Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2025 08:33 Í ár fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en frá árinu 1945 hefur þessi einstaka stofnun verið einn af burðarásum íslenskrar endurhæfingarþjónustu. Á þessum áttatíu árum hafa hátt í 50.000 einstaklingar, alls staðar af á landinu, notið þjónustu Reykjalundar. Markmiðið var skýrt frá fyrstu dögum: Að veita fólki með alvarleg veikindi eða líkamlega skerðingu möguleika á bata og auknum lífsgæðum. Í fyrstu snerist þjónusta Reykjalundar um stuðning við berklaveika en á síðari áratugum hefur áherslan verið á endurhæfingu og að hjálpa fólki að endurheimta styrk, sjálfstæði og lífsgleði á erfiðum tímum. Sjálfbær heildarsýn á endurhæfingu Í áratugi hefur Reykjalundur verið leiðandi á sínu sviði og engin íslensk heilbrigðisstofnun hefur viðlíka reynslu og þekkingu á endurhæfingu. Mikil þróun hefur átt sér stað og heldur hún stöðugt áfram, hvort sem um nýja tækni eða framfarir í heilbrigðisþjónustu er að ræða eða breyttar þarfir sjúklinga. Undanfarna mánuði hefur SÍBS, sem rekur Reykjalund, unnið að metnaðarfullri framtíðarsýn og stefnumótun fyrir Reykjalundarsvæðið í samstarfi við KPMG. Á landsvæði SÍBS að Reykjalundi eru fjölmörg tækifæri til að þróa þjónustu sem styður við heildræna nálgun í endurhæfingu og heilbrigðisþjónustu. Í þeirri vinnu hefur félagið bæði litið til eigin reynslu og þeirra miklu breytinga sem orðið hafa í samfélaginu. Markmiðið er að móta nýja og sjálfbæra heildarsýn þar sem endurhæfing, fræðsla, rannsóknir og þjónusta tengjast nánum böndum. Endurhæfing er góð fjárfesting Til þess að Reykjalundur geti áfram verið traustur hlekkur í heilbrigðisþjónustu er nauðsynlegt að samstaða skapist um áframhaldandi stuðning og fjárfestingu í uppbyggingu endurhæfingar. SÍBS hefur í því sambandi óskað eftir viðræðum við stjórnvöld og aðra hagaðila um langtímauppbyggingu á sviði endurhæfingar, með áherslu á nýjan langtímasamning fyrir Reykjalund. Endurhæfing er ein hagkvæmasta heilbrigðisþjónusta sem völ er á en með henni öðlast fólk tækifæri til að taka aftur fullan þátt í samfélaginu. Slík grunnþjónusta verður ekki byggð á tímabundnum lausnum heldur með ábyrgri og fyrirsjáanlegri uppbyggingu. Stöndum vörð um framtíð Reykjalundar. Höfundur er formaður SÍBS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Í ár fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en frá árinu 1945 hefur þessi einstaka stofnun verið einn af burðarásum íslenskrar endurhæfingarþjónustu. Á þessum áttatíu árum hafa hátt í 50.000 einstaklingar, alls staðar af á landinu, notið þjónustu Reykjalundar. Markmiðið var skýrt frá fyrstu dögum: Að veita fólki með alvarleg veikindi eða líkamlega skerðingu möguleika á bata og auknum lífsgæðum. Í fyrstu snerist þjónusta Reykjalundar um stuðning við berklaveika en á síðari áratugum hefur áherslan verið á endurhæfingu og að hjálpa fólki að endurheimta styrk, sjálfstæði og lífsgleði á erfiðum tímum. Sjálfbær heildarsýn á endurhæfingu Í áratugi hefur Reykjalundur verið leiðandi á sínu sviði og engin íslensk heilbrigðisstofnun hefur viðlíka reynslu og þekkingu á endurhæfingu. Mikil þróun hefur átt sér stað og heldur hún stöðugt áfram, hvort sem um nýja tækni eða framfarir í heilbrigðisþjónustu er að ræða eða breyttar þarfir sjúklinga. Undanfarna mánuði hefur SÍBS, sem rekur Reykjalund, unnið að metnaðarfullri framtíðarsýn og stefnumótun fyrir Reykjalundarsvæðið í samstarfi við KPMG. Á landsvæði SÍBS að Reykjalundi eru fjölmörg tækifæri til að þróa þjónustu sem styður við heildræna nálgun í endurhæfingu og heilbrigðisþjónustu. Í þeirri vinnu hefur félagið bæði litið til eigin reynslu og þeirra miklu breytinga sem orðið hafa í samfélaginu. Markmiðið er að móta nýja og sjálfbæra heildarsýn þar sem endurhæfing, fræðsla, rannsóknir og þjónusta tengjast nánum böndum. Endurhæfing er góð fjárfesting Til þess að Reykjalundur geti áfram verið traustur hlekkur í heilbrigðisþjónustu er nauðsynlegt að samstaða skapist um áframhaldandi stuðning og fjárfestingu í uppbyggingu endurhæfingar. SÍBS hefur í því sambandi óskað eftir viðræðum við stjórnvöld og aðra hagaðila um langtímauppbyggingu á sviði endurhæfingar, með áherslu á nýjan langtímasamning fyrir Reykjalund. Endurhæfing er ein hagkvæmasta heilbrigðisþjónusta sem völ er á en með henni öðlast fólk tækifæri til að taka aftur fullan þátt í samfélaginu. Slík grunnþjónusta verður ekki byggð á tímabundnum lausnum heldur með ábyrgri og fyrirsjáanlegri uppbyggingu. Stöndum vörð um framtíð Reykjalundar. Höfundur er formaður SÍBS.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun