Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar 10. nóvember 2025 07:00 Biðraðamenningin í íslensku stjórnkerfi er því miður orðin svo landlæg að við kippum okkur ekkert upp við það lengur að börn þurfi að mánuðum og árum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Börn bíða árum saman eftir nauðsynlegri heilbrigðis- og velferðarþjónustu og slíkt hið sama á við þegar börn búa við það ástand að fá ekki að hitta foreldri sitt vegna ágreinings milli þeirra fullorðnu. Fyrir ekki svo löngu síðan gilti svokölluð þriggja mánaða regla innan stjórnsýslunnar, um að mál skyldi helst afgreitt innan þriggja mánaða frá því það barst stofnun eða embætti. Í dag er veruleikinn allt annar. Oftar en ekki er borgarinn heppinn hafi mál sem sent er stjórnsýslunni yfirleitt verið opnað innan þriggja mánaða, hvað þá leyst úr því. Þetta virðast ráðamenn bara líta á sem eðlilegan hlut, til mikils tjóns fyrir borgara landsins. Erindi þessa pistils er að beina sjónum dómsmálaráðherra að ófremdarástandi sem ríkir í málaflokki fjölskyldna hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Ástandi sem að hluta til smitast svo yfir í önnur sýslumannsembætti vegna fyrirkomulags sáttameðferða. Við samvistarslit þurfa foreldrar að leita til sýslumanns til að fá skrásetningu á því hvernig forsjá, lögheimili og umgengni ólögráða barna skuli háttað. Sama þurfa foreldar að gera sem síðar verða ósáttir við ríkjandi fyrirkomulag. Séu foreldar ósammála um forsjá og lögheimili er ekki annað hægt en að leita til dómstóla því sýslumaður úrskurðar eingöngu um umgengni. Barnalögin fyrirskipa að áður mál er varðar forsjá, lögheimili eða umgengni séu leidd til lykta verði foreldrar að hafa undirgengist sáttameðferð. Ef foreldrar búa á höfuðborgarsvæðinu þá leita þau til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en á heimasíðu embættisins gefur að líta yfirlit yfir biðtímann sem mætir þeim. Þegar foreldri hefur sótt um breytingu á forsjá/lögheimili/umgengni þá er biðtími eftir fyrsta viðtali við fulltrúa sýslumanns heilir 9 mánuðir! Ef foreldrar koma ekki saman til fyrsta viðtals, þá lengist biðtíminn enn eftir að fulltrúi hafi fengið fram afstöðu hins foreldrisins. Eftir ágreiningur er til staðar þá þurfa þau að bíða eftir að komast í sáttameðferð. Bið eftir fyrsta tíma í sáttameðferð er heilir 8 mánuðir! Sáttameðferð getur tekið langan tíma og ef ágreiningur er mikill þá getur verið uppi sú staða í flóknum málum að barn hafi ekki fengið að hitta hitt foreldri sitt í tvö ár, jafnvel lengur. Ef ekki er ætlunin að fara fyrir dóm, heldur eingöngu fá úrskurð um umgengni þá þarf að bíða enn í nokkra mánuði eftir að sáttameðferð er lokið. Dæmi eru jafnvel um að eftir að málsaðilar höfðu lagt inn sínar tillögur að sáttum þá lágu þær ofan í skúffu í 6 mánuði þar til þær voru kynntar hinu foreldrinu, og allan þann tíma fékk barn ekki að hitta foreldri sitt. Er þannig á þriðja ár liðið frá því foreldri, sem ekki fær að hitta barn sitt, leitaði til sýslumanns. Fari foreldri með mál fyrir dóm þá tekur slík málsmeðferð um 12 – 18 mánuði. Samtals eru þarna liðin að minnsta kosti 3 ár af lífi barnsins og foreldra þess en jafnvel meira. Nú skal því haldið til haga að ekki allir foreldrar loka algjörlega á umgengni barns við hitt foreldrið í aðstæðum sem þessum, en það getur engu að síður verði aðkallandi að skráning lögheimilis barns sé ekki lengi í óvissu, vegna skólagöngu, barnabóta, meðlags ofl. Barn sem verður af svona mikilvægum tengslum við annað foreldri sitt árum saman verður fyrir varanlegu tjóni enda barnsárin dýrmætur tími í þroska og tengslamyndun. Að það taki stjórnvald svona langan tíma að ljúka einföldu verki eins og að afgreiða mál er varðar forsjá, lögheimili og umgengni barns er með öllu óásættanlegt. Það einfaldlega verður að gera betur. Dómsmálaráðherra verður að taka á þessum málaflokki. Öll athygli allra dómsmálaráðherra undanfarinna ára hefur farið í málefni fólks af erlendum uppruna. Nú biðla ég til dómsmálaráðherra að líta upp úr þeirri einstöku verkefnakistu og koma börnum til bjargar. Þeirra er framtíðin en með áframhaldandi vinnubrögðum eins og að ofan er lýst er verið að skaða þeirra framtíð. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Fjölskyldumál Réttindi barna Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Biðraðamenningin í íslensku stjórnkerfi er því miður orðin svo landlæg að við kippum okkur ekkert upp við það lengur að börn þurfi að mánuðum og árum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Börn bíða árum saman eftir nauðsynlegri heilbrigðis- og velferðarþjónustu og slíkt hið sama á við þegar börn búa við það ástand að fá ekki að hitta foreldri sitt vegna ágreinings milli þeirra fullorðnu. Fyrir ekki svo löngu síðan gilti svokölluð þriggja mánaða regla innan stjórnsýslunnar, um að mál skyldi helst afgreitt innan þriggja mánaða frá því það barst stofnun eða embætti. Í dag er veruleikinn allt annar. Oftar en ekki er borgarinn heppinn hafi mál sem sent er stjórnsýslunni yfirleitt verið opnað innan þriggja mánaða, hvað þá leyst úr því. Þetta virðast ráðamenn bara líta á sem eðlilegan hlut, til mikils tjóns fyrir borgara landsins. Erindi þessa pistils er að beina sjónum dómsmálaráðherra að ófremdarástandi sem ríkir í málaflokki fjölskyldna hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Ástandi sem að hluta til smitast svo yfir í önnur sýslumannsembætti vegna fyrirkomulags sáttameðferða. Við samvistarslit þurfa foreldrar að leita til sýslumanns til að fá skrásetningu á því hvernig forsjá, lögheimili og umgengni ólögráða barna skuli háttað. Sama þurfa foreldar að gera sem síðar verða ósáttir við ríkjandi fyrirkomulag. Séu foreldar ósammála um forsjá og lögheimili er ekki annað hægt en að leita til dómstóla því sýslumaður úrskurðar eingöngu um umgengni. Barnalögin fyrirskipa að áður mál er varðar forsjá, lögheimili eða umgengni séu leidd til lykta verði foreldrar að hafa undirgengist sáttameðferð. Ef foreldrar búa á höfuðborgarsvæðinu þá leita þau til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en á heimasíðu embættisins gefur að líta yfirlit yfir biðtímann sem mætir þeim. Þegar foreldri hefur sótt um breytingu á forsjá/lögheimili/umgengni þá er biðtími eftir fyrsta viðtali við fulltrúa sýslumanns heilir 9 mánuðir! Ef foreldrar koma ekki saman til fyrsta viðtals, þá lengist biðtíminn enn eftir að fulltrúi hafi fengið fram afstöðu hins foreldrisins. Eftir ágreiningur er til staðar þá þurfa þau að bíða eftir að komast í sáttameðferð. Bið eftir fyrsta tíma í sáttameðferð er heilir 8 mánuðir! Sáttameðferð getur tekið langan tíma og ef ágreiningur er mikill þá getur verið uppi sú staða í flóknum málum að barn hafi ekki fengið að hitta hitt foreldri sitt í tvö ár, jafnvel lengur. Ef ekki er ætlunin að fara fyrir dóm, heldur eingöngu fá úrskurð um umgengni þá þarf að bíða enn í nokkra mánuði eftir að sáttameðferð er lokið. Dæmi eru jafnvel um að eftir að málsaðilar höfðu lagt inn sínar tillögur að sáttum þá lágu þær ofan í skúffu í 6 mánuði þar til þær voru kynntar hinu foreldrinu, og allan þann tíma fékk barn ekki að hitta foreldri sitt. Er þannig á þriðja ár liðið frá því foreldri, sem ekki fær að hitta barn sitt, leitaði til sýslumanns. Fari foreldri með mál fyrir dóm þá tekur slík málsmeðferð um 12 – 18 mánuði. Samtals eru þarna liðin að minnsta kosti 3 ár af lífi barnsins og foreldra þess en jafnvel meira. Nú skal því haldið til haga að ekki allir foreldrar loka algjörlega á umgengni barns við hitt foreldrið í aðstæðum sem þessum, en það getur engu að síður verði aðkallandi að skráning lögheimilis barns sé ekki lengi í óvissu, vegna skólagöngu, barnabóta, meðlags ofl. Barn sem verður af svona mikilvægum tengslum við annað foreldri sitt árum saman verður fyrir varanlegu tjóni enda barnsárin dýrmætur tími í þroska og tengslamyndun. Að það taki stjórnvald svona langan tíma að ljúka einföldu verki eins og að afgreiða mál er varðar forsjá, lögheimili og umgengni barns er með öllu óásættanlegt. Það einfaldlega verður að gera betur. Dómsmálaráðherra verður að taka á þessum málaflokki. Öll athygli allra dómsmálaráðherra undanfarinna ára hefur farið í málefni fólks af erlendum uppruna. Nú biðla ég til dómsmálaráðherra að líta upp úr þeirri einstöku verkefnakistu og koma börnum til bjargar. Þeirra er framtíðin en með áframhaldandi vinnubrögðum eins og að ofan er lýst er verið að skaða þeirra framtíð. Höfundur er lögmaður.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun