Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar 10. nóvember 2025 13:02 Hinn 17. október skutlaði fjármála- og efnahagsráðuneytið minnisblaði í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem nefndin var beðin um að hækka skatta sem eru lagðir á ökutæki. Nei þarna er ekki á ferðinni hið sígilda frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki heldur sérstök tekjuaðgerð sem á að tryggja ríkinu 7,5 milljarða króna aukalega á næsta ári. Beiðninni má í raun líkja við beiðni unglings til föður sem berst í textaskilaboðum: Pops geturðu aurað p? (Á laxnesku: Kæri faðir, gætir þú lagt inn á mig einhverjar krónur, helst sem flestar, svo mér auðnist að draga fram lífið þennan guðsvolaða dag?) Um þetta hefur verið fjallað í grófum dráttum en þar sem ég hef lesið minnisblaðið finnst mér við hæfi að ég deili með ykkur fróðleiknum í aðeins fínni dráttum, á vonandi ekki alveg ólæsilegu máli. Hvað gerist? Fallist efnahags- og viðskiptanefnd á beiðni ráðuneytisins getur eftirfarandi gerst , að öllu óbreyttu, um næstu áramót: Verð á meðalrafmagnsbíl hækkar um 66 þúsund krónur. Verð á meðaltengiltvinnbíl sem brennir bensíni eða dísilolíu og er líka hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um 815 þúsund krónur. Verð á meðalbensínbíl hækkar um 847 þúsund krónur. Verð á meðaltvinnbíl sem gengur fyrir bensíni eða dísilolíu og er með rafhlöðu sem er ekki hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um rúmlega eina milljón króna. Verð á meðaldísilbíl hækkar um tæplega 1,5 milljónir króna. Meðalkassabíll sem gengur fyrir dísilolíu og er væntanlega einkum notaður til að dreifa vörum innanbæjar hækkar um tæpar 2,8 milljónir króna. En þetta er vitaskuld aðeins leiðrétting. Smáa letrið Hér að framan eru tekin tilbúin dæmi um meðalbíl eftir orkugjöfum til að varpa ljósi á hvaða áhrif tillögur ráðuneytisins hafa að meðaltali. Við útreikninga var stuðst við CIF-verðmæti úr innflutningsgögnum Hagstofu Íslands eftir orkugjöfum það sem af er ári ásamt meðallosun úr gögnum Samgöngustofu um nýskráningu ökutækja eftir orkugjöfum það sem af er ári. Niðurstöður um breytingar á vörugjaldi eru háðar forsendum um losun og innflutningsverð hvers bíls og því endurspegla dæmin ekki einstök tilvik sem geta ýmist reynst hærri eða lægri en í dæmunum hér að framan. Hækkun á verði rafmagnsbíla helgast af breytingu á styrkveitingum úr Loftslags- og orkusjóð um næstu áramót en á móti vinnur tillaga um lækkun vörugjalds. Tekið skal fram að það er í höndum hvers og eins fyrirtækis að ákveða að hve miklu leyti hækkun vörugjalda ratar út í verðlag. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt S. Benediktsson Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Hinn 17. október skutlaði fjármála- og efnahagsráðuneytið minnisblaði í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem nefndin var beðin um að hækka skatta sem eru lagðir á ökutæki. Nei þarna er ekki á ferðinni hið sígilda frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki heldur sérstök tekjuaðgerð sem á að tryggja ríkinu 7,5 milljarða króna aukalega á næsta ári. Beiðninni má í raun líkja við beiðni unglings til föður sem berst í textaskilaboðum: Pops geturðu aurað p? (Á laxnesku: Kæri faðir, gætir þú lagt inn á mig einhverjar krónur, helst sem flestar, svo mér auðnist að draga fram lífið þennan guðsvolaða dag?) Um þetta hefur verið fjallað í grófum dráttum en þar sem ég hef lesið minnisblaðið finnst mér við hæfi að ég deili með ykkur fróðleiknum í aðeins fínni dráttum, á vonandi ekki alveg ólæsilegu máli. Hvað gerist? Fallist efnahags- og viðskiptanefnd á beiðni ráðuneytisins getur eftirfarandi gerst , að öllu óbreyttu, um næstu áramót: Verð á meðalrafmagnsbíl hækkar um 66 þúsund krónur. Verð á meðaltengiltvinnbíl sem brennir bensíni eða dísilolíu og er líka hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um 815 þúsund krónur. Verð á meðalbensínbíl hækkar um 847 þúsund krónur. Verð á meðaltvinnbíl sem gengur fyrir bensíni eða dísilolíu og er með rafhlöðu sem er ekki hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um rúmlega eina milljón króna. Verð á meðaldísilbíl hækkar um tæplega 1,5 milljónir króna. Meðalkassabíll sem gengur fyrir dísilolíu og er væntanlega einkum notaður til að dreifa vörum innanbæjar hækkar um tæpar 2,8 milljónir króna. En þetta er vitaskuld aðeins leiðrétting. Smáa letrið Hér að framan eru tekin tilbúin dæmi um meðalbíl eftir orkugjöfum til að varpa ljósi á hvaða áhrif tillögur ráðuneytisins hafa að meðaltali. Við útreikninga var stuðst við CIF-verðmæti úr innflutningsgögnum Hagstofu Íslands eftir orkugjöfum það sem af er ári ásamt meðallosun úr gögnum Samgöngustofu um nýskráningu ökutækja eftir orkugjöfum það sem af er ári. Niðurstöður um breytingar á vörugjaldi eru háðar forsendum um losun og innflutningsverð hvers bíls og því endurspegla dæmin ekki einstök tilvik sem geta ýmist reynst hærri eða lægri en í dæmunum hér að framan. Hækkun á verði rafmagnsbíla helgast af breytingu á styrkveitingum úr Loftslags- og orkusjóð um næstu áramót en á móti vinnur tillaga um lækkun vörugjalds. Tekið skal fram að það er í höndum hvers og eins fyrirtækis að ákveða að hve miklu leyti hækkun vörugjalda ratar út í verðlag. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandsins.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun