Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar 6. nóvember 2025 15:01 Stöku sinnum koma upp alvarleg mál sem skekja þjóðina um stund. Fjölmiðlar fara mikinn og yfirvöld heita því að fara ofan í sauma á málinu. Síðan líður og bíður. Málið hverfur úr umræðunni, því hefur verið stungið undir stól eða sópað undir teppi. Ýmsir vona að málið sé úr sögunni. En svo er alls ekki. Dæmi um slíkt mál er rannsókn á starfsemi vistheimilisins Arnarholts á Kjalarnesi. Fjögur ár eru liðin frá því borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að ráðast í heildstæða athugun á starfseminni. Þar var vistað fólk sem þurfti stuðning samfélagsins, vegna fötlunar eða geðrænna vandamála, jafnvel fólk sem enginn vissi hvar ætti að vera. Þrátt fyrir fyrirheit borgaryfirvalda hefur engin rannsóknarskýrsla verið birt. Engin niðurstaða fengist, hvað þá afsökunarbeiðni eða viðurkenning á því sem fór úrskeiðis. Engu að síður eru til heimildir frá starfsfólki sem lýsti aðstæðum sem enginn ætti að þurfa að lifa við. Fólk var lokað inni í klefa, stundum daglangt en líka yfir lengra tímabil, jafnvel vikum saman, og þurfti að gera þarfir sínar í fötu. Hluti vistmanna var látinn hírast í gripahúsi. Lýsingar eru til um vistfólk sem var vanrækt, svangt og óhreint. Læknisþjónusta var afar takmörkuð og mannréttindi fótum troðin. Dæmi eru um fólk sem fannst látið eftir meinta vítaverða vanrækslu. Borgaryfirvöld hafa áður heitið því að skoða Arnarholt ofan í kjölinn. Þegar ásakanir um illa meðferð komu upp árið 1970, skipaði Reykjavíkurborg þriggja manna nefnd til að rannsaka starfsemina. Allir nefndarmenn voru læknar og sátu jafnframt í heilbrigðismálaráði borgarinnar, því sama ráði og bar ábyrgð á rekstri „hælisins” eins og það var jafnan nefnt á þeim tíma. Eftir 24 vitnaleiðslur skilaði nefndin áliti í apríl 1971. Niðurstaðan var sú að „ásakanir væru ekki á rökum reistar“. Sú niðurstaða var harðlega gagnrýnd. Steinunn heitin Finnbogadóttir, borgarfulltrúi og ljósmóðir, sem hafði fyrst vakið máls á aðstæðum, benti á að nefndin hefði hvorki verið óháð né trúverðug, því hún hefði í raun rannsakað eigin starfsemi. Rannsóknin var augljóslega gerð til að friða umræðuna, ekki til að finna sannleikann. Rúmlega hálfri öld eftir „hvítþvott” læknanna blasir sama mynstur við. Enn er verið að bíða eftir niðurstöðum „heildrænnar athugunar“ sem samþykkt var árið 2021. Engin skýrsla hefur birst, engin opinber ábyrgð hefur verið tekin. Það sem gerðist á Arnarholti er hluti af sögunni um það hvernig við fórum með fólk sem ekki átti sér rödd. Stundum er þögnin eftirsóknarverð en í þessu tilviki meiðir hún. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Stöku sinnum koma upp alvarleg mál sem skekja þjóðina um stund. Fjölmiðlar fara mikinn og yfirvöld heita því að fara ofan í sauma á málinu. Síðan líður og bíður. Málið hverfur úr umræðunni, því hefur verið stungið undir stól eða sópað undir teppi. Ýmsir vona að málið sé úr sögunni. En svo er alls ekki. Dæmi um slíkt mál er rannsókn á starfsemi vistheimilisins Arnarholts á Kjalarnesi. Fjögur ár eru liðin frá því borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að ráðast í heildstæða athugun á starfseminni. Þar var vistað fólk sem þurfti stuðning samfélagsins, vegna fötlunar eða geðrænna vandamála, jafnvel fólk sem enginn vissi hvar ætti að vera. Þrátt fyrir fyrirheit borgaryfirvalda hefur engin rannsóknarskýrsla verið birt. Engin niðurstaða fengist, hvað þá afsökunarbeiðni eða viðurkenning á því sem fór úrskeiðis. Engu að síður eru til heimildir frá starfsfólki sem lýsti aðstæðum sem enginn ætti að þurfa að lifa við. Fólk var lokað inni í klefa, stundum daglangt en líka yfir lengra tímabil, jafnvel vikum saman, og þurfti að gera þarfir sínar í fötu. Hluti vistmanna var látinn hírast í gripahúsi. Lýsingar eru til um vistfólk sem var vanrækt, svangt og óhreint. Læknisþjónusta var afar takmörkuð og mannréttindi fótum troðin. Dæmi eru um fólk sem fannst látið eftir meinta vítaverða vanrækslu. Borgaryfirvöld hafa áður heitið því að skoða Arnarholt ofan í kjölinn. Þegar ásakanir um illa meðferð komu upp árið 1970, skipaði Reykjavíkurborg þriggja manna nefnd til að rannsaka starfsemina. Allir nefndarmenn voru læknar og sátu jafnframt í heilbrigðismálaráði borgarinnar, því sama ráði og bar ábyrgð á rekstri „hælisins” eins og það var jafnan nefnt á þeim tíma. Eftir 24 vitnaleiðslur skilaði nefndin áliti í apríl 1971. Niðurstaðan var sú að „ásakanir væru ekki á rökum reistar“. Sú niðurstaða var harðlega gagnrýnd. Steinunn heitin Finnbogadóttir, borgarfulltrúi og ljósmóðir, sem hafði fyrst vakið máls á aðstæðum, benti á að nefndin hefði hvorki verið óháð né trúverðug, því hún hefði í raun rannsakað eigin starfsemi. Rannsóknin var augljóslega gerð til að friða umræðuna, ekki til að finna sannleikann. Rúmlega hálfri öld eftir „hvítþvott” læknanna blasir sama mynstur við. Enn er verið að bíða eftir niðurstöðum „heildrænnar athugunar“ sem samþykkt var árið 2021. Engin skýrsla hefur birst, engin opinber ábyrgð hefur verið tekin. Það sem gerðist á Arnarholti er hluti af sögunni um það hvernig við fórum með fólk sem ekki átti sér rödd. Stundum er þögnin eftirsóknarverð en í þessu tilviki meiðir hún. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun