„Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. nóvember 2025 09:02 Erika Nótt nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og segir það eiga eftir að leiða af sér margfalt meiri tekjur. vísir / lýður valberg Hnefaleikakonan Erika Nótt hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum og býst við því að fá mun betur borgað en kollegar sínir þegar hún gerist atvinnumaður í íþróttinni. Erika er með um 120 þúsund fylgjendur á bæði Instagram og TikTok, þar sem hún sýnir frá daglega lífinu sem hnefaleikakona ásamt öðru skemmtiefni. Hún telur samfélagsmiðla vera besta tækið sem íþróttafólk getur nýtt til að koma sér á framfæri og segir það eiga eftir að skila sér margfalt meiri tekjum. „Þetta er svo ógeðslega mikilvægt og búið að gera svo mikið fyrir mig. Ég fæ ábyggilega meira borgað fyrir fyrsta bardagann minn en flestir boxarar fá yfir allan ferilinn sinn. Bara af því ég byrjaði á félagsmiðlum, ég er bara að birta einhver TikTok myndbönd skilurðu, þetta er ekkert mál“ segir Erika. View this post on Instagram „Erika Night er fyrirtæki“ Erika virðist einmitt eiga nokkuð auðvelt með að sækja smelli á samfélagsmiðlum en segir mikla vinnu liggja þar að baki. „Ég hef alltaf verið góð í þessu en svo er ég líka íþróttamaður og íþróttamenn eru mjög agaðir, það er líka það sem er fyrir aftan félagsmiðla. Sumir horfa á þetta sem eitthvað ógeðslega létt en þetta er alveg erfitt, ég pósta sjö sinnum á dag“ segir Erika. @erikanightnight I’m not the best on a speed bag. I’ve been away from it for three months, but I’ll get better. #boxing🥊 ♬ original sound - Erika Night Hún vill líka aðstoða annað íþróttafólk sem á ekki eins auðvelt með þetta og er byrjuð með samfélagsliðsmiðlakennslu. „Ég vil bara að fólk nái þessu, sem íþróttamaður verðurðu að markaðssetja sjálfan þig. Ef þú hugsar um einhvern eins og [Cristiano] Ronaldo, auðvitað er hann búinn að markaðssetja sjálfan sig. Ronaldo er vörumerki, Mike Tyson er vörumerki og það er mjög mikilvægt að gera það rétt. Þú ert fyrirtæki, sem íþróttamaður, Erika Night er fyrirtæki.“ Fer ekki í atvinnumennsku upp á eigin spýtur Erika er enn áhugamaður í hnefaleikum en stefnir á að stíga skrefið yfir í atvinnumennsku snemma á næsta ári. Það gerir hún þó ekki algjörlega af sjálfsdáðun í gegnum samfélagsmiðla heldur í samvinnu við erlent markaðsfyrirtæki, eða vonandi allavega. „Þetta er risastórt markaðsfyrirtæki, eitt það stærsta í heiminum. Ég fór einu sinni á mót hjá þeim og fannst það geggjað, mig langar að keppa hjá þeim. Þau eru risastór og passa mjög vel við mig, ég vildi að ég gæti sagt hvaða fyrirtæki þetta er en ég vil ekki jinxa neitt“ sagði Erika að lokum í viðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan. Box Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Sjá meira
Erika er með um 120 þúsund fylgjendur á bæði Instagram og TikTok, þar sem hún sýnir frá daglega lífinu sem hnefaleikakona ásamt öðru skemmtiefni. Hún telur samfélagsmiðla vera besta tækið sem íþróttafólk getur nýtt til að koma sér á framfæri og segir það eiga eftir að skila sér margfalt meiri tekjum. „Þetta er svo ógeðslega mikilvægt og búið að gera svo mikið fyrir mig. Ég fæ ábyggilega meira borgað fyrir fyrsta bardagann minn en flestir boxarar fá yfir allan ferilinn sinn. Bara af því ég byrjaði á félagsmiðlum, ég er bara að birta einhver TikTok myndbönd skilurðu, þetta er ekkert mál“ segir Erika. View this post on Instagram „Erika Night er fyrirtæki“ Erika virðist einmitt eiga nokkuð auðvelt með að sækja smelli á samfélagsmiðlum en segir mikla vinnu liggja þar að baki. „Ég hef alltaf verið góð í þessu en svo er ég líka íþróttamaður og íþróttamenn eru mjög agaðir, það er líka það sem er fyrir aftan félagsmiðla. Sumir horfa á þetta sem eitthvað ógeðslega létt en þetta er alveg erfitt, ég pósta sjö sinnum á dag“ segir Erika. @erikanightnight I’m not the best on a speed bag. I’ve been away from it for three months, but I’ll get better. #boxing🥊 ♬ original sound - Erika Night Hún vill líka aðstoða annað íþróttafólk sem á ekki eins auðvelt með þetta og er byrjuð með samfélagsliðsmiðlakennslu. „Ég vil bara að fólk nái þessu, sem íþróttamaður verðurðu að markaðssetja sjálfan þig. Ef þú hugsar um einhvern eins og [Cristiano] Ronaldo, auðvitað er hann búinn að markaðssetja sjálfan sig. Ronaldo er vörumerki, Mike Tyson er vörumerki og það er mjög mikilvægt að gera það rétt. Þú ert fyrirtæki, sem íþróttamaður, Erika Night er fyrirtæki.“ Fer ekki í atvinnumennsku upp á eigin spýtur Erika er enn áhugamaður í hnefaleikum en stefnir á að stíga skrefið yfir í atvinnumennsku snemma á næsta ári. Það gerir hún þó ekki algjörlega af sjálfsdáðun í gegnum samfélagsmiðla heldur í samvinnu við erlent markaðsfyrirtæki, eða vonandi allavega. „Þetta er risastórt markaðsfyrirtæki, eitt það stærsta í heiminum. Ég fór einu sinni á mót hjá þeim og fannst það geggjað, mig langar að keppa hjá þeim. Þau eru risastór og passa mjög vel við mig, ég vildi að ég gæti sagt hvaða fyrirtæki þetta er en ég vil ekki jinxa neitt“ sagði Erika að lokum í viðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan.
Box Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Sjá meira