Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar 6. nóvember 2025 21:03 Í svari ríkislögreglustjóra þann 5. nóvember, við beiðni dómsmálaráðherra um upplýsingar vegna furðulegra kaupa á „ráðgjöf“ fyrir á annað hundrað milljónir, segir eftirfarandi: „Embætti ríkislögreglustjóra tekur mjög alvarlega þá annmarka sem hafa komið fram um kaup stofnunarinnar á ráðgjöf og þjónustu utanaðkomandi sérfræðinga eða ráðgjafa og greiðslna til verktaka. Við höfum unnið að ítarlegum verklagsreglum um innkaup og samningagerð sem ætlað er að tryggja fullt gagnsæi og samræmi við lög um opinber innkaup. Drög að þessum reglum fylgja hér með til upplýsingar. Auk þess hefur verið settur á fót starfshópur innan embættisins með fulltrúa innkaupastjóra, fjármálastjóra og yfirlögfræðings til að fullvinna og innleiða framangreindar verklagsreglur fyrir 30. nóvember nk.“ Hér fer Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mildum orðum um eigið framferði, þar sem alvarleg brot eru bara "annmarkar". Maður veltir einnig fyrir sér hvað henni fannst áður fyrr um það gagnsæi sem ætti að ríkja í störfum hennar. Ekki síður áhugavert er að það sé fyrst nú sem henni finnst ástæða til að „tryggja“ að hún hagi sér í „samræmi við lög“. Ekki virðist ástæða til að efast um að það sem Sigríður nefnir í bréfinu sé nauðsynlegt, í ljósi framferðis hennar í umræddu máli. Hins vegar er full ástæða til að efast um að hinni seku, ríkislögreglustjóranum sjálfum, sé treystandi til að laga þessa bresti. Annars vegar er það jú hún sem braut svona alvarlega af sér, og hins vegar á hún að baki langan brotaferil í starfi, eins og rakið var hér, sem gerir hana ekki traustvekjandi umbótamanneskju. Síðast en ekki síst er orðið ljóst að Sigríður Björk er gersamlega rúin því trausti almennings sem nauðsynlegt er að æðsti yfirmaður lögreglu í landinu hafi, enda óviðunandi að í því embætti sitji manneskja sem sjálf er sífellt að brjóta lög. Ef friður á að skapast um störf lögreglu, og ef almenningur á að geta treyst æðsta yfirmanni hennar, þá verður Sigríður Björk að víkja. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Einar Steingrímsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í svari ríkislögreglustjóra þann 5. nóvember, við beiðni dómsmálaráðherra um upplýsingar vegna furðulegra kaupa á „ráðgjöf“ fyrir á annað hundrað milljónir, segir eftirfarandi: „Embætti ríkislögreglustjóra tekur mjög alvarlega þá annmarka sem hafa komið fram um kaup stofnunarinnar á ráðgjöf og þjónustu utanaðkomandi sérfræðinga eða ráðgjafa og greiðslna til verktaka. Við höfum unnið að ítarlegum verklagsreglum um innkaup og samningagerð sem ætlað er að tryggja fullt gagnsæi og samræmi við lög um opinber innkaup. Drög að þessum reglum fylgja hér með til upplýsingar. Auk þess hefur verið settur á fót starfshópur innan embættisins með fulltrúa innkaupastjóra, fjármálastjóra og yfirlögfræðings til að fullvinna og innleiða framangreindar verklagsreglur fyrir 30. nóvember nk.“ Hér fer Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mildum orðum um eigið framferði, þar sem alvarleg brot eru bara "annmarkar". Maður veltir einnig fyrir sér hvað henni fannst áður fyrr um það gagnsæi sem ætti að ríkja í störfum hennar. Ekki síður áhugavert er að það sé fyrst nú sem henni finnst ástæða til að „tryggja“ að hún hagi sér í „samræmi við lög“. Ekki virðist ástæða til að efast um að það sem Sigríður nefnir í bréfinu sé nauðsynlegt, í ljósi framferðis hennar í umræddu máli. Hins vegar er full ástæða til að efast um að hinni seku, ríkislögreglustjóranum sjálfum, sé treystandi til að laga þessa bresti. Annars vegar er það jú hún sem braut svona alvarlega af sér, og hins vegar á hún að baki langan brotaferil í starfi, eins og rakið var hér, sem gerir hana ekki traustvekjandi umbótamanneskju. Síðast en ekki síst er orðið ljóst að Sigríður Björk er gersamlega rúin því trausti almennings sem nauðsynlegt er að æðsti yfirmaður lögreglu í landinu hafi, enda óviðunandi að í því embætti sitji manneskja sem sjálf er sífellt að brjóta lög. Ef friður á að skapast um störf lögreglu, og ef almenningur á að geta treyst æðsta yfirmanni hennar, þá verður Sigríður Björk að víkja. Höfundur er stærðfræðingur.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar