem það sóttu heim fjölgaði meira á örfáum árum en í öllum viðmiðunarlöndum. Þessir flokkar eyddu þess í stað síðasta rúma áratug við stjórnvölinn í að stórauka eftirspurn eftir húsnæði með alls kyns glórulausum efnahagslegum örvunaraðgerðum sem leitt hefur af sér að húsnæðisverð hefur ekki hækkað meira í neinu landi OECD á tímabilinu. Með tilheyrandi afleiðingum fyrir þá sem eru að reyna að komast inn á þann markað. Sjálfstæðisflokkurinn, í samstarfi við Framsókn sem þá var leidd af formanni Miðflokksins, dró verulega úr húsnæðisstuðningi fyrir þá sem þurftu á honum að halda og einbeitti sér einvörðungu að því að styðja við þá sem þurftu síst á því að halda. Þar hagaði þessi hópur pólitískra frændsystkina sér mjög í samræmi við vörumerkið, enda fela pólitískar áherslur hans að uppistöðu í sér innleiðingu á alls kyns ófjármögnuðum skattaglufum sem skilja meira eftir hjá þeim sem eiga mikið, en draga úr velferð allra hinna. Íbúðir eiga ekki að vera braskvörur heldur heimili Ný ríkisstjórn þurfti að taka við þessari stöðu á húsnæðismarkaði og bregðast hratt við. Megináherslur hennar voru frá upphafi skýrar: að íbúðir séu ekki lengur braskvörur, að auka framboð til að mæta mikilli eftirspurn, að styðja við þá sem þurfa raunverulega á stuðningi að halda, innleiða aðgerðir sem auka aðgengi að öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði og sýna á sama tíma ábyrgð í ríkisrekstri svo hægt sé að ná niður vöxtum. Að setja allan sinn kraft í að bæta hag og auka velferð heimilanna í landinu. Allar þessar áherslur birtast í fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þar er verið að gera meira en hefur verið gert árum, ef ekki áratugum, saman til að bæta stöðuna á húsnæðismarkaði. Það er til dæmis verið að hraða uppbyggingu, fjölga íbúðum og laga stuðningskerfi sem voru hætt að virka. Von er á nýju vaxtaviðmiði sem hægt verður að nýta til að bjóða upp á verðtryggð lán á breytilegum vöxtum á allra næstu dögum. Til viðbótar brást Seðlabanki Íslands við og rýmkaði lánþegaskilyrði tveimur dögum eftir að húsnæðispakkinn var kynntur. Það, ásamt mun öflugra hlutdeildarlánakerfi, stóreykur líkur ungs fólks og annarra fyrstu kaupenda til að kaupa sér íbúð. Í pakkanum er verið að segja hátt og skýrt, með lokun á skattaglufum fyrir fjármagnseigendur og fjárfesta, að íbúðir eigi fyrst og fremst að vera heimili, ekki fjárfestingavara. Tóninn og markmiðið er skýrt. Þótt pakkinn sé risastór, hápólitískur og muni hafa mikil og jákvæð áhrif þá liggur líka fyrir að þetta er bara fyrsta skrefið. Þegar hefur verið boðaður húsnæðispakki tvö strax eftir áramót. Þar verða kynntar útfærslur á uppbyggingu íbúða á ríkislóðum og því hvernig ríkiseignum verður breytt í íbúðir. Þar verða kynntar leiðir sem ríkið ætlar að fara til að liðka fyrir uppbyggingu nýrra íbúða. Þar verður tekið á regluverki á leigumarkaði eftir að frumvarp um skráningarskyldu leigusamninga hefur hlotið afgreiðslu á Alþingi. Og svo það sé upphátt: Ef það þarf svo að gera meira, þá verður gert meira. Þeir sem vinna bara fyrir suma Það er að venju nett kostulegt að sjá hvernig viðbrögð minnihlutans á Alþingi eru við því að hér sé skyndilega komin ríkisstjórn sem sagðist ætla að breyta samfélaginu til heilla, og er að standa við það. Soðnar eru saman frasar um hvernig það sé bara verið að nýta mál sem fyrri ríkisstjórn hefði undirbúið en ekki komið í gegnum sjálfa sig, eða búnir til einhverjir fórnarlambastrámenn til að reyna að skapa þá áferð að minnihlutaflokkarnir séu að verja hagsmuni einhverra annarra en þeirra sem minnihlutinn hefur eytt allri sinni orku í að moka undir þegar hann hefur farið með stjórnina í landinu. Þegar boðað var að loka skattaglufum fjármagnseigenda þá reyndi hann, og umboðsmenn hans í fjölmiðlum, að teikna þá aðgerð upp sem aðför að smiðum, pípurum og hárgreiðslufólki þegar fyrir liggur að 70 prósent allra fjármagnstekna fer til ríkustu tíu prósent landsmanna. Þegar rætt er um að breyta fjármagnstekjuskatti með sanngjörnum og eðlilegum hætti þá er alltaf teiknuð upp sú mynd að það muni fyrst og síðast bitna á innlánum gamals fólks í banka, ekki ríkasta 0,1 prósent landsmanna, sirka 276 fjölskyldum, sem áttu 391 milljarð króna í eigin fé um síðustu áramót. Þegar ríkisstjórnin kynnti áform um að afnema samnýtingu skattþrepa milli sambýlisfólks og hjóna, skattaglufu sem nær einvörðungu nýtist allra efsta tekju- og eignarlaginu, þá reyndi minnihlutinn að halda því fram að aðgerðin myndi fyrst og síðast bitna á barnafjölskyldum. Þegar ríkisstjórnin leiðrétti veiðigjöld með þeim hætti að sú leiðrétting lendir að mestu á fjórum fjölskyldum og einu kaupfélagi sem eiga eigið fé upp á rúmlega 500 milljarða króna, þá lét andstaðan eins og hún væri í heilagri vörn fyrir litla manninn á landsbyggðinni. Þegar endurreisa á tekjustofna sem standa undir vegaframkvæmdum með því að fara að rukka fyrir notkun, á sama hátt og síðasta ríkisstjórn ætlaði að gera, þá er kílómetragjaldið skyndilega orðin aðför að vöruverði í smæstu byggðum. Svona er hægt að halda áfram lengi. Litli maðurinn skjöldur fyrir breiðu bökin Í húsnæðispakkanum er helsta fórnarlambið, samkvæmt formanni Sjálfstæðisflokksins, efstu tekjuhóparnir sem eru þegar búnir að fá að nýta skattfrjálsan séreignarsparnað í allt að ellefu og hálft ár, og fá milljóna meðgjöf frá ríkinu yfir það tímabil. Þeir eru fórnarlamb vegna þess að nú mun þessi hópur ekki fá að nýta leiðina lengur. Þess í stað verður leiðin tryggð sem réttur fyrir alla fyrstu kaupendur og efnaminni og unnið að því að útfæra hana svo sem flestir úr lægri tekjuhópum nýti leiðina. Þannig vinna nefnilega jafnaðarmenn. Þeir tryggja rétt fyrir alla, ekki forréttindi fyrir suma. Ólíkt þeim flokkum sem sitja í stjórnarandstöðu sem stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn ber meiri ábyrgð á þeirri stöðu sem ríkir á íslenskum húsnæðismarkaði en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn. Þeir lögðu saman niður félagslega íbúðakerfið um síðustu aldarmót í nýfrjálshyggjutilraun sem mislukkaðist stórkostlega og hafði skelfilegar afleiðingar. Þeir slepptu því að fjárfesta í innviðum eins og húsnæðismarkaði þegar íbúum landsins og ferðamönnum sem það sóttu heim fjölgaði meira á örfáum árum en í öllum viðmiðunarlöndum. Þessir flokkar eyddu þess í stað síðasta rúma áratug við stjórnvölinn í að stórauka eftirspurn eftir húsnæði með alls kyns glórulausum efnahagslegum örvunaraðgerðum sem leitt hefur af sér að húsnæðisverð hefur ekki hækkað meira í neinu landi OECD á tímabilinu. Með tilheyrandi afleiðingum fyrir þá sem eru að reyna að komast inn á þann markað. Sjálfstæðisflokkurinn, í samstarfi við Framsókn sem þá var leidd af formanni Miðflokksins, dró verulega úr húsnæðisstuðningi fyrir þá sem þurftu á honum að halda og einbeitti sér einvörðungu að því að styðja við þá sem þurftu síst á því að halda. Þar hagaði þessi hópur pólitískra frændsystkina sér mjög í samræmi við vörumerkið, enda fela pólitískar áherslur hans að uppistöðu í sér innleiðingu á alls kyns ófjármögnuðum skattaglufum sem skilja meira eftir hjá þeim sem eiga mikið, en draga úr velferð allra hinna. Íbúðir eiga ekki að vera braskvörur heldur heimili Ný ríkisstjórn þurfti að taka við þessari stöðu á húsnæðismarkaði og bregðast hratt við. Megináherslur hennar voru frá upphafi skýrar: að íbúðir séu ekki lengur braskvörur, að auka framboð til að mæta mikilli eftirspurn, að styðja við þá sem þurfa raunverulega á stuðningi að halda, innleiða aðgerðir sem auka aðgengi að öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði og sýna á sama tíma ábyrgð í ríkisrekstri svo hægt sé að ná niður vöxtum. Að setja allan sinn kraft í að bæta hag og auka velferð heimilanna í landinu. Allar þessar áherslur birtast í fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þar er verið að gera meira en hefur verið gert árum, ef ekki áratugum, saman til að bæta stöðuna á húsnæðismarkaði. Það er til dæmis verið að hraða uppbyggingu, fjölga íbúðum og laga stuðningskerfi sem voru hætt að virka. Von er á nýju vaxtaviðmiði sem hægt verður að nýta til að bjóða upp á verðtryggð lán á breytilegum vöxtum á allra næstu dögum. Til viðbótar brást Seðlabanki Íslands við og rýmkaði lánþegaskilyrði tveimur dögum eftir að húsnæðispakkinn var kynntur. Það, ásamt mun öflugra hlutdeildarlánakerfi, stóreykur líkur ungs fólks og annarra fyrstu kaupenda til að kaupa sér íbúð. Í pakkanum er verið að segja hátt og skýrt, með lokun á skattaglufum fyrir fjármagnseigendur og fjárfesta, að íbúðir eigi fyrst og fremst að vera heimili, ekki fjárfestingavara. Tóninn og markmiðið er skýrt. Þótt pakkinn sé risastór, hápólitískur og muni hafa mikil og jákvæð áhrif þá liggur líka fyrir að þetta er bara fyrsta skrefið. Þegar hefur verið boðaður húsnæðispakki tvö strax eftir áramót. Þar verða kynntar útfærslur á uppbyggingu íbúða á ríkislóðum og því hvernig ríkiseignum verður breytt í íbúðir. Þar verða kynntar leiðir sem ríkið ætlar að fara til að liðka fyrir uppbyggingu nýrra íbúða. Þar verður tekið á regluverki á leigumarkaði eftir að frumvarp um skráningarskyldu leigusamninga hefur hlotið afgreiðslu á Alþingi. Og svo það sé upphátt: Ef það þarf svo að gera meira, þá verður gert meira. Þeir sem vinna bara fyrir suma Það er að venju nett kostulegt að sjá hvernig viðbrögð minnihlutans á Alþingi eru við því að hér sé skyndilega komin ríkisstjórn sem sagðist ætla að breyta samfélaginu til heilla, og er að standa við það. Soðnar eru saman frasar um hvernig það sé bara verið að nýta mál sem fyrri ríkisstjórn hefði undirbúið en ekki komið í gegnum sjálfa sig, eða búnir til einhverjir fórnarlambastrámenn til að reyna að skapa þá áferð að minnihlutaflokkarnir séu að verja hagsmuni einhverra annarra en þeirra sem minnihlutinn hefur eytt allri sinni orku í að moka undir þegar hann hefur farið með stjórnina í landinu. Þegar boðað var að loka skattaglufum fjármagnseigenda þá reyndi hann, og umboðsmenn hans í fjölmiðlum, að teikna þá aðgerð upp sem aðför að smiðum, pípurum og hárgreiðslufólki þegar fyrir liggur að 70 prósent allra fjármagnstekna fer til ríkustu tíu prósent landsmanna. Þegar rætt er um að breyta fjármagnstekjuskatti með sanngjörnum og eðlilegum hætti þá er alltaf teiknuð upp sú mynd að það muni fyrst og síðast bitna á innlánum gamals fólks í banka, ekki ríkasta 0,1 prósent landsmanna, sirka 276 fjölskyldum, sem áttu 391 milljarð króna í eigin fé um síðustu áramót. Þegar ríkisstjórnin kynnti áform um að afnema samnýtingu skattþrepa milli sambýlisfólks og hjóna, skattaglufu sem nær einvörðungu nýtist allra efsta tekju- og eignarlaginu, þá reyndi minnihlutinn að halda því fram að aðgerðin myndi fyrst og síðast bitna á barnafjölskyldum. Þegar ríkisstjórnin leiðrétti veiðigjöld með þeim hætti að sú leiðrétting lendir að mestu á fjórum fjölskyldum og einu kaupfélagi sem eiga eigið fé upp á rúmlega 500 milljarða króna, þá lét andstaðan eins og hún væri í heilagri vörn fyrir litla manninn á landsbyggðinni. Þegar endurreisa á tekjustofna sem standa undir vegaframkvæmdum með því að fara að rukka fyrir notkun, á sama hátt og síðasta ríkisstjórn ætlaði að gera, þá er kílómetragjaldið skyndilega orðin aðför að vöruverði í smæstu byggðum. Svona er hægt að halda áfram lengi. Litli maðurinn skjöldur fyrir breiðu bökin Í húsnæðispakkanum er helsta fórnarlambið, samkvæmt formanni Sjálfstæðisflokksins, efstu tekjuhóparnir sem eru þegar búnir að fá að nýta skattfrjálsan séreignarsparnað í allt að ellefu og hálft ár, og fá milljóna meðgjöf frá ríkinu yfir það tímabil. Þeir eru fórnarlamb vegna þess að nú mun þessi hópur ekki fá að nýta leiðina lengur. Þess í stað verður leiðin tryggð sem réttur fyrir alla fyrstu kaupendur og efnaminni og unnið að því að útfæra hana svo sem flestir úr lægri tekjuhópum nýti leiðina. Þannig vinna nefnilega jafnaðarmenn. Þeir tryggja rétt fyrir alla, ekki forréttindi fyrir suma. Ólíkt þeim flokkum sem sitja í stjórnarandstöðu sem stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun